Frakkar í mál og vesen hjá Chelsea vegna rasískra söngva Argentínumanna Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júlí 2024 21:45 Philippe Dialli, forseti franska knattspyrnusambandsins, og Kylian Mbappe eru væntanlega ekki sáttir með söngva Enzo Fernandez og félaga eftir úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar. Vísir/Getty Franska knattspyrnusambandið ætlar að leita réttar síns vegna rasískra söngva í búningsklefa Argentínu eftir sigur í Suður-Ameríkukeppninni. Málið hefur einnig valdið usla hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Argentína vann 1-0 sigur á Kólumbíu í úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar í knattspyrnu á sunnudagskvöldið. Argentínumenn náðu því að verja titil sinn frá árinu 2021 en þeir eru einnig ríkjandi heimsmeistarar eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik í Katar árið 2022. Rígurinn á milli liðanna eftir úrslitaleikinn í Katar virðist enn vera sterkur. Eftir sigurinn á Kólumbíu birti Enzo Fernandez myndband á Instagram þar sem hann og liðsfélagar hans í argentínska landsliðinu sungu söngva um franska landsliðið. „Þeir spila fyrir Frakkland en foreldrar þeirra eru frá Angóla. Móðir þeirra er frá Kamerún, pabbi þeirra frá Nígeríu. En vegabréfið þeirra segir Frakkland,“ mátti heyra Argentínumenn syngja og þessir söngvar virðast heldur betur ætla að draga dilk á eftir sér. Hættir að fylgja liðsfélaganum á Instagram Philippe Dialli, forseti franska knattspyrnusambandsins, hefur biðlað til forseta argentínska sambandsins og Gianni Infantino forseta FIFA að bregðast við það sem hann segir vera „hneykslanleg ummæli, í andstöðu við íþróttandann og mannréttindi.“ „Forseti franska knattspyrnusambandsins fordæmir harðlega óásættanleg rasísk og niðrandi ummæli sem viðhöfð voru í garð leikmanna franska landsliðsins í lagi sem sungið var af leikmönnum og stuðningsmönnum Argentínu eftir sigur liðsins í Suður-Ameríkukeppninni,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Frakka og ljóst að þeir ætla ekki að beita neinum vettlingatökum í málinu. 🚨 Axel Disasi, Malo Gusto and Wesley Fofana have UNFOLLOWED Enzo Fernandez on Instagram following the racist chant he sang with his Argentinean teammates about the French national team. 🇫🇷 pic.twitter.com/ZexPufd2T7— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) July 16, 2024 Myndbandið birtist eins og áður segir á Instagramsíðu Enzo Fernandez sem leikur með Chelsea á Englandi. Í frétt The Athletic segir að Chelsea sé að skoða málið en það er nú þegar farið að hafa áhrif í leikmannahópi liðsins. Frakkinn Wesley Fofana birti myndband á X-síðu sinni með fyrirsögninni „Fótbolti 2024: óhindraður rasismi“ og þá hafa Axel Disasi, Malo Gusto og Fofana sjálfur hætt að fylgja liðsfélaga sínum Fernandez á Instagram. Í kvöld bárust síðan fréttir af því að Chelsea hefði hafið sína eigin rannsókn á málinu. Le football en 2024 : racisme décomplexé 🤦🏽♂️🤦🏽♂️🤦🏽♂️ pic.twitter.com/MGkH5wPmNU— Wesley Fofana (@Wesley_Fofana3) July 16, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessir söngvar í garð Frakka heyrast. Á heimsmeistaramótinu í Katar 2022 sögðu samtökin SOS Racisme að samkvæmt hugmyndafræði öfga-hægrimanna litu sumir á að einhverjir leikmenn franska landsliðsins væru ekki Frakkar. Biðluðu samtökin til FIFA að bregðast við söngvunum sem heyrðust á nú á nýjan leik. Copa América Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Argentína vann 1-0 sigur á Kólumbíu í úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar í knattspyrnu á sunnudagskvöldið. Argentínumenn náðu því að verja titil sinn frá árinu 2021 en þeir eru einnig ríkjandi heimsmeistarar eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik í Katar árið 2022. Rígurinn á milli liðanna eftir úrslitaleikinn í Katar virðist enn vera sterkur. Eftir sigurinn á Kólumbíu birti Enzo Fernandez myndband á Instagram þar sem hann og liðsfélagar hans í argentínska landsliðinu sungu söngva um franska landsliðið. „Þeir spila fyrir Frakkland en foreldrar þeirra eru frá Angóla. Móðir þeirra er frá Kamerún, pabbi þeirra frá Nígeríu. En vegabréfið þeirra segir Frakkland,“ mátti heyra Argentínumenn syngja og þessir söngvar virðast heldur betur ætla að draga dilk á eftir sér. Hættir að fylgja liðsfélaganum á Instagram Philippe Dialli, forseti franska knattspyrnusambandsins, hefur biðlað til forseta argentínska sambandsins og Gianni Infantino forseta FIFA að bregðast við það sem hann segir vera „hneykslanleg ummæli, í andstöðu við íþróttandann og mannréttindi.“ „Forseti franska knattspyrnusambandsins fordæmir harðlega óásættanleg rasísk og niðrandi ummæli sem viðhöfð voru í garð leikmanna franska landsliðsins í lagi sem sungið var af leikmönnum og stuðningsmönnum Argentínu eftir sigur liðsins í Suður-Ameríkukeppninni,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Frakka og ljóst að þeir ætla ekki að beita neinum vettlingatökum í málinu. 🚨 Axel Disasi, Malo Gusto and Wesley Fofana have UNFOLLOWED Enzo Fernandez on Instagram following the racist chant he sang with his Argentinean teammates about the French national team. 🇫🇷 pic.twitter.com/ZexPufd2T7— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) July 16, 2024 Myndbandið birtist eins og áður segir á Instagramsíðu Enzo Fernandez sem leikur með Chelsea á Englandi. Í frétt The Athletic segir að Chelsea sé að skoða málið en það er nú þegar farið að hafa áhrif í leikmannahópi liðsins. Frakkinn Wesley Fofana birti myndband á X-síðu sinni með fyrirsögninni „Fótbolti 2024: óhindraður rasismi“ og þá hafa Axel Disasi, Malo Gusto og Fofana sjálfur hætt að fylgja liðsfélaga sínum Fernandez á Instagram. Í kvöld bárust síðan fréttir af því að Chelsea hefði hafið sína eigin rannsókn á málinu. Le football en 2024 : racisme décomplexé 🤦🏽♂️🤦🏽♂️🤦🏽♂️ pic.twitter.com/MGkH5wPmNU— Wesley Fofana (@Wesley_Fofana3) July 16, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessir söngvar í garð Frakka heyrast. Á heimsmeistaramótinu í Katar 2022 sögðu samtökin SOS Racisme að samkvæmt hugmyndafræði öfga-hægrimanna litu sumir á að einhverjir leikmenn franska landsliðsins væru ekki Frakkar. Biðluðu samtökin til FIFA að bregðast við söngvunum sem heyrðust á nú á nýjan leik.
Copa América Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira