Frakkar í mál og vesen hjá Chelsea vegna rasískra söngva Argentínumanna Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júlí 2024 21:45 Philippe Dialli, forseti franska knattspyrnusambandsins, og Kylian Mbappe eru væntanlega ekki sáttir með söngva Enzo Fernandez og félaga eftir úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar. Vísir/Getty Franska knattspyrnusambandið ætlar að leita réttar síns vegna rasískra söngva í búningsklefa Argentínu eftir sigur í Suður-Ameríkukeppninni. Málið hefur einnig valdið usla hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Argentína vann 1-0 sigur á Kólumbíu í úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar í knattspyrnu á sunnudagskvöldið. Argentínumenn náðu því að verja titil sinn frá árinu 2021 en þeir eru einnig ríkjandi heimsmeistarar eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik í Katar árið 2022. Rígurinn á milli liðanna eftir úrslitaleikinn í Katar virðist enn vera sterkur. Eftir sigurinn á Kólumbíu birti Enzo Fernandez myndband á Instagram þar sem hann og liðsfélagar hans í argentínska landsliðinu sungu söngva um franska landsliðið. „Þeir spila fyrir Frakkland en foreldrar þeirra eru frá Angóla. Móðir þeirra er frá Kamerún, pabbi þeirra frá Nígeríu. En vegabréfið þeirra segir Frakkland,“ mátti heyra Argentínumenn syngja og þessir söngvar virðast heldur betur ætla að draga dilk á eftir sér. Hættir að fylgja liðsfélaganum á Instagram Philippe Dialli, forseti franska knattspyrnusambandsins, hefur biðlað til forseta argentínska sambandsins og Gianni Infantino forseta FIFA að bregðast við það sem hann segir vera „hneykslanleg ummæli, í andstöðu við íþróttandann og mannréttindi.“ „Forseti franska knattspyrnusambandsins fordæmir harðlega óásættanleg rasísk og niðrandi ummæli sem viðhöfð voru í garð leikmanna franska landsliðsins í lagi sem sungið var af leikmönnum og stuðningsmönnum Argentínu eftir sigur liðsins í Suður-Ameríkukeppninni,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Frakka og ljóst að þeir ætla ekki að beita neinum vettlingatökum í málinu. 🚨 Axel Disasi, Malo Gusto and Wesley Fofana have UNFOLLOWED Enzo Fernandez on Instagram following the racist chant he sang with his Argentinean teammates about the French national team. 🇫🇷 pic.twitter.com/ZexPufd2T7— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) July 16, 2024 Myndbandið birtist eins og áður segir á Instagramsíðu Enzo Fernandez sem leikur með Chelsea á Englandi. Í frétt The Athletic segir að Chelsea sé að skoða málið en það er nú þegar farið að hafa áhrif í leikmannahópi liðsins. Frakkinn Wesley Fofana birti myndband á X-síðu sinni með fyrirsögninni „Fótbolti 2024: óhindraður rasismi“ og þá hafa Axel Disasi, Malo Gusto og Fofana sjálfur hætt að fylgja liðsfélaga sínum Fernandez á Instagram. Í kvöld bárust síðan fréttir af því að Chelsea hefði hafið sína eigin rannsókn á málinu. Le football en 2024 : racisme décomplexé 🤦🏽♂️🤦🏽♂️🤦🏽♂️ pic.twitter.com/MGkH5wPmNU— Wesley Fofana (@Wesley_Fofana3) July 16, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessir söngvar í garð Frakka heyrast. Á heimsmeistaramótinu í Katar 2022 sögðu samtökin SOS Racisme að samkvæmt hugmyndafræði öfga-hægrimanna litu sumir á að einhverjir leikmenn franska landsliðsins væru ekki Frakkar. Biðluðu samtökin til FIFA að bregðast við söngvunum sem heyrðust á nú á nýjan leik. Copa América Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
Argentína vann 1-0 sigur á Kólumbíu í úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar í knattspyrnu á sunnudagskvöldið. Argentínumenn náðu því að verja titil sinn frá árinu 2021 en þeir eru einnig ríkjandi heimsmeistarar eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik í Katar árið 2022. Rígurinn á milli liðanna eftir úrslitaleikinn í Katar virðist enn vera sterkur. Eftir sigurinn á Kólumbíu birti Enzo Fernandez myndband á Instagram þar sem hann og liðsfélagar hans í argentínska landsliðinu sungu söngva um franska landsliðið. „Þeir spila fyrir Frakkland en foreldrar þeirra eru frá Angóla. Móðir þeirra er frá Kamerún, pabbi þeirra frá Nígeríu. En vegabréfið þeirra segir Frakkland,“ mátti heyra Argentínumenn syngja og þessir söngvar virðast heldur betur ætla að draga dilk á eftir sér. Hættir að fylgja liðsfélaganum á Instagram Philippe Dialli, forseti franska knattspyrnusambandsins, hefur biðlað til forseta argentínska sambandsins og Gianni Infantino forseta FIFA að bregðast við það sem hann segir vera „hneykslanleg ummæli, í andstöðu við íþróttandann og mannréttindi.“ „Forseti franska knattspyrnusambandsins fordæmir harðlega óásættanleg rasísk og niðrandi ummæli sem viðhöfð voru í garð leikmanna franska landsliðsins í lagi sem sungið var af leikmönnum og stuðningsmönnum Argentínu eftir sigur liðsins í Suður-Ameríkukeppninni,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Frakka og ljóst að þeir ætla ekki að beita neinum vettlingatökum í málinu. 🚨 Axel Disasi, Malo Gusto and Wesley Fofana have UNFOLLOWED Enzo Fernandez on Instagram following the racist chant he sang with his Argentinean teammates about the French national team. 🇫🇷 pic.twitter.com/ZexPufd2T7— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) July 16, 2024 Myndbandið birtist eins og áður segir á Instagramsíðu Enzo Fernandez sem leikur með Chelsea á Englandi. Í frétt The Athletic segir að Chelsea sé að skoða málið en það er nú þegar farið að hafa áhrif í leikmannahópi liðsins. Frakkinn Wesley Fofana birti myndband á X-síðu sinni með fyrirsögninni „Fótbolti 2024: óhindraður rasismi“ og þá hafa Axel Disasi, Malo Gusto og Fofana sjálfur hætt að fylgja liðsfélaga sínum Fernandez á Instagram. Í kvöld bárust síðan fréttir af því að Chelsea hefði hafið sína eigin rannsókn á málinu. Le football en 2024 : racisme décomplexé 🤦🏽♂️🤦🏽♂️🤦🏽♂️ pic.twitter.com/MGkH5wPmNU— Wesley Fofana (@Wesley_Fofana3) July 16, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessir söngvar í garð Frakka heyrast. Á heimsmeistaramótinu í Katar 2022 sögðu samtökin SOS Racisme að samkvæmt hugmyndafræði öfga-hægrimanna litu sumir á að einhverjir leikmenn franska landsliðsins væru ekki Frakkar. Biðluðu samtökin til FIFA að bregðast við söngvunum sem heyrðust á nú á nýjan leik.
Copa América Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira