Bielsa bauð upp á rosalegan reiðilestur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 09:31 Marcelo Bielsa, þjálfari Úrúgvæ, mætti á blaðamannafund fyrir leikinn um þriðja sæti í Copa America og aus úr skálum reiði sinnar. Getty/Omar Vega Marcelo Bielsa, þjálfari Úrúgvæ, kom leikmönnum sínum til varnar á skrautlegum blaðamannafundi í gær. Bielsa ræddi þarna hegðun leikmanna landsliðs Úrúgvæ sem tóku þátt í stúkuslagsmálunum við stuðningsmenn Kólumbíu eftir tapið á móti Kólumbíu í undanúrslitum Suðurameríkukeppninnar. Auk þessa aus Bielsa úr skálum reiði sinnar þegar kom að Knattspyrnusambandi Suður Ameríku, CONMEBOL, og skipulagi keppninnar í ár en hún var spiluð í Bandaríkjunum. Öryggismál og grasvellirnir fengu vænan skammt af gagnrýni frá fyrrum stjóra Leeds United. Blaðamannafundurinn var haldinn fyrir leik Úrúgvæ og Kanada um þriðja sætið á mótinu. Komu fjölskyldum sínum til bjargar Liverpool leikmaðurinn Darwin Núnez var sá sem gekk lengst í stúkuslagsmálunum en fleiri leikmenn ruku líka upp í stúku. José María Giménez, fyrirliði liðsins, talaði um það að leikmennirnir hefðu í raun verið að koma fjölskyldum sínum til bjargar. Honum var mikið niðri fyrir í viðtalinu eftir leikinn og augljóslega brugðið. Knattspyrnusamband Suður Ameríku hefur þegar hafið rannsókn á atvikinu. Við það bætist að leikmönnum Úrúgvæ og Kólumbíu lenti saman eftir lokaflautið. Það er hætta á því að leikmenn verði dæmdir í bann og knattspyrnusamböndin fái stórar sektir. Bielsa's reaction to the question about possible sanctions for players for the bawl at the end of the game ¨Sanctions should be imposed on those who did not prevent this from happening. The players had no choice¨ 🤬Follow me for more football videos with english subtitles! 🥰 pic.twitter.com/H3k8qnKDEq— Juani Jimena (@JimenaJuani) July 12, 2024 „Þegar ég fer að tala um þetta þá verð ég líka að hugsa um þær hótanir sem ég mun fá. Það eina sem ég get í raun sagt er að allir hefðu gert það sama í sömu aðstæðum,“ sagði Bielsa. Hvað hefðu þið gert? „Þið verðið að horfa á hvað var að gerast. Þeir voru að ráðast á kærustur þeirra, mæður þeirra, á lítið barn, eiginkonur þeirra. Hvað hefðu þið gert?“ spurði Bielsa. Marcelo Bielsa fór hamförum á fundinum og það fengu margir stóran skammt af harðri gagnrýni.Getty/Omar Vega Bielsa var líka ósáttur með einhliða umfjöllun um þátt sinna leikmanna í atvikinu. Hann sagði að leikmennirnir ættu í raun skilið að fá afsökunarbeiðni og skaut um leið á öryggisgæsluna. „Við eigum að vera í Bandaríkjunum, þjóð öryggisins. Ef það er einhver sem ætti að fá sekt þá væru það þeir sem áttu að tryggja öryggi fólks inn á vellinum,“ sagði Bielsa. Fólk frá Úrúgvæ í miklum minnihluta „Þessi leikur fór fram á leikvangi þar sem fólk frá Úrúgvæ var í miklum minnihluta. Flest þeirra voru fjölskyldur og það er ljóst að það var ófullnægjandi öryggisgæsla á staðnum. Ef við horfum á þessar staðreyndir þá var hegðun leikmanna minna óhjákvæmileg og náttúruleg,“ sagði Bielsa sem sagðist þó vera alltaf á móti öllu ofbeldi. Bielsa gekk líka mjög langt í því að gagnrýna CONMEBOL og bandaríska knattspyrnusambandið fyrir umgjörð keppninnar ekki síst vegna lélegrar öryggisgæslu og slæms ástand leikvallanna sem eru vanalega notaðir af NFL-liðum. Grasvellirnir voru oft á tíðum lagðir nokkrum dögum fyrir leikina og vellirnir því mjög lausir í sér. Landsliðsþjálfari Argentínu gagnrýndi það einu sinni en Bielsa vildi meina að það væri þaggað niðri í alla gagnrýni á allt slíkt. Bielsa kallaði skipuleggjendurna lygara og fór mikinn eins og sjá má brot af hér fyrir neðan. Marcelo Bielsa angry against Conmebol: They are a plague of liars!!! 🤬😡I will always be on the Marcelo Bielsa side of the world 💪💪💪Follow me for more football videos with English Subtitles!! pic.twitter.com/2Tp0shVPLr— Juani Jimena (@JimenaJuani) July 12, 2024 Copa América Úrúgvæ Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Sjá meira
Bielsa ræddi þarna hegðun leikmanna landsliðs Úrúgvæ sem tóku þátt í stúkuslagsmálunum við stuðningsmenn Kólumbíu eftir tapið á móti Kólumbíu í undanúrslitum Suðurameríkukeppninnar. Auk þessa aus Bielsa úr skálum reiði sinnar þegar kom að Knattspyrnusambandi Suður Ameríku, CONMEBOL, og skipulagi keppninnar í ár en hún var spiluð í Bandaríkjunum. Öryggismál og grasvellirnir fengu vænan skammt af gagnrýni frá fyrrum stjóra Leeds United. Blaðamannafundurinn var haldinn fyrir leik Úrúgvæ og Kanada um þriðja sætið á mótinu. Komu fjölskyldum sínum til bjargar Liverpool leikmaðurinn Darwin Núnez var sá sem gekk lengst í stúkuslagsmálunum en fleiri leikmenn ruku líka upp í stúku. José María Giménez, fyrirliði liðsins, talaði um það að leikmennirnir hefðu í raun verið að koma fjölskyldum sínum til bjargar. Honum var mikið niðri fyrir í viðtalinu eftir leikinn og augljóslega brugðið. Knattspyrnusamband Suður Ameríku hefur þegar hafið rannsókn á atvikinu. Við það bætist að leikmönnum Úrúgvæ og Kólumbíu lenti saman eftir lokaflautið. Það er hætta á því að leikmenn verði dæmdir í bann og knattspyrnusamböndin fái stórar sektir. Bielsa's reaction to the question about possible sanctions for players for the bawl at the end of the game ¨Sanctions should be imposed on those who did not prevent this from happening. The players had no choice¨ 🤬Follow me for more football videos with english subtitles! 🥰 pic.twitter.com/H3k8qnKDEq— Juani Jimena (@JimenaJuani) July 12, 2024 „Þegar ég fer að tala um þetta þá verð ég líka að hugsa um þær hótanir sem ég mun fá. Það eina sem ég get í raun sagt er að allir hefðu gert það sama í sömu aðstæðum,“ sagði Bielsa. Hvað hefðu þið gert? „Þið verðið að horfa á hvað var að gerast. Þeir voru að ráðast á kærustur þeirra, mæður þeirra, á lítið barn, eiginkonur þeirra. Hvað hefðu þið gert?“ spurði Bielsa. Marcelo Bielsa fór hamförum á fundinum og það fengu margir stóran skammt af harðri gagnrýni.Getty/Omar Vega Bielsa var líka ósáttur með einhliða umfjöllun um þátt sinna leikmanna í atvikinu. Hann sagði að leikmennirnir ættu í raun skilið að fá afsökunarbeiðni og skaut um leið á öryggisgæsluna. „Við eigum að vera í Bandaríkjunum, þjóð öryggisins. Ef það er einhver sem ætti að fá sekt þá væru það þeir sem áttu að tryggja öryggi fólks inn á vellinum,“ sagði Bielsa. Fólk frá Úrúgvæ í miklum minnihluta „Þessi leikur fór fram á leikvangi þar sem fólk frá Úrúgvæ var í miklum minnihluta. Flest þeirra voru fjölskyldur og það er ljóst að það var ófullnægjandi öryggisgæsla á staðnum. Ef við horfum á þessar staðreyndir þá var hegðun leikmanna minna óhjákvæmileg og náttúruleg,“ sagði Bielsa sem sagðist þó vera alltaf á móti öllu ofbeldi. Bielsa gekk líka mjög langt í því að gagnrýna CONMEBOL og bandaríska knattspyrnusambandið fyrir umgjörð keppninnar ekki síst vegna lélegrar öryggisgæslu og slæms ástand leikvallanna sem eru vanalega notaðir af NFL-liðum. Grasvellirnir voru oft á tíðum lagðir nokkrum dögum fyrir leikina og vellirnir því mjög lausir í sér. Landsliðsþjálfari Argentínu gagnrýndi það einu sinni en Bielsa vildi meina að það væri þaggað niðri í alla gagnrýni á allt slíkt. Bielsa kallaði skipuleggjendurna lygara og fór mikinn eins og sjá má brot af hér fyrir neðan. Marcelo Bielsa angry against Conmebol: They are a plague of liars!!! 🤬😡I will always be on the Marcelo Bielsa side of the world 💪💪💪Follow me for more football videos with English Subtitles!! pic.twitter.com/2Tp0shVPLr— Juani Jimena (@JimenaJuani) July 12, 2024
Copa América Úrúgvæ Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Sjá meira