Gjöf sem gefur Halla Tómasdóttir skrifar 24. maí 2024 14:00 Fjölmenn kynslóð eftirstríðsáranna nær nú hefðbundnum eftirlaunaaldri. Meðalaldur og lífslíkur aukast og því fylgja ýmsar breytingar sem huga verður að. Hvernig gerum við eftirlaunaárin innihaldsrík og gefandi? Pabbi varði síðustu árunum sem húsvörður í Sunnuhlíð í Kópavogi. Haustið 2008 ætlaði hann að hætta störfum, fara á eftirlaun og njóta rólegri daga eftir annasama ævi. Því miður fór það ekki svo, því hann greindist með krabbamein og kvaddi okkur rúmlega viku síðar. Í okkar síðasta samtali minnti pabbi mig á mikilvægi þess að sýna eldra fólki virðingu og meta að verðleikum reynslu þess og visku. Hann bað mig að gleyma því ekki að íslenskt samfélag er byggt á árangri þeirra sem á undan okkur fóru. Ég hef undanfarnar vikur lagt mig fram um að efna heit mitt og hef heimsótt fjölda eldri borgara sem búa á hjúkrunarheimilum eða í þjónustuíbúðum. Ég hef átt mörg skemmtileg samtöl við fólk sem fylgist vel með og hefur einlægan áhuga á samfélagsmiðlum. Dökka hliðin er hins vegar sú að margir eru einmana og hafa fjárhagsáhyggjur. Forseti hefur ekki völd til að leysa fjárhagsvanda eldri borgara, en getur sannarlega hlustað, vakið máls á þessum vanda og hvatt til úrbóta. Við sem byggjum á því sem eldri kynslóðir lögðu af mörkum, eigum að forða þeim frá fjárhagsáhyggjum á efri árum. Einmanaleiki er böl sem ég tel að við öll þurfum að hjálpast að við að eyða. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar vorið 2023 telja um 85% þeirra sem eru 65 ára eða eldri sig vera við góða líkamlega heilsu. Engu að síður er um þriðjungur þessa aldurshóps mjög eða gífurlega einmana. Mest ber á því meðal kvenna sem búa einar. Margir tala um að heimsóknum fari fækkandi og ekki hafa allir þrek til að taka þátt í því fjölbreytta félagslífi sem þessum aldurshópi býðst. Sem forseti mun ég reyna að breyta þessu. Mér finnst okkur bera skylda til að byggja brýr á milli kynslóða. Við eigum að leita leiða til að nýta reynslu og visku þeirra sem eldri eru og tryggja að yngri kynslóðir læri um liðna tíma. Gleymum ekki mömmu og pabba, afa og ömmu, frænku og frænda eða gömlu konunni í næsta húsi, sem við vitum að er mikið ein. Heimsækjum þau. Hringjum í þau. Bjóðum þeim í bíltúr og spjöllum. Spyrjum þau um þeirra líf, um það sem þau muna og við vitum ekki um. Er það ekki dýrmætara en kvöld yfir Netflix? Ég er ekki ein um að naga mig í handarbakið fyrir að hafa ekki notað tækifærið til að læra um það sem gerðist fyrir minn dag. Það sem amma vissi, það sem pabbi mundi, það sem bræður hans upplifuð. Eigum stund með þeim eldri. Það er gjöf sem gefur. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Eldri borgarar Halla Tómasdóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Fjölmenn kynslóð eftirstríðsáranna nær nú hefðbundnum eftirlaunaaldri. Meðalaldur og lífslíkur aukast og því fylgja ýmsar breytingar sem huga verður að. Hvernig gerum við eftirlaunaárin innihaldsrík og gefandi? Pabbi varði síðustu árunum sem húsvörður í Sunnuhlíð í Kópavogi. Haustið 2008 ætlaði hann að hætta störfum, fara á eftirlaun og njóta rólegri daga eftir annasama ævi. Því miður fór það ekki svo, því hann greindist með krabbamein og kvaddi okkur rúmlega viku síðar. Í okkar síðasta samtali minnti pabbi mig á mikilvægi þess að sýna eldra fólki virðingu og meta að verðleikum reynslu þess og visku. Hann bað mig að gleyma því ekki að íslenskt samfélag er byggt á árangri þeirra sem á undan okkur fóru. Ég hef undanfarnar vikur lagt mig fram um að efna heit mitt og hef heimsótt fjölda eldri borgara sem búa á hjúkrunarheimilum eða í þjónustuíbúðum. Ég hef átt mörg skemmtileg samtöl við fólk sem fylgist vel með og hefur einlægan áhuga á samfélagsmiðlum. Dökka hliðin er hins vegar sú að margir eru einmana og hafa fjárhagsáhyggjur. Forseti hefur ekki völd til að leysa fjárhagsvanda eldri borgara, en getur sannarlega hlustað, vakið máls á þessum vanda og hvatt til úrbóta. Við sem byggjum á því sem eldri kynslóðir lögðu af mörkum, eigum að forða þeim frá fjárhagsáhyggjum á efri árum. Einmanaleiki er böl sem ég tel að við öll þurfum að hjálpast að við að eyða. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar vorið 2023 telja um 85% þeirra sem eru 65 ára eða eldri sig vera við góða líkamlega heilsu. Engu að síður er um þriðjungur þessa aldurshóps mjög eða gífurlega einmana. Mest ber á því meðal kvenna sem búa einar. Margir tala um að heimsóknum fari fækkandi og ekki hafa allir þrek til að taka þátt í því fjölbreytta félagslífi sem þessum aldurshópi býðst. Sem forseti mun ég reyna að breyta þessu. Mér finnst okkur bera skylda til að byggja brýr á milli kynslóða. Við eigum að leita leiða til að nýta reynslu og visku þeirra sem eldri eru og tryggja að yngri kynslóðir læri um liðna tíma. Gleymum ekki mömmu og pabba, afa og ömmu, frænku og frænda eða gömlu konunni í næsta húsi, sem við vitum að er mikið ein. Heimsækjum þau. Hringjum í þau. Bjóðum þeim í bíltúr og spjöllum. Spyrjum þau um þeirra líf, um það sem þau muna og við vitum ekki um. Er það ekki dýrmætara en kvöld yfir Netflix? Ég er ekki ein um að naga mig í handarbakið fyrir að hafa ekki notað tækifærið til að læra um það sem gerðist fyrir minn dag. Það sem amma vissi, það sem pabbi mundi, það sem bræður hans upplifuð. Eigum stund með þeim eldri. Það er gjöf sem gefur. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun