Ómetanleg leiðsögn Magnús Ingi Óskarsson skrifar 25. maí 2024 07:30 Árið 2001 stofnuðum við tveir félagar lítið sprotafyrirtæki, Calidris, með það fyrir augum að selja hugbúnað til flugfélaga, byggt á þörfum sem við höfðum komið auga á í störfum okkar hjá Icelandair. Við urðum þess láns aðnjótandi að fá Höllu Tómasdóttur sem stjórnarformann þegar í upphafi. Halla vann kraftaverk við að hjálpa okkur að byggja upp öfluga fyrirtækjamenningu og liðsheild, byggða á góðum gildum. Hún byrjaði á að vinna með einstaklingana og hjálpa þeim að þekkja persónuleika sinn og hvernig þeir vildu vinna. Síðan vann hún að því að byggja teymi og að lokum að móta gildi fyrirtækisins sjálfs. Þessi gildi, “Gagnkvæmur ávinningur” (e: Mutual Success) og “Gleði” (e: Enjoyment) urðu hornsteinar starfseminnar og við notuðum þau alls staðar í starfinu og sérstaklega þegar við töluðum við viðskiptavini um það að þeirra árangur væri okkar ávinningur. Án þessarar sterku menningar hefðum við aldrei náð þeim árangri sem við náðum og líklega farið á hausinn þegar kreppti að í starfseminni. Eftir að við seldum fyrirtækið til Sabre, stórs amerísks fyrirtækis, árið 2010 varð þessi sterka menning til þess að stjórnendur þar sáu virðið í að reka litla skrifstofu uppi á Íslandi þegar einfaldast hefði verið að loka og færa starfsemina annað innan Sabre. En þessi vinnustaður sem fæstir vita af hefur haldið uppi 30-50 störfum og skapað milljarð á ári í gjaldeyristekjur í 14 ár eftir söluna. Eftir að Halla sleppti af okkur hendinni hef ég fylgst með henni takast á við sífellt stærri verkefni. Alls staðar af sömu ljúfmennsku og gleði, áhuga og krafti. Hún lætur hlutina gerast hvar sem hún kemur. Hún byggði upp eigið fyrirtæki og var í stjórnum annarra, örlát á tíma sinn og hugmyndir, og var til dæmis ein af þeim sem efndi til Þjóðfundarins 2009 þar sem slembiúrtak þjóðarinnar kom saman í Laugardalshöll til að tala saman og greina á hvaða gildum þjóðin vildi byggja og hver framtíðarsýn hennar væri. Hún segir sjálf að enginn geri neitt einn. Ég hef dáðst að því hversu auðvelt hún á með að fá fólk með sér og að leiða saman fólk með mismunandi skoðanir og hagsmuni og fá það til að tala saman og móta sameiginlega sýn. Ekki veitir okkur af í þessum heimi þar sem gjáin milli mismunandi skoðana dýpkar sífellt og enginn talar við önnur en þau sem eru saman sinnis. Síðustu 6 ár hefur Halla sem forstjóri B-Team fengist við mörg stærstu viðfangsefni samtímans eins og jafnrétti á breiðum grunni, heiðarleika í viðskiptum, og ábyrgð í umhverfis- og loftslagsmálum. Nú í mars 2024 valdi Reuters, ein virtasta fréttastofa heims, Höllu sem eina af 20 áhrifamestu konum heims í loftslags- og umhverfismálum. Það er ekki annað hægt en hrífast af Höllu og einlægum áhuga hennar á að vinna þjóð sinni gagn og gera heiminn betri. Og ekki síður af orkunni sem hún hefur og því sem hún kemur í verk. Halla er heillandi leiðtogi sem við Íslendingar getum verið stolt af. Ég get sjálfur ekki hugsað mér betri forseta fyrir Ísland. Við Íslendingar kjósum hvorki flokk né stefnu þegar við kjósum forseta, við kjósum einstakling sem við treystum og getum verið stolt af. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur Höllu og helst að mæta á fund hjá henni og mynda ykkur sjálf skoðun á hæfni hennar sem forseta. Og fyrir alla muni mætið á kjörstað og nýtið kosningaréttinn. Höfundur er frumkvöðull og vinnur hjá KLAK við að hjálpa sprotafyrirtækjum að skjóta rótum, vaxa og verða stór. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Árið 2001 stofnuðum við tveir félagar lítið sprotafyrirtæki, Calidris, með það fyrir augum að selja hugbúnað til flugfélaga, byggt á þörfum sem við höfðum komið auga á í störfum okkar hjá Icelandair. Við urðum þess láns aðnjótandi að fá Höllu Tómasdóttur sem stjórnarformann þegar í upphafi. Halla vann kraftaverk við að hjálpa okkur að byggja upp öfluga fyrirtækjamenningu og liðsheild, byggða á góðum gildum. Hún byrjaði á að vinna með einstaklingana og hjálpa þeim að þekkja persónuleika sinn og hvernig þeir vildu vinna. Síðan vann hún að því að byggja teymi og að lokum að móta gildi fyrirtækisins sjálfs. Þessi gildi, “Gagnkvæmur ávinningur” (e: Mutual Success) og “Gleði” (e: Enjoyment) urðu hornsteinar starfseminnar og við notuðum þau alls staðar í starfinu og sérstaklega þegar við töluðum við viðskiptavini um það að þeirra árangur væri okkar ávinningur. Án þessarar sterku menningar hefðum við aldrei náð þeim árangri sem við náðum og líklega farið á hausinn þegar kreppti að í starfseminni. Eftir að við seldum fyrirtækið til Sabre, stórs amerísks fyrirtækis, árið 2010 varð þessi sterka menning til þess að stjórnendur þar sáu virðið í að reka litla skrifstofu uppi á Íslandi þegar einfaldast hefði verið að loka og færa starfsemina annað innan Sabre. En þessi vinnustaður sem fæstir vita af hefur haldið uppi 30-50 störfum og skapað milljarð á ári í gjaldeyristekjur í 14 ár eftir söluna. Eftir að Halla sleppti af okkur hendinni hef ég fylgst með henni takast á við sífellt stærri verkefni. Alls staðar af sömu ljúfmennsku og gleði, áhuga og krafti. Hún lætur hlutina gerast hvar sem hún kemur. Hún byggði upp eigið fyrirtæki og var í stjórnum annarra, örlát á tíma sinn og hugmyndir, og var til dæmis ein af þeim sem efndi til Þjóðfundarins 2009 þar sem slembiúrtak þjóðarinnar kom saman í Laugardalshöll til að tala saman og greina á hvaða gildum þjóðin vildi byggja og hver framtíðarsýn hennar væri. Hún segir sjálf að enginn geri neitt einn. Ég hef dáðst að því hversu auðvelt hún á með að fá fólk með sér og að leiða saman fólk með mismunandi skoðanir og hagsmuni og fá það til að tala saman og móta sameiginlega sýn. Ekki veitir okkur af í þessum heimi þar sem gjáin milli mismunandi skoðana dýpkar sífellt og enginn talar við önnur en þau sem eru saman sinnis. Síðustu 6 ár hefur Halla sem forstjóri B-Team fengist við mörg stærstu viðfangsefni samtímans eins og jafnrétti á breiðum grunni, heiðarleika í viðskiptum, og ábyrgð í umhverfis- og loftslagsmálum. Nú í mars 2024 valdi Reuters, ein virtasta fréttastofa heims, Höllu sem eina af 20 áhrifamestu konum heims í loftslags- og umhverfismálum. Það er ekki annað hægt en hrífast af Höllu og einlægum áhuga hennar á að vinna þjóð sinni gagn og gera heiminn betri. Og ekki síður af orkunni sem hún hefur og því sem hún kemur í verk. Halla er heillandi leiðtogi sem við Íslendingar getum verið stolt af. Ég get sjálfur ekki hugsað mér betri forseta fyrir Ísland. Við Íslendingar kjósum hvorki flokk né stefnu þegar við kjósum forseta, við kjósum einstakling sem við treystum og getum verið stolt af. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur Höllu og helst að mæta á fund hjá henni og mynda ykkur sjálf skoðun á hæfni hennar sem forseta. Og fyrir alla muni mætið á kjörstað og nýtið kosningaréttinn. Höfundur er frumkvöðull og vinnur hjá KLAK við að hjálpa sprotafyrirtækjum að skjóta rótum, vaxa og verða stór.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar