Opið bréf til forsetaframbjóðenda Elín Erna Steinarsdóttir skrifar 25. maí 2024 08:01 Ég stend frammi fyrir erfiðu vali í komandi forsetakosningum þar sem um marga frambærilega frambjóðendur er að ræða og næsti forseti gæti orðið lykillinn að því að bjarga sameiginlegum eignum og auðlindum þjóðarinnar frá því að verða auðhringjum að bráð. Þess vegna vil ég spyrja ykkur eftirfarandi spurninga til að hjálpa mér og örugglega fleirum að velja. 1. Ætlar þú sem forseti fyrst og fremst að tala til þjóðarinnar á fallegu íslensku máli eða ætlarðu að hlusta á og virða alla óháð, stétt, stöðu, efnahag, kynferði, trúar, uppruna og öðru sem fólki kann að detta í hug að flokka okkur eftir? 2. Munt þú sem forseti taka þátt í pólitísku þrefi við þjóðina um stór, mikilvæg og umdeild lagafrumvörp eða hlusta á ákall þjóðar um beint lýðræði ? 3. Ætlar þú að vera hlutlaus og auðmjúkur gagnvart valdi þjóðarinnar eða hyggst þú taka afstöðu með stjórnvöldum og vera sjálfvirk undirskriftavél stjórnvalda? 4. Munt þú yfir höfuð lesa lög yfir og ígrunda áður en þú skrifar undir þau í nafni þjóðarinnar? 5. Berð þú virðingu fyrir því valdi (umboði) sem þjóðin veitir þér að skrifa undir lög fyrir hana? 6. Ætlar þú sem forseti að skrifa undir lög um eignasölu og framsal auðlinda eða leyfa eigendum að kjósa um það? 7. Munt þú sem forseti spyrja stjórnarskrárgjafann (þjóðina) álits (þjóðaratkvæðagreiðsla) eða munt þú skrifar undir lög sem fela í sér brot á stjórnarskrá? 8. Á vakt næsta forseta Íslands gæti þjóðin misst forræðið yfir fjörðum landsins, tapað fleiri dýrmætum eigum s.s. Landsvirkjun og Landsbankanum sem skila okkur tug milljörðum á hverju ári, auk fleiri dýrmætra eigna. Munt þú sem forseti taka þátt í þeirri eignaupptöku almenningseigna? 9. Munt þú sem forseti fara eftir stjórnarskrá eða hefðum ef þetta tvennt stangast á? 10. Munt þú sem forseti samþykkja skipan ráðherra sem eru þingmenn og sameina þar með löggjafarvald og framkvæmdavald sem á samkvæmt stjórnarskrá að vera tvö aðskilin valdsvið? 11. Munt þú tala fyrir því að dómarar séu ekki skipaðir af framkvæmdavaldinu (ráðherra) og vera þannig undir hæl þess? 12. Hefur þú þegið styrki eða aðstoð í kosningabaráttunni frá fjársterkum aðilum sem kunna að ágirnast sameiginlegar eigur okkar og auðlindir? Svör óskast á opinberum vettvangi. Höfundur er fyrrverandi leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég stend frammi fyrir erfiðu vali í komandi forsetakosningum þar sem um marga frambærilega frambjóðendur er að ræða og næsti forseti gæti orðið lykillinn að því að bjarga sameiginlegum eignum og auðlindum þjóðarinnar frá því að verða auðhringjum að bráð. Þess vegna vil ég spyrja ykkur eftirfarandi spurninga til að hjálpa mér og örugglega fleirum að velja. 1. Ætlar þú sem forseti fyrst og fremst að tala til þjóðarinnar á fallegu íslensku máli eða ætlarðu að hlusta á og virða alla óháð, stétt, stöðu, efnahag, kynferði, trúar, uppruna og öðru sem fólki kann að detta í hug að flokka okkur eftir? 2. Munt þú sem forseti taka þátt í pólitísku þrefi við þjóðina um stór, mikilvæg og umdeild lagafrumvörp eða hlusta á ákall þjóðar um beint lýðræði ? 3. Ætlar þú að vera hlutlaus og auðmjúkur gagnvart valdi þjóðarinnar eða hyggst þú taka afstöðu með stjórnvöldum og vera sjálfvirk undirskriftavél stjórnvalda? 4. Munt þú yfir höfuð lesa lög yfir og ígrunda áður en þú skrifar undir þau í nafni þjóðarinnar? 5. Berð þú virðingu fyrir því valdi (umboði) sem þjóðin veitir þér að skrifa undir lög fyrir hana? 6. Ætlar þú sem forseti að skrifa undir lög um eignasölu og framsal auðlinda eða leyfa eigendum að kjósa um það? 7. Munt þú sem forseti spyrja stjórnarskrárgjafann (þjóðina) álits (þjóðaratkvæðagreiðsla) eða munt þú skrifar undir lög sem fela í sér brot á stjórnarskrá? 8. Á vakt næsta forseta Íslands gæti þjóðin misst forræðið yfir fjörðum landsins, tapað fleiri dýrmætum eigum s.s. Landsvirkjun og Landsbankanum sem skila okkur tug milljörðum á hverju ári, auk fleiri dýrmætra eigna. Munt þú sem forseti taka þátt í þeirri eignaupptöku almenningseigna? 9. Munt þú sem forseti fara eftir stjórnarskrá eða hefðum ef þetta tvennt stangast á? 10. Munt þú sem forseti samþykkja skipan ráðherra sem eru þingmenn og sameina þar með löggjafarvald og framkvæmdavald sem á samkvæmt stjórnarskrá að vera tvö aðskilin valdsvið? 11. Munt þú tala fyrir því að dómarar séu ekki skipaðir af framkvæmdavaldinu (ráðherra) og vera þannig undir hæl þess? 12. Hefur þú þegið styrki eða aðstoð í kosningabaráttunni frá fjársterkum aðilum sem kunna að ágirnast sameiginlegar eigur okkar og auðlindir? Svör óskast á opinberum vettvangi. Höfundur er fyrrverandi leikskólastjóri.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun