Opið bréf til forsetaframbjóðenda Elín Erna Steinarsdóttir skrifar 25. maí 2024 08:01 Ég stend frammi fyrir erfiðu vali í komandi forsetakosningum þar sem um marga frambærilega frambjóðendur er að ræða og næsti forseti gæti orðið lykillinn að því að bjarga sameiginlegum eignum og auðlindum þjóðarinnar frá því að verða auðhringjum að bráð. Þess vegna vil ég spyrja ykkur eftirfarandi spurninga til að hjálpa mér og örugglega fleirum að velja. 1. Ætlar þú sem forseti fyrst og fremst að tala til þjóðarinnar á fallegu íslensku máli eða ætlarðu að hlusta á og virða alla óháð, stétt, stöðu, efnahag, kynferði, trúar, uppruna og öðru sem fólki kann að detta í hug að flokka okkur eftir? 2. Munt þú sem forseti taka þátt í pólitísku þrefi við þjóðina um stór, mikilvæg og umdeild lagafrumvörp eða hlusta á ákall þjóðar um beint lýðræði ? 3. Ætlar þú að vera hlutlaus og auðmjúkur gagnvart valdi þjóðarinnar eða hyggst þú taka afstöðu með stjórnvöldum og vera sjálfvirk undirskriftavél stjórnvalda? 4. Munt þú yfir höfuð lesa lög yfir og ígrunda áður en þú skrifar undir þau í nafni þjóðarinnar? 5. Berð þú virðingu fyrir því valdi (umboði) sem þjóðin veitir þér að skrifa undir lög fyrir hana? 6. Ætlar þú sem forseti að skrifa undir lög um eignasölu og framsal auðlinda eða leyfa eigendum að kjósa um það? 7. Munt þú sem forseti spyrja stjórnarskrárgjafann (þjóðina) álits (þjóðaratkvæðagreiðsla) eða munt þú skrifar undir lög sem fela í sér brot á stjórnarskrá? 8. Á vakt næsta forseta Íslands gæti þjóðin misst forræðið yfir fjörðum landsins, tapað fleiri dýrmætum eigum s.s. Landsvirkjun og Landsbankanum sem skila okkur tug milljörðum á hverju ári, auk fleiri dýrmætra eigna. Munt þú sem forseti taka þátt í þeirri eignaupptöku almenningseigna? 9. Munt þú sem forseti fara eftir stjórnarskrá eða hefðum ef þetta tvennt stangast á? 10. Munt þú sem forseti samþykkja skipan ráðherra sem eru þingmenn og sameina þar með löggjafarvald og framkvæmdavald sem á samkvæmt stjórnarskrá að vera tvö aðskilin valdsvið? 11. Munt þú tala fyrir því að dómarar séu ekki skipaðir af framkvæmdavaldinu (ráðherra) og vera þannig undir hæl þess? 12. Hefur þú þegið styrki eða aðstoð í kosningabaráttunni frá fjársterkum aðilum sem kunna að ágirnast sameiginlegar eigur okkar og auðlindir? Svör óskast á opinberum vettvangi. Höfundur er fyrrverandi leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég stend frammi fyrir erfiðu vali í komandi forsetakosningum þar sem um marga frambærilega frambjóðendur er að ræða og næsti forseti gæti orðið lykillinn að því að bjarga sameiginlegum eignum og auðlindum þjóðarinnar frá því að verða auðhringjum að bráð. Þess vegna vil ég spyrja ykkur eftirfarandi spurninga til að hjálpa mér og örugglega fleirum að velja. 1. Ætlar þú sem forseti fyrst og fremst að tala til þjóðarinnar á fallegu íslensku máli eða ætlarðu að hlusta á og virða alla óháð, stétt, stöðu, efnahag, kynferði, trúar, uppruna og öðru sem fólki kann að detta í hug að flokka okkur eftir? 2. Munt þú sem forseti taka þátt í pólitísku þrefi við þjóðina um stór, mikilvæg og umdeild lagafrumvörp eða hlusta á ákall þjóðar um beint lýðræði ? 3. Ætlar þú að vera hlutlaus og auðmjúkur gagnvart valdi þjóðarinnar eða hyggst þú taka afstöðu með stjórnvöldum og vera sjálfvirk undirskriftavél stjórnvalda? 4. Munt þú yfir höfuð lesa lög yfir og ígrunda áður en þú skrifar undir þau í nafni þjóðarinnar? 5. Berð þú virðingu fyrir því valdi (umboði) sem þjóðin veitir þér að skrifa undir lög fyrir hana? 6. Ætlar þú sem forseti að skrifa undir lög um eignasölu og framsal auðlinda eða leyfa eigendum að kjósa um það? 7. Munt þú sem forseti spyrja stjórnarskrárgjafann (þjóðina) álits (þjóðaratkvæðagreiðsla) eða munt þú skrifar undir lög sem fela í sér brot á stjórnarskrá? 8. Á vakt næsta forseta Íslands gæti þjóðin misst forræðið yfir fjörðum landsins, tapað fleiri dýrmætum eigum s.s. Landsvirkjun og Landsbankanum sem skila okkur tug milljörðum á hverju ári, auk fleiri dýrmætra eigna. Munt þú sem forseti taka þátt í þeirri eignaupptöku almenningseigna? 9. Munt þú sem forseti fara eftir stjórnarskrá eða hefðum ef þetta tvennt stangast á? 10. Munt þú sem forseti samþykkja skipan ráðherra sem eru þingmenn og sameina þar með löggjafarvald og framkvæmdavald sem á samkvæmt stjórnarskrá að vera tvö aðskilin valdsvið? 11. Munt þú tala fyrir því að dómarar séu ekki skipaðir af framkvæmdavaldinu (ráðherra) og vera þannig undir hæl þess? 12. Hefur þú þegið styrki eða aðstoð í kosningabaráttunni frá fjársterkum aðilum sem kunna að ágirnast sameiginlegar eigur okkar og auðlindir? Svör óskast á opinberum vettvangi. Höfundur er fyrrverandi leikskólastjóri.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun