Sameiningaraflið Katrín Jakobsdóttir Kári Bjarnason skrifar 25. maí 2024 13:00 Hinn 1. júní nk. kjósum við sjöunda forseta lýðveldisins. Eins og áður í forsetakosningum standa kjósendur frammi fyrir mörgum góðum – en vissulega þó misgóðum – kostum. Einn er sá kostur sem ég tel augljóslega bera af – fyrrverandi forsætisráðherra sem leiddi þjóð sína út úr ótraustu stjórnmálaástandi undangenginna ára með kosningar á færibandi; gegnum heimsfaraldur þar sem við þurftum svo nauðsynlega á að halda styrkri og staðfastri stjórn og til framtíðar sem, hvað varðar réttindi og tækifæri þegnanna, þykir öfundsverð meðal allra þjóða. Katrín var farsæll forsætisráðherra. Katrín getur orðið farsæll forseti. Henni er vel treystandi til að yfirgefa hlutverk stjórnmálamannsins og taka upp hlutverk sem hentar henni alls ekki síður. Sem afl til góðra verka, innblástur til bjartsýni og staðfastur leiðtogi fólksins í landinu á ögurstundu mun Katrín Jakobsdóttir verða sú sameining sem togar þjóðina áfram og upp. Katrín hefur sýnt það í störfum sínum að hún er réttsýn en stefnuföst, leiksvið hennar hefur verið hið alþjóðlega svið og þar þekkir hún persónulega leikendur dagsins. Hitt er þó mikilvægara að hún gerþekkir leikreglurnar og veit hvernig hún fær sem forseti þjóðar að koma sjónarmiðum og sérstöðu okkar á framfæri þegar á þarf að halda. Katrínu má einnig treysta til að þekkja mörk embættisins. Hún mun ekki láta eigin metnað eða viðhorf til mála tæla sig til að beita embætti forseta Íslands í eigin þágu – það hefur hún ljóslega sýnt í fyrri störfum sínum. Persónulega þykir mér mikilvægast að eignast forseta sem er óbilandi talsmaður íslenskrar tungu og íslenskrar menningar og þá sérstaklega íslenskrar bókmenningar. Þar er Katrín sem fædd í embætti forseta Íslands. Um leið og ég óska þess að þjóðin beri gæfu til að velja öflugasta frambjóðandann úr sterkum hópi hvet ég alla til að nýta kosningarétt sinn. Höfundur er forstöðumaður Safnahúss og Bókasafns Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 1. júní nk. kjósum við sjöunda forseta lýðveldisins. Eins og áður í forsetakosningum standa kjósendur frammi fyrir mörgum góðum – en vissulega þó misgóðum – kostum. Einn er sá kostur sem ég tel augljóslega bera af – fyrrverandi forsætisráðherra sem leiddi þjóð sína út úr ótraustu stjórnmálaástandi undangenginna ára með kosningar á færibandi; gegnum heimsfaraldur þar sem við þurftum svo nauðsynlega á að halda styrkri og staðfastri stjórn og til framtíðar sem, hvað varðar réttindi og tækifæri þegnanna, þykir öfundsverð meðal allra þjóða. Katrín var farsæll forsætisráðherra. Katrín getur orðið farsæll forseti. Henni er vel treystandi til að yfirgefa hlutverk stjórnmálamannsins og taka upp hlutverk sem hentar henni alls ekki síður. Sem afl til góðra verka, innblástur til bjartsýni og staðfastur leiðtogi fólksins í landinu á ögurstundu mun Katrín Jakobsdóttir verða sú sameining sem togar þjóðina áfram og upp. Katrín hefur sýnt það í störfum sínum að hún er réttsýn en stefnuföst, leiksvið hennar hefur verið hið alþjóðlega svið og þar þekkir hún persónulega leikendur dagsins. Hitt er þó mikilvægara að hún gerþekkir leikreglurnar og veit hvernig hún fær sem forseti þjóðar að koma sjónarmiðum og sérstöðu okkar á framfæri þegar á þarf að halda. Katrínu má einnig treysta til að þekkja mörk embættisins. Hún mun ekki láta eigin metnað eða viðhorf til mála tæla sig til að beita embætti forseta Íslands í eigin þágu – það hefur hún ljóslega sýnt í fyrri störfum sínum. Persónulega þykir mér mikilvægast að eignast forseta sem er óbilandi talsmaður íslenskrar tungu og íslenskrar menningar og þá sérstaklega íslenskrar bókmenningar. Þar er Katrín sem fædd í embætti forseta Íslands. Um leið og ég óska þess að þjóðin beri gæfu til að velja öflugasta frambjóðandann úr sterkum hópi hvet ég alla til að nýta kosningarétt sinn. Höfundur er forstöðumaður Safnahúss og Bókasafns Vestmannaeyja.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun