„Slökkvum bara á okkur“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 25. maí 2024 18:45 Það gengur illa hjá lærisveinum Greggs Ryder að tengja saman tvo sigra. Vísir/Anton Brink KR gerði 2-2 jafntefli við Vestra í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Heimamenn í KR voru komnir í 2-0 stöðu í fyrri hálfleik en gestirnir skoruðu tvö mörk á stuttum kafla í seinni hálfleik og niðurstaðan 2-2 jafntefli. KR gerði 2-2 jafntefli við Vestra í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Heimamenn í KR voru komnir í 2-0 stöðu í fyrri hálfleik en gestirnir skoruðu tvö mörk á stuttum kafla í seinni hálfleik og niðurstaðan 2-2 jafntefli. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði og tilfinningin er eins og eftir tap. Mér fannst við fínir í fyrri hálfleik. Við sýndum ákveðin gæði í okkar leik sóknarlega. Mér fannst við ekki frábærir. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að vera betri í seinni hálfleik. Síðan missum við einbeitingu í seinni hálfleik og gefum þeim léleg mörk.“ sagði Gregg Oliver Ryder þjálfari KR eftir tapið. Eins og áður segir voru KR komnir í kjörstöðu í hálfleik en fá á sig ódýr tvö mörk. Hvað gerist hjá KR? „Við slökkvum bara á okkur, það er ein leið til að útskýra þetta. Við fáum auðvitað seinna markið úr föstu leikatriði og við bara missum einbeitinguna. Það er eitthvað sem við megum ekki gera og verðum að halda einbeitingunni í 90 mínútur. Við gerðum það gegn FH í síðustu viku en ekki í dag og það er líka skortur á stöðugleika.“ sagði Gregg ósáttur. Á 70 mínútu tók Gregg þá Theodór Elmar og Aron Sigurðarson út af sem höfðu borið sóknarleik KR uppi. Hvað olli þessari skiptingu? „Þeir eru búnir að vera frá lengi og eru að komast í form. Gátu ekki spilað meira í dag og voru búnir að gefa allt sem þeir áttu. Þeir áttu frábæran leik í dag en gátu ekki spilað meira. Vonandi erum við að nálgast það með hverjum leiknum að þeir geti spilað 90 mínútur.“ KR hefur einungis náð í eitt stig á sínum heimavelli á þessu tímabili þetta hlýtur að vera óásættanleg niðurstaða. „Já það eru gríðarleg vonbrigði. Þetta er ekki eins og menn séu hræddir að spila hérna eða eitthvað. Það er eins og það sé einhver andleg stífla sem kemur í veg fyrir að við klárum leiki eins og hér í dag.“ Fyrra mark Vestra var úr víti eftir að Guy Smit braut á Silas leikmanni Vestra. Smit hefur verið mikið á milli tannanna á fólki og gert ófá mistök. Er staða hans í hættu? „Ég verð að segja að áður en að hann brýtur á honum eru 2-3 mistök sem vörnin gerir sem kemur Vestra í þessa stöðu. Þarf að sjá þetta aftur til að meta.“ sagði Ryder að lokum Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
KR gerði 2-2 jafntefli við Vestra í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Heimamenn í KR voru komnir í 2-0 stöðu í fyrri hálfleik en gestirnir skoruðu tvö mörk á stuttum kafla í seinni hálfleik og niðurstaðan 2-2 jafntefli. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði og tilfinningin er eins og eftir tap. Mér fannst við fínir í fyrri hálfleik. Við sýndum ákveðin gæði í okkar leik sóknarlega. Mér fannst við ekki frábærir. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að vera betri í seinni hálfleik. Síðan missum við einbeitingu í seinni hálfleik og gefum þeim léleg mörk.“ sagði Gregg Oliver Ryder þjálfari KR eftir tapið. Eins og áður segir voru KR komnir í kjörstöðu í hálfleik en fá á sig ódýr tvö mörk. Hvað gerist hjá KR? „Við slökkvum bara á okkur, það er ein leið til að útskýra þetta. Við fáum auðvitað seinna markið úr föstu leikatriði og við bara missum einbeitinguna. Það er eitthvað sem við megum ekki gera og verðum að halda einbeitingunni í 90 mínútur. Við gerðum það gegn FH í síðustu viku en ekki í dag og það er líka skortur á stöðugleika.“ sagði Gregg ósáttur. Á 70 mínútu tók Gregg þá Theodór Elmar og Aron Sigurðarson út af sem höfðu borið sóknarleik KR uppi. Hvað olli þessari skiptingu? „Þeir eru búnir að vera frá lengi og eru að komast í form. Gátu ekki spilað meira í dag og voru búnir að gefa allt sem þeir áttu. Þeir áttu frábæran leik í dag en gátu ekki spilað meira. Vonandi erum við að nálgast það með hverjum leiknum að þeir geti spilað 90 mínútur.“ KR hefur einungis náð í eitt stig á sínum heimavelli á þessu tímabili þetta hlýtur að vera óásættanleg niðurstaða. „Já það eru gríðarleg vonbrigði. Þetta er ekki eins og menn séu hræddir að spila hérna eða eitthvað. Það er eins og það sé einhver andleg stífla sem kemur í veg fyrir að við klárum leiki eins og hér í dag.“ Fyrra mark Vestra var úr víti eftir að Guy Smit braut á Silas leikmanni Vestra. Smit hefur verið mikið á milli tannanna á fólki og gert ófá mistök. Er staða hans í hættu? „Ég verð að segja að áður en að hann brýtur á honum eru 2-3 mistök sem vörnin gerir sem kemur Vestra í þessa stöðu. Þarf að sjá þetta aftur til að meta.“ sagði Ryder að lokum
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira