„Slökkvum bara á okkur“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 25. maí 2024 18:45 Það gengur illa hjá lærisveinum Greggs Ryder að tengja saman tvo sigra. Vísir/Anton Brink KR gerði 2-2 jafntefli við Vestra í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Heimamenn í KR voru komnir í 2-0 stöðu í fyrri hálfleik en gestirnir skoruðu tvö mörk á stuttum kafla í seinni hálfleik og niðurstaðan 2-2 jafntefli. KR gerði 2-2 jafntefli við Vestra í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Heimamenn í KR voru komnir í 2-0 stöðu í fyrri hálfleik en gestirnir skoruðu tvö mörk á stuttum kafla í seinni hálfleik og niðurstaðan 2-2 jafntefli. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði og tilfinningin er eins og eftir tap. Mér fannst við fínir í fyrri hálfleik. Við sýndum ákveðin gæði í okkar leik sóknarlega. Mér fannst við ekki frábærir. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að vera betri í seinni hálfleik. Síðan missum við einbeitingu í seinni hálfleik og gefum þeim léleg mörk.“ sagði Gregg Oliver Ryder þjálfari KR eftir tapið. Eins og áður segir voru KR komnir í kjörstöðu í hálfleik en fá á sig ódýr tvö mörk. Hvað gerist hjá KR? „Við slökkvum bara á okkur, það er ein leið til að útskýra þetta. Við fáum auðvitað seinna markið úr föstu leikatriði og við bara missum einbeitinguna. Það er eitthvað sem við megum ekki gera og verðum að halda einbeitingunni í 90 mínútur. Við gerðum það gegn FH í síðustu viku en ekki í dag og það er líka skortur á stöðugleika.“ sagði Gregg ósáttur. Á 70 mínútu tók Gregg þá Theodór Elmar og Aron Sigurðarson út af sem höfðu borið sóknarleik KR uppi. Hvað olli þessari skiptingu? „Þeir eru búnir að vera frá lengi og eru að komast í form. Gátu ekki spilað meira í dag og voru búnir að gefa allt sem þeir áttu. Þeir áttu frábæran leik í dag en gátu ekki spilað meira. Vonandi erum við að nálgast það með hverjum leiknum að þeir geti spilað 90 mínútur.“ KR hefur einungis náð í eitt stig á sínum heimavelli á þessu tímabili þetta hlýtur að vera óásættanleg niðurstaða. „Já það eru gríðarleg vonbrigði. Þetta er ekki eins og menn séu hræddir að spila hérna eða eitthvað. Það er eins og það sé einhver andleg stífla sem kemur í veg fyrir að við klárum leiki eins og hér í dag.“ Fyrra mark Vestra var úr víti eftir að Guy Smit braut á Silas leikmanni Vestra. Smit hefur verið mikið á milli tannanna á fólki og gert ófá mistök. Er staða hans í hættu? „Ég verð að segja að áður en að hann brýtur á honum eru 2-3 mistök sem vörnin gerir sem kemur Vestra í þessa stöðu. Þarf að sjá þetta aftur til að meta.“ sagði Ryder að lokum Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
KR gerði 2-2 jafntefli við Vestra í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Heimamenn í KR voru komnir í 2-0 stöðu í fyrri hálfleik en gestirnir skoruðu tvö mörk á stuttum kafla í seinni hálfleik og niðurstaðan 2-2 jafntefli. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði og tilfinningin er eins og eftir tap. Mér fannst við fínir í fyrri hálfleik. Við sýndum ákveðin gæði í okkar leik sóknarlega. Mér fannst við ekki frábærir. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að vera betri í seinni hálfleik. Síðan missum við einbeitingu í seinni hálfleik og gefum þeim léleg mörk.“ sagði Gregg Oliver Ryder þjálfari KR eftir tapið. Eins og áður segir voru KR komnir í kjörstöðu í hálfleik en fá á sig ódýr tvö mörk. Hvað gerist hjá KR? „Við slökkvum bara á okkur, það er ein leið til að útskýra þetta. Við fáum auðvitað seinna markið úr föstu leikatriði og við bara missum einbeitinguna. Það er eitthvað sem við megum ekki gera og verðum að halda einbeitingunni í 90 mínútur. Við gerðum það gegn FH í síðustu viku en ekki í dag og það er líka skortur á stöðugleika.“ sagði Gregg ósáttur. Á 70 mínútu tók Gregg þá Theodór Elmar og Aron Sigurðarson út af sem höfðu borið sóknarleik KR uppi. Hvað olli þessari skiptingu? „Þeir eru búnir að vera frá lengi og eru að komast í form. Gátu ekki spilað meira í dag og voru búnir að gefa allt sem þeir áttu. Þeir áttu frábæran leik í dag en gátu ekki spilað meira. Vonandi erum við að nálgast það með hverjum leiknum að þeir geti spilað 90 mínútur.“ KR hefur einungis náð í eitt stig á sínum heimavelli á þessu tímabili þetta hlýtur að vera óásættanleg niðurstaða. „Já það eru gríðarleg vonbrigði. Þetta er ekki eins og menn séu hræddir að spila hérna eða eitthvað. Það er eins og það sé einhver andleg stífla sem kemur í veg fyrir að við klárum leiki eins og hér í dag.“ Fyrra mark Vestra var úr víti eftir að Guy Smit braut á Silas leikmanni Vestra. Smit hefur verið mikið á milli tannanna á fólki og gert ófá mistök. Er staða hans í hættu? „Ég verð að segja að áður en að hann brýtur á honum eru 2-3 mistök sem vörnin gerir sem kemur Vestra í þessa stöðu. Þarf að sjá þetta aftur til að meta.“ sagði Ryder að lokum
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira