Jákvæðni á Bessastöðum Þorsteinn Magnússon skrifar 26. maí 2024 09:01 Ég bý í góðu og friðsömu landi þar sem lífskjör eru með því besta sem þekkist. Þannig vil ég hafa það áfram og ég hef enga trú á öðru en við Íslendingar stöndum vörð um þá stöðu. En hvers vegna berum við ekki alltaf höfuðið hátt, stolt og glöð yfir árangrinum og einbeitt að halda áfram á sömu braut? Stundum verða deilur og upphrópanir í daglegri umræðu yfirþyrmandi. Hver og einn reynir að hrópa hærra en næsti maður og sá sem er ósammála þinni skoðun fær rækilega yfirhalningu fyrir fíflaskapinn. Orðin sem falla um þingmenn og ríkisstjórn eru oft sérstaklega óvægin, þeim gerðar upp vafasamar fyrirætlanir og alls konar skemmdarfýsn og flest sem úrskeiðis fer talið þeim að kenna. Og það sem fólk getur fundið margt sem fer úrskeiðis! Öll verk eru léttari þegar jákvæðni og bjartsýni ráða för. Þess vegna ætla ég að kjósa Baldur Þórhallsson í embætti forseta. Hann sér glöggt allt það góða sem hefur áunnist, um leið og hann kemur auga á hvernig enn má bæta samfélag okkar. Hann þekkir af eigin raun hvernig hægt er að bæta úr mannréttindum með rökfestu og réttsýni. Hann þekkir af reynslu hvernig bæta þarf hag fatlaðs fólks, sama hvar það býr á landinu. Hann hefur séð hvernig geðræn vandamál geta bugað unga fólkið okkar og vill einlæglega bæta þar úr. Eftir áratuga reynslu sem háskólakennari og sem faðir, bróðir, frændi og afi þá veit Baldur Þórhallsson hvað brennur á ungu fólki. Honum fallast ekki hendur og hann leitar ekki sökudólga. Hann sér hins vegar þann góða grunn sem samfélag okkar skapar og veit að með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi er hægt að gera enn betur. Ég vil forseta sem talar þjóð sína upp, tekur eftir öllu því sem vel er gert og hikar ekki við að beita sér til að gera samfélag okkar enn betra. Þess vegna kýs ég Baldur Þórhallsson. Höfundur er háskólanemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég bý í góðu og friðsömu landi þar sem lífskjör eru með því besta sem þekkist. Þannig vil ég hafa það áfram og ég hef enga trú á öðru en við Íslendingar stöndum vörð um þá stöðu. En hvers vegna berum við ekki alltaf höfuðið hátt, stolt og glöð yfir árangrinum og einbeitt að halda áfram á sömu braut? Stundum verða deilur og upphrópanir í daglegri umræðu yfirþyrmandi. Hver og einn reynir að hrópa hærra en næsti maður og sá sem er ósammála þinni skoðun fær rækilega yfirhalningu fyrir fíflaskapinn. Orðin sem falla um þingmenn og ríkisstjórn eru oft sérstaklega óvægin, þeim gerðar upp vafasamar fyrirætlanir og alls konar skemmdarfýsn og flest sem úrskeiðis fer talið þeim að kenna. Og það sem fólk getur fundið margt sem fer úrskeiðis! Öll verk eru léttari þegar jákvæðni og bjartsýni ráða för. Þess vegna ætla ég að kjósa Baldur Þórhallsson í embætti forseta. Hann sér glöggt allt það góða sem hefur áunnist, um leið og hann kemur auga á hvernig enn má bæta samfélag okkar. Hann þekkir af eigin raun hvernig hægt er að bæta úr mannréttindum með rökfestu og réttsýni. Hann þekkir af reynslu hvernig bæta þarf hag fatlaðs fólks, sama hvar það býr á landinu. Hann hefur séð hvernig geðræn vandamál geta bugað unga fólkið okkar og vill einlæglega bæta þar úr. Eftir áratuga reynslu sem háskólakennari og sem faðir, bróðir, frændi og afi þá veit Baldur Þórhallsson hvað brennur á ungu fólki. Honum fallast ekki hendur og hann leitar ekki sökudólga. Hann sér hins vegar þann góða grunn sem samfélag okkar skapar og veit að með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi er hægt að gera enn betur. Ég vil forseta sem talar þjóð sína upp, tekur eftir öllu því sem vel er gert og hikar ekki við að beita sér til að gera samfélag okkar enn betra. Þess vegna kýs ég Baldur Þórhallsson. Höfundur er háskólanemi
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar