Katrín Tanja á skurðarborðið: Ég er svo stressuð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 09:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir hætti óvænt keppni á miðju CrossFit tímabili og nú er ljóst að það þarf að laga bakvandræði hennar með skurðaðgerð. @katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir varð að hætta keppni á miðju CrossFit tímabili vegna meiðsla og nú er ljóst að hvíldin er ekki nóg. Katrín Tanja sagði frá því á miðlum sínum að hún sé nú á leiðinni í aðgerð til að laga bakvandræði sín. „Ég veit ekki einu sinni hvar ég á byrja af því að ég hef verið að glíma við þetta svo lengi,“ skrifaði Katrín Tanja á samfélagsmiðla sína. „Í stuttu máli þá finnst ekki lengur hjá mér hryggbófinn á milli hryggjarliða L5/S1 auk þess að ég er með liðagigt. Það útskýrir það af hverju mér leið eins og ég gæti ekki hreyft á mér bakið,“ skrifaði Katrín. Hún lýsir því líka hvernig bakverkurinn sé að hamla henni mikið við æfingar og keppni og að þetta sé einnig að leiða niður í rassvöðva og lærvöðva. „Ég hef verið að vinna með lækni hér í bænum auk þess að fá annað álit hjá læknum sem ég treysti. Niðurstaðan af öllu þessu er að þótt að ég hætti að æfa þá gæti bakverkurinn vissulega farið en það er allt eins líklegt að ég lendi á sama stað og ég er í dag,“ skrifaði Katrín. „Það að hreyfa mig og æfa er svo stór partur af mér og hvernig mér líður best. Ég trúi því að þetta muni skila mér góðri heilsu út lífið,“ skrifaði Katrín. „Ég ætla því að fara í aðgerð í næstu viku og mun segja frekar frá henni síðar. Ég hef ákveðið að þetta sé það besta fyrir mig og gefur mér um leið bestu möguleikana í framtíðinni,“ skrifaði Katrín. „Ég hef aldrei farið í svona stóra aðgerð. Ég er svo stressuð. Ég er um leið vongóð um þau betri lífsgæði sem slík aðgerð getur fært mér. Ég ætla því að láta von mína vinna bug á hræðslunni,“ skrifaði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Katrín Tanja sagði frá því á miðlum sínum að hún sé nú á leiðinni í aðgerð til að laga bakvandræði sín. „Ég veit ekki einu sinni hvar ég á byrja af því að ég hef verið að glíma við þetta svo lengi,“ skrifaði Katrín Tanja á samfélagsmiðla sína. „Í stuttu máli þá finnst ekki lengur hjá mér hryggbófinn á milli hryggjarliða L5/S1 auk þess að ég er með liðagigt. Það útskýrir það af hverju mér leið eins og ég gæti ekki hreyft á mér bakið,“ skrifaði Katrín. Hún lýsir því líka hvernig bakverkurinn sé að hamla henni mikið við æfingar og keppni og að þetta sé einnig að leiða niður í rassvöðva og lærvöðva. „Ég hef verið að vinna með lækni hér í bænum auk þess að fá annað álit hjá læknum sem ég treysti. Niðurstaðan af öllu þessu er að þótt að ég hætti að æfa þá gæti bakverkurinn vissulega farið en það er allt eins líklegt að ég lendi á sama stað og ég er í dag,“ skrifaði Katrín. „Það að hreyfa mig og æfa er svo stór partur af mér og hvernig mér líður best. Ég trúi því að þetta muni skila mér góðri heilsu út lífið,“ skrifaði Katrín. „Ég ætla því að fara í aðgerð í næstu viku og mun segja frekar frá henni síðar. Ég hef ákveðið að þetta sé það besta fyrir mig og gefur mér um leið bestu möguleikana í framtíðinni,“ skrifaði Katrín. „Ég hef aldrei farið í svona stóra aðgerð. Ég er svo stressuð. Ég er um leið vongóð um þau betri lífsgæði sem slík aðgerð getur fært mér. Ég ætla því að láta von mína vinna bug á hræðslunni,“ skrifaði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira