Ætlar auðvaldinu loks að takast að ráða í forsetaembættið? Reynir Böðvarsson skrifar 27. maí 2024 15:45 Nú eru blikur á lofti. Samkvæmt skoðanakönnunum undanfarið þá verður það þó æ ljósara hvernig veður eru að skipast í lofti. Fjórir framjóðendur skera sig úr og hafa öll að einni undanskilinni á einhverjum tímapunkti skorað hæst í skoðanakönnunum frá því að baráttan hófst. Undantekningin er Halla Tómasdóttir, hún hefur ekki og á það líklega ekki eftir í þessari kosningabaráttu að skora hæst. Katrín Jakobsdóttir hefur undanfarið sótt í sig veðrið og er nú marktækt yfir hinum frambjóðendunum og á meðan dreifingin er svona mikil er erfitt að sjá að þar verði breyting á. Það er alveg ljóst að allir þessir fjórir frambjóðendur eru vel hæf til þess að sinna þessu embætti, hvert með sínu sniði og hvert og eitt með sínar áherslur og sem mun móta embættið þau kjörtímabil sem þau kysu að þjóna. Hvert og eitt hafa þau öll held ég það til að bera að vera landi og þjóð þokkalega til sóma. En þau eru ólík, náttúrulega hvert og eitt með sína persónulegu eiginleika, en það sem líka skiptir máli þá eru þau með mjög ólíkan bakgrunn, Katrín úr stjórnmálunum, Halla Tómasdóttir úr fjárfestingum og viðskiptalífi, og svo Halla Hrund og Baldur, bæði úr háskólaumhverfinu og embættismannakerfinu. Baldur sem prófessor við Háskóla Íslands og Halla Hrund sem Orkumálastjóri og kennari við Harvard háskólann þekkta í BNA. Ef engar afgerandi breytingar verða á framvindu kosningabaráttunna frá því sem verið hefur þá er það nokkuð augljóst á að Katrín Jakobsdóttir mun bera sigur úr býtum. Sveiflur yrðu væntanlega á sætaröðinni á öðru til fjórða sæti en ekkert annað markvert. Spurningin er sú hvort þessi staða væri svona í raun ef allir frambjóðendur væru þarna engöngu á eigin forsendum, ekkert annað væri þar á bak við, bara persónurnar og þeirra hæfileikar, ekki einusinni þjálfunin í sölumennsku stjórnmálanna eða viðskiptalífsins. Hvað þá? Væru Halla Hrund og Baldur þá að kljást um fyrsta sætið og sölumennirnir og þeirra stóru og sterku bakhjarlar, flokkarnir og viðskiptaráð, bara í lægstu lægðum? Ekki veit ég. En hitt veit ég að það eru sterk öfl á bak við framboð Katrínar Jakobsdóttur og Höllu Tómasdóttur og þessi öfl hafa hag af því að dreifing atkvæða verði mikil þannig að ekki fari svo að nokkur annar vinni. Ég er ekki með þessu að segja að allir þeir sem hafa hugsað sér að kjósa Katrínu Jakobsdóttur eða Höllu Tómasdóttur tilheyri einhverjum ónefndum öflum og séu að jafnvel að gera eitthvað rangt, langt frá því, báðar þessar konur búa yfir persónuleikum sem auðvelt er að aðhyllast, ég er bara að benda á að það væri valdinu, ekki minnst peningavaldinu, mjög þóknanlegt að þær yrðu kosnar. Önnur beint úr innsta hring framkvæmdavaldsins og hin beint úr innsta hring auðvaldsins, jafnvel alheims auðvaldsins. Ef önnurhvor þessara ágætu frambjóðenda nær kjöri þá er nokkuð ljóst að valdastéttin á Íslandi, sem er náttúrulega nánast það sama og auðvaldið, verður fullkomlega sátt. Svo má velta fyrir sér hvort framboð Höllu Tómasdóttur sé að hluta hugsað sem trygging fyrir því að dreifingin yrði næg til þess að tryggja kosningu Katrínar Jakobsdóttur. Ef við viljum hvorki fulltrúa stjórnmálanna eða fulltrúa auðmanna á Bessastaði þá verðum við að sameinast um kandídat sem hefur möguleika á að sigra Katrínu Jakobsdóttur í þessum kosningum. Það er ekkert annað í boði. Þá kemur náttúrulega upp spurningin hvort Baldur eða Halla Hrund gætu safnað á sig því fylgi sem þyrfti. Ég hef ekki trú á að Baldri takist að safna slíku fylgi af ýmsum þeim ástæðum sem ég hef skrifað um í fyrri pistlum, ágætur sem Baldur er. Ég hef hinsvegar ekki farið í grafgötur um að ég styð framboð Höllu Hrundar og ég tel að hennar framboð og mögulegur sigur sé eini möguleikinn á því að koma í veg fyrir að auðvaldinu á Íslandi takist í fyrsta sinn að ná einnig forsetaembættinu á sitt vald. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Reynir Böðvarsson Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Nú eru blikur á lofti. Samkvæmt skoðanakönnunum undanfarið þá verður það þó æ ljósara hvernig veður eru að skipast í lofti. Fjórir framjóðendur skera sig úr og hafa öll að einni undanskilinni á einhverjum tímapunkti skorað hæst í skoðanakönnunum frá því að baráttan hófst. Undantekningin er Halla Tómasdóttir, hún hefur ekki og á það líklega ekki eftir í þessari kosningabaráttu að skora hæst. Katrín Jakobsdóttir hefur undanfarið sótt í sig veðrið og er nú marktækt yfir hinum frambjóðendunum og á meðan dreifingin er svona mikil er erfitt að sjá að þar verði breyting á. Það er alveg ljóst að allir þessir fjórir frambjóðendur eru vel hæf til þess að sinna þessu embætti, hvert með sínu sniði og hvert og eitt með sínar áherslur og sem mun móta embættið þau kjörtímabil sem þau kysu að þjóna. Hvert og eitt hafa þau öll held ég það til að bera að vera landi og þjóð þokkalega til sóma. En þau eru ólík, náttúrulega hvert og eitt með sína persónulegu eiginleika, en það sem líka skiptir máli þá eru þau með mjög ólíkan bakgrunn, Katrín úr stjórnmálunum, Halla Tómasdóttir úr fjárfestingum og viðskiptalífi, og svo Halla Hrund og Baldur, bæði úr háskólaumhverfinu og embættismannakerfinu. Baldur sem prófessor við Háskóla Íslands og Halla Hrund sem Orkumálastjóri og kennari við Harvard háskólann þekkta í BNA. Ef engar afgerandi breytingar verða á framvindu kosningabaráttunna frá því sem verið hefur þá er það nokkuð augljóst á að Katrín Jakobsdóttir mun bera sigur úr býtum. Sveiflur yrðu væntanlega á sætaröðinni á öðru til fjórða sæti en ekkert annað markvert. Spurningin er sú hvort þessi staða væri svona í raun ef allir frambjóðendur væru þarna engöngu á eigin forsendum, ekkert annað væri þar á bak við, bara persónurnar og þeirra hæfileikar, ekki einusinni þjálfunin í sölumennsku stjórnmálanna eða viðskiptalífsins. Hvað þá? Væru Halla Hrund og Baldur þá að kljást um fyrsta sætið og sölumennirnir og þeirra stóru og sterku bakhjarlar, flokkarnir og viðskiptaráð, bara í lægstu lægðum? Ekki veit ég. En hitt veit ég að það eru sterk öfl á bak við framboð Katrínar Jakobsdóttur og Höllu Tómasdóttur og þessi öfl hafa hag af því að dreifing atkvæða verði mikil þannig að ekki fari svo að nokkur annar vinni. Ég er ekki með þessu að segja að allir þeir sem hafa hugsað sér að kjósa Katrínu Jakobsdóttur eða Höllu Tómasdóttur tilheyri einhverjum ónefndum öflum og séu að jafnvel að gera eitthvað rangt, langt frá því, báðar þessar konur búa yfir persónuleikum sem auðvelt er að aðhyllast, ég er bara að benda á að það væri valdinu, ekki minnst peningavaldinu, mjög þóknanlegt að þær yrðu kosnar. Önnur beint úr innsta hring framkvæmdavaldsins og hin beint úr innsta hring auðvaldsins, jafnvel alheims auðvaldsins. Ef önnurhvor þessara ágætu frambjóðenda nær kjöri þá er nokkuð ljóst að valdastéttin á Íslandi, sem er náttúrulega nánast það sama og auðvaldið, verður fullkomlega sátt. Svo má velta fyrir sér hvort framboð Höllu Tómasdóttur sé að hluta hugsað sem trygging fyrir því að dreifingin yrði næg til þess að tryggja kosningu Katrínar Jakobsdóttur. Ef við viljum hvorki fulltrúa stjórnmálanna eða fulltrúa auðmanna á Bessastaði þá verðum við að sameinast um kandídat sem hefur möguleika á að sigra Katrínu Jakobsdóttur í þessum kosningum. Það er ekkert annað í boði. Þá kemur náttúrulega upp spurningin hvort Baldur eða Halla Hrund gætu safnað á sig því fylgi sem þyrfti. Ég hef ekki trú á að Baldri takist að safna slíku fylgi af ýmsum þeim ástæðum sem ég hef skrifað um í fyrri pistlum, ágætur sem Baldur er. Ég hef hinsvegar ekki farið í grafgötur um að ég styð framboð Höllu Hrundar og ég tel að hennar framboð og mögulegur sigur sé eini möguleikinn á því að koma í veg fyrir að auðvaldinu á Íslandi takist í fyrsta sinn að ná einnig forsetaembættinu á sitt vald. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun