Halla Tómasdóttir fyrir okkur unga fólkið Kári Sigfússon skrifar 27. maí 2024 16:00 1.júní mun ég kjósa í fyrsta skipti forseta Íslands. Áhugi minn var lítill í upphafi þar sem ég hafði ekki sett mig inn í hvað hlutverk forseta er í raun en foreldrar mínir skoruðu á mig að kynna mér frambjóðendurna og mæltu sérstaklega með Höllu Tómasdóttur. Ég mætti á opinn fund með henni og öðru ungu fólki þar sem hún talaði við okkur um sýn hennar á hlutverk forseta Íslands. Hún spurði um skoðanir okkar og um leið útskýrði hún fyrir okkur hvað hún hefur í huga.Verði hún kosinn forseti, hefur hún mikinn áhuga á að móta embættið m.a. með hliðsjón af okkar skoðunum um hvernig við horfum á Ísland, hvert við viljum að stefna og hvaða sýn við höfum á embætti forseta Íslands. Halla Tómasdóttir hefur á nokkrum vikum sannfært mig og marga vini mína um að við, unga fólkið, höfum rödd sem hlustað er á og að við höfum hlutverki að gegna í að móta íslenskt samfélag. Ég og nokkrir vinir vorum svo hrifnir að við höfum tekið þátt kosningabaráttu Höllu Tómasdóttur, sem hefur bæði verið gefandi og skemmtilegt. Á meðan skoðanakannanir voru óhagstæðar var Halla Tómasdóttir alltaf mjög yfirveguð og hughreystandi, nefndi við okkur að allir í baklandi hennar væru að vinna góða vinnu sem myndi skila sér og það hefur aldeilis komið á daginn. Það kom mér ekki á óvart að fylgi hennar myndi aukast þegar hún lét ljós sitt skína í fjölmiðlum og í kappræðunum þar sem hægt var að bera hana saman við aðra frambjóðendur. Það sannfærði mig enn meira um að hún sé einfaldlega besti kosturinn.Hún talar til okkar unga fólksins af virðingu og einlægni þegar hún segir að við eigum að koma að borðinu með öðrum samfélagshópum og taka þátt í samtalinu um hvert Ísland stefnir og hvaða gildi við viljum hafa að leiðarljósi. Það verður ekki betra og Halla Tómasdóttir fær mitt atkvæði, allan daginn. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
1.júní mun ég kjósa í fyrsta skipti forseta Íslands. Áhugi minn var lítill í upphafi þar sem ég hafði ekki sett mig inn í hvað hlutverk forseta er í raun en foreldrar mínir skoruðu á mig að kynna mér frambjóðendurna og mæltu sérstaklega með Höllu Tómasdóttur. Ég mætti á opinn fund með henni og öðru ungu fólki þar sem hún talaði við okkur um sýn hennar á hlutverk forseta Íslands. Hún spurði um skoðanir okkar og um leið útskýrði hún fyrir okkur hvað hún hefur í huga.Verði hún kosinn forseti, hefur hún mikinn áhuga á að móta embættið m.a. með hliðsjón af okkar skoðunum um hvernig við horfum á Ísland, hvert við viljum að stefna og hvaða sýn við höfum á embætti forseta Íslands. Halla Tómasdóttir hefur á nokkrum vikum sannfært mig og marga vini mína um að við, unga fólkið, höfum rödd sem hlustað er á og að við höfum hlutverki að gegna í að móta íslenskt samfélag. Ég og nokkrir vinir vorum svo hrifnir að við höfum tekið þátt kosningabaráttu Höllu Tómasdóttur, sem hefur bæði verið gefandi og skemmtilegt. Á meðan skoðanakannanir voru óhagstæðar var Halla Tómasdóttir alltaf mjög yfirveguð og hughreystandi, nefndi við okkur að allir í baklandi hennar væru að vinna góða vinnu sem myndi skila sér og það hefur aldeilis komið á daginn. Það kom mér ekki á óvart að fylgi hennar myndi aukast þegar hún lét ljós sitt skína í fjölmiðlum og í kappræðunum þar sem hægt var að bera hana saman við aðra frambjóðendur. Það sannfærði mig enn meira um að hún sé einfaldlega besti kosturinn.Hún talar til okkar unga fólksins af virðingu og einlægni þegar hún segir að við eigum að koma að borðinu með öðrum samfélagshópum og taka þátt í samtalinu um hvert Ísland stefnir og hvaða gildi við viljum hafa að leiðarljósi. Það verður ekki betra og Halla Tómasdóttir fær mitt atkvæði, allan daginn. Höfundur er nemi.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar