Forsetakosning, auðlindir í þágu almennings Gunnar Hrafn Birgisson skrifar 28. maí 2024 11:46 Í baráttu um forsetakjör hefur Halla Hrund Logadóttir lagt sérstaka áherslu á mikilvægi auðlinda. Út frá sinni sérþekkingu á því sviði segir hún auðlindir skipta hvað mestu máli fyrir afkomu þjóðar og framtíð landsins. Góðu heilli hefur umræða nú tendrast um þau mikilvægu málefni. Halla Hrund minnir á að við njótum þess að formæður okkar og forfeður tóku höndum saman um að nýta auðlindir og byggja upp til lands og sjávar. Hitaveitur, vatnsveitur, raforkuver, skipakostur og flugfélög komust á laggirnar. Lagðir voru vegir, reistir skólar, sjúkrahús, frystihús og fleira. Allt í þágu þjóðar heildar. Við þá vinnu urðu til verðmæti sem Halla Hrund vill gæta að glatist ekki úr höndum þjóðar. Hún hefur orðið vör við ásælni aðila í auðlindir þjóðarinnar, t.d. Landsvirkjun. Það getur virst ótrúlegt að stjórnvöld selji slíkar sameignir þjóðar. En hugum að því að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill selja lífeyrissjóðum 30-40% af Landsvirkjun(Vísir 24.2. 2024). Á skjön við það segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra, „að sala Landsvirkjunar standi ekki til og hafi ekki komið til umræðu“ (Mbl. 26.5. 2024). Hvoru þeirra skal trúa? Sagan sýnir að stjórnvöld hafi glutrað niður ýmsum eigum almennings. Til dæmis á árunum 2007-2009 komst Hitaveita Suðurnesja eða HS Orka í hendur erlendra einkafjárfesta, sem högnuðust um ógrynni fjár. Árið 2006 seldi Reykjavíkurborg 45% hlut sinn í Landsvirkjun og Akureyrarbær seldi 5% hlut sinn í virkjuninni til ríkisins fyrir lítið. Eftir það urðu þessi sveitarfélög árlega af milljarða króna arði. Einnig mætti nefna kvótakerfi og bankasölur en förum ekki nánar út í það. Halla Hrund varar við því að erlendir fjárfestar kaupi í síauknum mæli upp jarðir á Íslandi. Alþingi hefur haft þetta til skoðunar án þess að taka á málinu. Jarðir seljast því áfram og með hlunnindum, m.a. rétti til vatnsnýtingar og efnistöku. Mér virðist Halla Hrund hafa hæfni, dug og einlægan vilja til þess að verja rétt almennings til auðlinda þjóðarinnar. Við það muni hún hafa hag komandi kynslóða að leiðarljósi. Ég tel líka að hún muni leggja sig fram um að vernda lífríkið og náttúru landsins. Ég kýs Höllu Hrund sem forseta Íslands. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Í baráttu um forsetakjör hefur Halla Hrund Logadóttir lagt sérstaka áherslu á mikilvægi auðlinda. Út frá sinni sérþekkingu á því sviði segir hún auðlindir skipta hvað mestu máli fyrir afkomu þjóðar og framtíð landsins. Góðu heilli hefur umræða nú tendrast um þau mikilvægu málefni. Halla Hrund minnir á að við njótum þess að formæður okkar og forfeður tóku höndum saman um að nýta auðlindir og byggja upp til lands og sjávar. Hitaveitur, vatnsveitur, raforkuver, skipakostur og flugfélög komust á laggirnar. Lagðir voru vegir, reistir skólar, sjúkrahús, frystihús og fleira. Allt í þágu þjóðar heildar. Við þá vinnu urðu til verðmæti sem Halla Hrund vill gæta að glatist ekki úr höndum þjóðar. Hún hefur orðið vör við ásælni aðila í auðlindir þjóðarinnar, t.d. Landsvirkjun. Það getur virst ótrúlegt að stjórnvöld selji slíkar sameignir þjóðar. En hugum að því að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill selja lífeyrissjóðum 30-40% af Landsvirkjun(Vísir 24.2. 2024). Á skjön við það segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra, „að sala Landsvirkjunar standi ekki til og hafi ekki komið til umræðu“ (Mbl. 26.5. 2024). Hvoru þeirra skal trúa? Sagan sýnir að stjórnvöld hafi glutrað niður ýmsum eigum almennings. Til dæmis á árunum 2007-2009 komst Hitaveita Suðurnesja eða HS Orka í hendur erlendra einkafjárfesta, sem högnuðust um ógrynni fjár. Árið 2006 seldi Reykjavíkurborg 45% hlut sinn í Landsvirkjun og Akureyrarbær seldi 5% hlut sinn í virkjuninni til ríkisins fyrir lítið. Eftir það urðu þessi sveitarfélög árlega af milljarða króna arði. Einnig mætti nefna kvótakerfi og bankasölur en förum ekki nánar út í það. Halla Hrund varar við því að erlendir fjárfestar kaupi í síauknum mæli upp jarðir á Íslandi. Alþingi hefur haft þetta til skoðunar án þess að taka á málinu. Jarðir seljast því áfram og með hlunnindum, m.a. rétti til vatnsnýtingar og efnistöku. Mér virðist Halla Hrund hafa hæfni, dug og einlægan vilja til þess að verja rétt almennings til auðlinda þjóðarinnar. Við það muni hún hafa hag komandi kynslóða að leiðarljósi. Ég tel líka að hún muni leggja sig fram um að vernda lífríkið og náttúru landsins. Ég kýs Höllu Hrund sem forseta Íslands. Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar