Ofgreiddar lífeyrisgreiðslur nærri tvöfölduðust á milli ára Lovísa Arnardóttir skrifar 28. maí 2024 14:22 Tíu þúsund eiga inneign hjá Tryggingastofnun sem verður greidd út næsta laugardag. Miðgildi þeirra er 73 þúsund. Mynd/Tryggingastofnun Alls fengu um 52 þúsund einstaklingar ofgreiddar lífeyrisgreiðslur í fyrra og þurfa að greiða þær til baka. Miðgildi ofgreiðslna árið 2023 var rúmlega 122.000 krónur en var árið 2022 rúmar 66.000 krónur. Ofgreiðslan nærri tvöfaldast því á milli ára. Á sama tíma eiga um tíu þúsund einstaklingar einneign hjá Tryggingastofnun vegna þess að þau fengu of lítið greitt. Miðgildi inneigna er rúmlega 73.000 krónur og lækkaði lítillega frá árinu áður þegar það var 77 þúsund. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Tryggingastofnun, TR. Þau sem eiga inneign fá hana greidda næsta laugardag, 1. júní. Þar kemur einnig fram að fjöldi þeirra sem fengu ofgreitt er svipaður milli ára, eða 78 prósent árið 2023 miðað við 74 prósent árið 2022. Verðbólga og vextir ástæðan Breytinguna í ofgreiðslu má, samkvæmt tilkynningu, fyrst og fremst rekja til verðbólgu og vaxtastigs. Það hafi haft mikil áhrif á lífeyrissjóðsgreiðslur og fjármagnstekjur. Í tilkynningu segir að misræmið sé vegna þess að greiðslur frá Tryggingastofnun byggja á tekjuáætlunum lífeyrisþega. Það er hvað þeir telja að þeir muni hafa í tekjur á komandi ári. „Endurreikningurinn sem birtist nú byggir á tekjuupplýsingum úr staðfestum skattframtölum fyrir árið 2023. Þessi samanburður leiðir í ljós hvort lífeyrisþegi hafi fengið greitt í samræmi við réttindi sín, eða hvort frávik valdi því að um van – eða ofgreiðslu hafi verið að ræða á síðastliðnu ári. Eðlilegt er að frávik á greiðslum komi fram við endurreikning þar sem erfitt getur reynst að áætla tekjur fram í tímann,“ segir í tilkynningunni. Bæta upplýsingaflæði Þar kemur einnig fram að þótt svo að lífeyrisþegar beri ábyrgð á að tekjuskráning sín sé sem réttust sé starfsfólk TR stöðugt að leita leiða til þess að draga úr því misræmi sem getur orðið á milli tekjuáætlunar og rauntekna. Þannig er sífellt unnið að betra upplýsingaflæði milli TR og lífeyrissjóða sem og við skattyfirvöld. Í vor var undirritað samkomulag við lífeyrissjóði um stafræna miðlun upplýsinga varðandi umsóknir til lífeyrissjóða. Þá hvetja þau lífeyrisþegar til að breyta tekjuáætlunum sínum inni á Mínum síðum TR ef tekjur breytast. Þá hefur TR kynnt nýtt greiðslufyrirkomulag þar sem viðkomandi fær eina greiðslu á ári. Það geti hentað þeim vel þeim sem fái tiltölulega lágar greiðslur mánaðarlega. Á heimasíðu TR er hægt að fá nánari upplýsingar um það hvernig er hægt að haga endurgreiðslu vegna ofgreiðslu. Efnahagsmál Eldri borgarar Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Á sama tíma eiga um tíu þúsund einstaklingar einneign hjá Tryggingastofnun vegna þess að þau fengu of lítið greitt. Miðgildi inneigna er rúmlega 73.000 krónur og lækkaði lítillega frá árinu áður þegar það var 77 þúsund. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Tryggingastofnun, TR. Þau sem eiga inneign fá hana greidda næsta laugardag, 1. júní. Þar kemur einnig fram að fjöldi þeirra sem fengu ofgreitt er svipaður milli ára, eða 78 prósent árið 2023 miðað við 74 prósent árið 2022. Verðbólga og vextir ástæðan Breytinguna í ofgreiðslu má, samkvæmt tilkynningu, fyrst og fremst rekja til verðbólgu og vaxtastigs. Það hafi haft mikil áhrif á lífeyrissjóðsgreiðslur og fjármagnstekjur. Í tilkynningu segir að misræmið sé vegna þess að greiðslur frá Tryggingastofnun byggja á tekjuáætlunum lífeyrisþega. Það er hvað þeir telja að þeir muni hafa í tekjur á komandi ári. „Endurreikningurinn sem birtist nú byggir á tekjuupplýsingum úr staðfestum skattframtölum fyrir árið 2023. Þessi samanburður leiðir í ljós hvort lífeyrisþegi hafi fengið greitt í samræmi við réttindi sín, eða hvort frávik valdi því að um van – eða ofgreiðslu hafi verið að ræða á síðastliðnu ári. Eðlilegt er að frávik á greiðslum komi fram við endurreikning þar sem erfitt getur reynst að áætla tekjur fram í tímann,“ segir í tilkynningunni. Bæta upplýsingaflæði Þar kemur einnig fram að þótt svo að lífeyrisþegar beri ábyrgð á að tekjuskráning sín sé sem réttust sé starfsfólk TR stöðugt að leita leiða til þess að draga úr því misræmi sem getur orðið á milli tekjuáætlunar og rauntekna. Þannig er sífellt unnið að betra upplýsingaflæði milli TR og lífeyrissjóða sem og við skattyfirvöld. Í vor var undirritað samkomulag við lífeyrissjóði um stafræna miðlun upplýsinga varðandi umsóknir til lífeyrissjóða. Þá hvetja þau lífeyrisþegar til að breyta tekjuáætlunum sínum inni á Mínum síðum TR ef tekjur breytast. Þá hefur TR kynnt nýtt greiðslufyrirkomulag þar sem viðkomandi fær eina greiðslu á ári. Það geti hentað þeim vel þeim sem fái tiltölulega lágar greiðslur mánaðarlega. Á heimasíðu TR er hægt að fá nánari upplýsingar um það hvernig er hægt að haga endurgreiðslu vegna ofgreiðslu.
Efnahagsmál Eldri borgarar Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira