Ég kýs femínista á Bessastaði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 29. maí 2024 08:30 Ég fagna framboði Katrínar Jakobsdóttur til forseta og styð hana með ráðum og dáð. Ástæðan er sú að Katrín stendur fyrir þau gildi sem skipta mig máli. Hún er gallharður femínisti sem leggur áherslu á mannréttindi, lýðræði og friðsamlegar lausnir. Sem femínisti hefur Katrín sýnt það með verkum sínum að hún fylgir eftir málefnum sem skipta máli fyrir frelsi og sjálfstæði kvenna og hinsegin fólks sem hefur iðulega kallað á talsverða baráttu til að ná fram. Dæmin eru fjölmörg og má þar nefna framsækna þungunarrofslöggjöf, löggjöf um kynferðislega friðhelgi og umsáturseinelti auk stórbættrar réttarstöðu brotaþola í kynferðisofbeldismálum. Nýlega var tilkynnt að Ísland hafi tekið stökk á Regnbogakorti ILGA og er nú í öðru sæti ásamt því að vera í efsta sæti á réttindakorti trans fólks í Evrópu sem er afrakstur breytinga á lagalegum réttindum hinsegin fólks. Í tengslum við gerð kjarasamninga hefur Katrín líka dregið vagninn varðandi mál sem varða konur á vinnumarkaði miklu eins og lengingu fæðingarorlofs og hækkun á greiðslum, styttingu vinnuvikunnar og endurmat á virði kvennastarfa. Þá vakti stuðningur og þátttaka Katrínar í Kvennaverkfallinu síðastliðið haust heimsathygli. Það hefur vakið athygli að flest sem hafa unnið með Katrínu styðja framboð hennar. Það þarf ekki að koma að óvart enda er hún einstök í viðkynningu, afburðagreind, setur sig inn í mál af dýpt og er fylgin sannfæringu sinni en tilbúin til málamiðlana þegar nauðsyn krefur. Hún hefur einstakt lag á að vinna með fólki úr ólíkum áttum, er hlý, skemmtileg og hörkudugleg. Katrín nýtur líka sterkrar stöðu á alþjóðavettvangi og þar mun hún tryggja að rödd Íslands heyrist og tala fyrir þeim áherslum sem skipta máli fyrir friðsamleg velferðarsamfélög. Fyrir mig vegur þyngst á metunum þær femínísku áherslur sem hún stendur fyrir. Þess vegna mun ég kjósa Katrínu í forsetakjörinu 1. júní nk. Höfundur er hagfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fagna framboði Katrínar Jakobsdóttur til forseta og styð hana með ráðum og dáð. Ástæðan er sú að Katrín stendur fyrir þau gildi sem skipta mig máli. Hún er gallharður femínisti sem leggur áherslu á mannréttindi, lýðræði og friðsamlegar lausnir. Sem femínisti hefur Katrín sýnt það með verkum sínum að hún fylgir eftir málefnum sem skipta máli fyrir frelsi og sjálfstæði kvenna og hinsegin fólks sem hefur iðulega kallað á talsverða baráttu til að ná fram. Dæmin eru fjölmörg og má þar nefna framsækna þungunarrofslöggjöf, löggjöf um kynferðislega friðhelgi og umsáturseinelti auk stórbættrar réttarstöðu brotaþola í kynferðisofbeldismálum. Nýlega var tilkynnt að Ísland hafi tekið stökk á Regnbogakorti ILGA og er nú í öðru sæti ásamt því að vera í efsta sæti á réttindakorti trans fólks í Evrópu sem er afrakstur breytinga á lagalegum réttindum hinsegin fólks. Í tengslum við gerð kjarasamninga hefur Katrín líka dregið vagninn varðandi mál sem varða konur á vinnumarkaði miklu eins og lengingu fæðingarorlofs og hækkun á greiðslum, styttingu vinnuvikunnar og endurmat á virði kvennastarfa. Þá vakti stuðningur og þátttaka Katrínar í Kvennaverkfallinu síðastliðið haust heimsathygli. Það hefur vakið athygli að flest sem hafa unnið með Katrínu styðja framboð hennar. Það þarf ekki að koma að óvart enda er hún einstök í viðkynningu, afburðagreind, setur sig inn í mál af dýpt og er fylgin sannfæringu sinni en tilbúin til málamiðlana þegar nauðsyn krefur. Hún hefur einstakt lag á að vinna með fólki úr ólíkum áttum, er hlý, skemmtileg og hörkudugleg. Katrín nýtur líka sterkrar stöðu á alþjóðavettvangi og þar mun hún tryggja að rödd Íslands heyrist og tala fyrir þeim áherslum sem skipta máli fyrir friðsamleg velferðarsamfélög. Fyrir mig vegur þyngst á metunum þær femínísku áherslur sem hún stendur fyrir. Þess vegna mun ég kjósa Katrínu í forsetakjörinu 1. júní nk. Höfundur er hagfræðingur BSRB.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun