„Við skuldum sjálfum okkur alvöru frammistöðu á útivelli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 11:01 Ólafur Ólafsson með Dedrick Basile en þeir eru báðir í stórum hlutverkum hjá Grindavík. Vísir/Anton Brink Ólafur Ólafsson og félagar í Grindavík geta í kvöld unnið sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í meira en áratug. Stefán Árni Pálsson ræddi við fyrirliði Grindvíkinga um leikinn við Val sem fer fram fyrir fram troðfullan Hlíðarenda. „Mér líður ósköp vel og er bara spenntur. Það er ekki að hverjum degi sem þú færð að spila oddaleik fyrir Íslandsmeistaratitlinum. Ég er fullur tilhlökkunar,“ sagði Ólafur Ólafsson. Grindavík varð síðast Íslandsmeistari árið 2013 en liðið tapaði oddaleik um titilinn vorið 2017. Það eru allir að tala um leikinn og fólk hlýtur að vera ræða mikið um hann við Ólaf. Fluttur inn í innri Njarðvík „Ég er fluttur inn í innri Njarðvík þannig að það er erfiðara að hitta mig. Ég held að mitt hús sé eina húsið í hverfinu sem er tilbúið,“ sagði Ólafur sposkur en hélt svo áfram: „Þegar ég hitti fólk þá er mikið verið að ræða þetta. Ég kannski forðast ekki fólk en ég læt minna fara fyrir mér. Ég er bara að einbeita mér að því verkefni sem er framundan. Það er alltaf gaman að hitta fólk og ræða þetta því það eru allir mjög spenntir og þá sérstaklega Grindvíkingarnir,“ sagði Ólafur. En hvað með ásókn í miða á leikinn. Hversu mörg skilaboð er Ólafur búinn að fá um miða á leikinn? Reddaði öllum í fjölskyldunni „Ég er búinn að fá nokkur en ég hef heyrt að fleiri séu búnir að fá einhverja tugi skilaboða. Ég sem betur fer náði að redda öllum mínum fjölskyldumeðlimum miðum. Það er bara meira konfekt að það sé verið að sækjast eftir því að koma að horfa á þennan leik. Þetta verður eiginlega bara ennþá skemmtilegra,“ sagði Ólafur. Hvernig er skrokkurinn eftir alla þessa leiki? „Hann er fínn. Eymsli hér og þar. Laga það fyrir leikinn og ég verð allan daginn klár á miðvikudaginn (í kvöld). Það er alveg saman hvort ég hefði slitið eitthvað ég hefði bara sprautað mig niður. Ég hefði allan daginn spilað þennan leik,“ sagði Ólafur. Ólafur segir að það sé örugglega verra fyrir stuðningsfólkið að bíða eftir leikinn en fyrir hann. „Fyrir mér þá er þetta eins og hver annar leikur þótt að þetta sé stærsti leikurinn sem við erum að fara að spila á okkar ferli. Það eru bara þrír dagar á milli leikja og þetta er bara sama prógrammið. Maður tæklar það þannig. Ég er ekki að fara of hátt eða of lágt. Ég er bara í endurhæfingu og er að hugsa um líkamann hjá mér,“ sagði Ólafur. Bara alvöru frammistaða í einum útileik Allir leikir í úrslitaeinvíginu hafa unnist á heimavelli og Grindvíkingar hafa tapað síðustu fjórum útileikjum sínum í úrslitakeppninni. Er það ekkert stressandi staðreynd fyrir Ólaf? „Við skuldum sjálfum okkur alvöru frammistöðu á útivelli. Við erum búnir að sýna alvöru frammistöðu í einum útileik og það var á móti Tindastól. Við náum ekki upp tempó á útivelli á móti Keflavík og Val. Ef þú mætir ekki klár í oddaleik um titilinn þá átti að gera eitthvað annað,“ sagði Ólafur. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Leikur Vals og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkustund fyrir leik, klukkan 18:15. Klippa: Ólafur: Þetta verður eiginlega bara ennþá skemmtilegra Subway-deild karla UMF Grindavík Valur Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Sjá meira
„Mér líður ósköp vel og er bara spenntur. Það er ekki að hverjum degi sem þú færð að spila oddaleik fyrir Íslandsmeistaratitlinum. Ég er fullur tilhlökkunar,“ sagði Ólafur Ólafsson. Grindavík varð síðast Íslandsmeistari árið 2013 en liðið tapaði oddaleik um titilinn vorið 2017. Það eru allir að tala um leikinn og fólk hlýtur að vera ræða mikið um hann við Ólaf. Fluttur inn í innri Njarðvík „Ég er fluttur inn í innri Njarðvík þannig að það er erfiðara að hitta mig. Ég held að mitt hús sé eina húsið í hverfinu sem er tilbúið,“ sagði Ólafur sposkur en hélt svo áfram: „Þegar ég hitti fólk þá er mikið verið að ræða þetta. Ég kannski forðast ekki fólk en ég læt minna fara fyrir mér. Ég er bara að einbeita mér að því verkefni sem er framundan. Það er alltaf gaman að hitta fólk og ræða þetta því það eru allir mjög spenntir og þá sérstaklega Grindvíkingarnir,“ sagði Ólafur. En hvað með ásókn í miða á leikinn. Hversu mörg skilaboð er Ólafur búinn að fá um miða á leikinn? Reddaði öllum í fjölskyldunni „Ég er búinn að fá nokkur en ég hef heyrt að fleiri séu búnir að fá einhverja tugi skilaboða. Ég sem betur fer náði að redda öllum mínum fjölskyldumeðlimum miðum. Það er bara meira konfekt að það sé verið að sækjast eftir því að koma að horfa á þennan leik. Þetta verður eiginlega bara ennþá skemmtilegra,“ sagði Ólafur. Hvernig er skrokkurinn eftir alla þessa leiki? „Hann er fínn. Eymsli hér og þar. Laga það fyrir leikinn og ég verð allan daginn klár á miðvikudaginn (í kvöld). Það er alveg saman hvort ég hefði slitið eitthvað ég hefði bara sprautað mig niður. Ég hefði allan daginn spilað þennan leik,“ sagði Ólafur. Ólafur segir að það sé örugglega verra fyrir stuðningsfólkið að bíða eftir leikinn en fyrir hann. „Fyrir mér þá er þetta eins og hver annar leikur þótt að þetta sé stærsti leikurinn sem við erum að fara að spila á okkar ferli. Það eru bara þrír dagar á milli leikja og þetta er bara sama prógrammið. Maður tæklar það þannig. Ég er ekki að fara of hátt eða of lágt. Ég er bara í endurhæfingu og er að hugsa um líkamann hjá mér,“ sagði Ólafur. Bara alvöru frammistaða í einum útileik Allir leikir í úrslitaeinvíginu hafa unnist á heimavelli og Grindvíkingar hafa tapað síðustu fjórum útileikjum sínum í úrslitakeppninni. Er það ekkert stressandi staðreynd fyrir Ólaf? „Við skuldum sjálfum okkur alvöru frammistöðu á útivelli. Við erum búnir að sýna alvöru frammistöðu í einum útileik og það var á móti Tindastól. Við náum ekki upp tempó á útivelli á móti Keflavík og Val. Ef þú mætir ekki klár í oddaleik um titilinn þá átti að gera eitthvað annað,“ sagði Ólafur. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Leikur Vals og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkustund fyrir leik, klukkan 18:15. Klippa: Ólafur: Þetta verður eiginlega bara ennþá skemmtilegra
Subway-deild karla UMF Grindavík Valur Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Sjá meira