Svargreinin sem Mogginn neitaði að birta 30. maí 2024 07:02 Hjörleifur Hallgríms, Akureyringur og eldri borgari, skrifar grein í Morgunblaðið 22. maí með fyrirsögninni „Nokkur orð um kosningu forseta“. Útdráttur við greinina er þessi: „Það er óskemmtilegt að segja það, en útlit er fyrir að Halla Hrund sé ekki öll þar sem hún er séð“. Undarlegir hlutir, líka ómerkilegir og lágkúrulegir, geta gerzt, ekki sízt í kosningabaráttu. Á forsíðu blaðsins 4. maí - með þriggja dálka fyrirsögn á forsíðunni og svo aftur á fyrstu innsíðu, þvert yfir síðuna, fimm dálkar – er fjallað um það, að tilteknir þrír aðilar, verktakar, sem unnið hafa fyrir Orkustofnun, hafi fengið svo og svo háar greiðslur fyrir þessa þjónustu sína frá stofnuninni síðustu 1-2 árin. Er látið að því liggja, að hér sé um óheilindi að ræða, þar sem sama fólkið styðji nú Höllu Hrund í baráttu hennar fyrir því að verða forseti. Hér er ekki aðeins um illkvittni og rætni að ræða, heldur alvarlega hugsunarskekkju. Sumir hefðu sagt heimsku. Ef Halla Hrund hefði verið að hygla þessu fólki sérstaklega og óeðlilega, og það styður hana nú, af ráði og dáð, til að verða forseti, væri það að gerast, að þessir aðilar, verktakar, væru þá að missa af sínum sérstaka velunnara, velgerðarmanni, sem svo á að vera, með því, að hann, hún, yrði kosinn forseti og færi þá úr starfi orkumálastjóra; gæti þá ekki lengur hyglt, þjónað, sínum útvöldu verktökum. Önnur eins mótsögn og rugl! Ekki er heldur stafur um það, í þessum mikla og uppblásna texta blaðsins, að eitthvað óeðlilegt hafi verið/sé við þessar greiðslur, hvað þá, að endurskoðandi Orkustofnunar eða stjórn stofunarinnar hafi eitthvað haft út á þessa verktaka og greiðslurnar til þeirra að setja. Þar fyrir utan er það auðvitað fjármálastjóri, sem metur og greiðir kröfur, ef þær eru réttar, og ber ábyrgð á því. Forstjóri hefur ekkert með slíkt að gera. Fjármálastjóri, stjórn og endurskoðandi gera engar athugasemdir, en blaðið reynir að blása þetta upp, og nú leggst Hjörleifur Hallgríms með þeim, sem þetta ritaði í blaðið, á óhróðursárina, án þess greinilega að hafa nokkra hugmynd um, um hvað hann er að tala; reynir, án nokkurs rétts tilefnis, að sverta Höllu Hrund. Svona eins og páfagaukur, sem hermir eitthvað eftir, án innihalds og merkingar. Hjörleifur lætur hér ekki staðar numið, heldur hendir sér í annað mál, sem gengur út á það hjá stuðningsmönnum Katrínar Jakobsdóttur, að sverta Höllu Hrund, reyna að koma mönnum í trú um, að „hún sé ekki öll þar sem hún er séð“, eins og Hjörleifur svo löðurmannlega orðar það. Þar er vitnað í það, að Halla Hrund sem orkumálastjóri skuli hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf í orkumálum við stallsystur sína í Argentínu. Viljayfirlýsing er viljayfirlýsing. Aðeins staðfestingu á vilja til mögulegs, uppbyggilegs samstarfs í þágu beggja. Engin skuldbinding af neinu tagi. Bara jákvæð afstaða um mögulegt samstarf, sem gæti gagnast báðum, ef til kæmi. Ekki er ósvinnan á bak við þennan áburð minni. Svei! Tilgangurinn með þessari umfjöllun í blaðinu, fyrst fréttir 4. maí og svo umfjöllun Hjörleifs Hallgíms nú, er auðvitað sá, að reyna sverta Höllu Hrund og þar með upphefja og styrkja stöðu Katrínar Jakobsdóttur. Hallærisbragur á þessu fyrir undirrituðum! Þessa svargrein sendi ég inn á Morgunblaðið 22. maí, en birtingarbeiðni var hafnað. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Hjörleifur Hallgríms, Akureyringur og eldri borgari, skrifar grein í Morgunblaðið 22. maí með fyrirsögninni „Nokkur orð um kosningu forseta“. Útdráttur við greinina er þessi: „Það er óskemmtilegt að segja það, en útlit er fyrir að Halla Hrund sé ekki öll þar sem hún er séð“. Undarlegir hlutir, líka ómerkilegir og lágkúrulegir, geta gerzt, ekki sízt í kosningabaráttu. Á forsíðu blaðsins 4. maí - með þriggja dálka fyrirsögn á forsíðunni og svo aftur á fyrstu innsíðu, þvert yfir síðuna, fimm dálkar – er fjallað um það, að tilteknir þrír aðilar, verktakar, sem unnið hafa fyrir Orkustofnun, hafi fengið svo og svo háar greiðslur fyrir þessa þjónustu sína frá stofnuninni síðustu 1-2 árin. Er látið að því liggja, að hér sé um óheilindi að ræða, þar sem sama fólkið styðji nú Höllu Hrund í baráttu hennar fyrir því að verða forseti. Hér er ekki aðeins um illkvittni og rætni að ræða, heldur alvarlega hugsunarskekkju. Sumir hefðu sagt heimsku. Ef Halla Hrund hefði verið að hygla þessu fólki sérstaklega og óeðlilega, og það styður hana nú, af ráði og dáð, til að verða forseti, væri það að gerast, að þessir aðilar, verktakar, væru þá að missa af sínum sérstaka velunnara, velgerðarmanni, sem svo á að vera, með því, að hann, hún, yrði kosinn forseti og færi þá úr starfi orkumálastjóra; gæti þá ekki lengur hyglt, þjónað, sínum útvöldu verktökum. Önnur eins mótsögn og rugl! Ekki er heldur stafur um það, í þessum mikla og uppblásna texta blaðsins, að eitthvað óeðlilegt hafi verið/sé við þessar greiðslur, hvað þá, að endurskoðandi Orkustofnunar eða stjórn stofunarinnar hafi eitthvað haft út á þessa verktaka og greiðslurnar til þeirra að setja. Þar fyrir utan er það auðvitað fjármálastjóri, sem metur og greiðir kröfur, ef þær eru réttar, og ber ábyrgð á því. Forstjóri hefur ekkert með slíkt að gera. Fjármálastjóri, stjórn og endurskoðandi gera engar athugasemdir, en blaðið reynir að blása þetta upp, og nú leggst Hjörleifur Hallgríms með þeim, sem þetta ritaði í blaðið, á óhróðursárina, án þess greinilega að hafa nokkra hugmynd um, um hvað hann er að tala; reynir, án nokkurs rétts tilefnis, að sverta Höllu Hrund. Svona eins og páfagaukur, sem hermir eitthvað eftir, án innihalds og merkingar. Hjörleifur lætur hér ekki staðar numið, heldur hendir sér í annað mál, sem gengur út á það hjá stuðningsmönnum Katrínar Jakobsdóttur, að sverta Höllu Hrund, reyna að koma mönnum í trú um, að „hún sé ekki öll þar sem hún er séð“, eins og Hjörleifur svo löðurmannlega orðar það. Þar er vitnað í það, að Halla Hrund sem orkumálastjóri skuli hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf í orkumálum við stallsystur sína í Argentínu. Viljayfirlýsing er viljayfirlýsing. Aðeins staðfestingu á vilja til mögulegs, uppbyggilegs samstarfs í þágu beggja. Engin skuldbinding af neinu tagi. Bara jákvæð afstaða um mögulegt samstarf, sem gæti gagnast báðum, ef til kæmi. Ekki er ósvinnan á bak við þennan áburð minni. Svei! Tilgangurinn með þessari umfjöllun í blaðinu, fyrst fréttir 4. maí og svo umfjöllun Hjörleifs Hallgíms nú, er auðvitað sá, að reyna sverta Höllu Hrund og þar með upphefja og styrkja stöðu Katrínar Jakobsdóttur. Hallærisbragur á þessu fyrir undirrituðum! Þessa svargrein sendi ég inn á Morgunblaðið 22. maí, en birtingarbeiðni var hafnað. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar