Leikmennirnir sem hafa skarað fram úr í baráttunni um titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 15:31 Deandre Kane er efstur í framlagi, stigum og fráköstum í einvíginu og hefur einnig fiskað flestar villur og tekið flest víti. Vísir/Diego Valur og Grindavík mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla í körfubolta og fer oddaleikurinn fram á Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á sömu rás klukkan 18.15 og eftir leikinn verður allt saman gert upp með sérfræðingum Körfuboltakvölds. Þetta verður fimmti leikurinn í einvíginu en bæði liðin hafa unnið tvo leiki til þessa, Valur vann báða leikina í Valsheimilinu en Grindavík báða leikina í Smáranum. Það er athyglisvert að skoða hvaða leikmenn hafa skarað fram úr í úrslitaeinvíginu til þessa. Grindvíkingurinn Deandre Kane er mjög áberandi á listunum en Grindavík á líka efsta mann í stigum, fráköstum, stoðsendingum, stolnum boltum og vörðum skotum. Deandre Kane er að skila alvöru tölum í úrslitaeinvíginu.Vísir/Diego Hæsta framlagið Grindvíkingurinn Deandre Kane er með langhæsta meðalframlagið eða 25,3 í leik. Næstur honum er liðsfélagi hans Dedrick Basile með 16,8 framlagstig í leik. Þriðji er Valsmaðurinn Justas Tamulis með 16,5 framlagsstig í leik. Það er jafnt á munum því næstir eru síðan Ólafur Ólafsson úr Grindavík með 16,3 framlagsstig og Valsmennirnir Frank Aron Booker og Kristófer Acox sem eru jafnir í fimmta sætinu með 16,0 framlagsstig í leik Deandre Kane fiskar hér villu á Kristófer Acox.Vísir/Anton Brink Flest stig Grindvíkingarnir Deandre Kane (25,0) og Dedrick Basile (21,0) eru þeir einu sem hafa skorað yfir tuttugu stig í leik. Þriðji stigahæstur er síðan Valsmaðurinn Taiwo Badmus með 15,8 stig í leik. Valsmenn eiga alla menn í sætum þrjú til sex því næstir koma Justas Tamulis (14,3), Frank Aron Booker (14,3), Kristófer Acox (12,5) og Kristinn Pálsson (11,0). Flest fráköst Deandre Kane er líka efstur í fráköstum með 9,0 fráköst í leik en í öðru sæti er Valsmaðurinn Kristófer Acox með 7,0 fráköst í leik. Frank Aron Booker er sá þriðji frákastahæsti með 6,5 fráköst að meðatali og Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson er með 6,3 fráköst í leik. Kane hefur bæði tekið flest sóknarfráköst (14) og flest varnarfráköst (22). Dedrick Basile er í öðru sæti í stigaskori og með langflestar stoðsendingar.Vísir/Diego Flestar stoðsendingar Grindvíkingurinn Dedrick Basile er langhæstur í stoðsendingum með 5,3 stoðsendingar í leik en í öðru sæti er Valsmaðurinn Justas Tamulis með 3,8 stoðsendingar í leik. Í þriðja sætinu eru síðan Grindvíkingurinn Valur Valsson og Valsmaðurinn Kári Jónsson sem eru jafnir með 3,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Justas Tamulis er með frábæra skotnýtingu í úrslitaeinvíginu.Vísir/Diego Aðrir tölfræðiþættir Deandre Kane úr Grindavík hefur spilað mest (36,0 mínútur í leik). Justas Tamulis úr Val er bæði með flesta þrista (14) og langbestu þriggja stiga nýtinguna (70 prósent, 14 af 20). Tamulis er líka með hæstu heildarskotnýtinguna sem er 62 prósent hjá honum. Daniel Mortensen úr Grindavík hefur nýtt öll fimm vítin sín og er með bestu vítanýtinguna. Ólafur Ólafsson úr Grindavík hefur stolið flestum boltum eða átta eða einum fleiri en liðsfélagi sinn Dedrick Basile. Daniel Mortensen úr Grindavík hefur varið flest skot eða sex. Deandre Kane úr Grindavík hefur fiskað flestar villur eða 25. Hann hefur einnig tekið flest víti eða 32. Taiwo Badmus úr Val hefur tapað langflestum boltum eða 17 talsins, átta fleiri en næsti maður. Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á sömu rás klukkan 18.15 og eftir leikinn verður allt saman gert upp með sérfræðingum Körfuboltakvölds. Þetta verður fimmti leikurinn í einvíginu en bæði liðin hafa unnið tvo leiki til þessa, Valur vann báða leikina í Valsheimilinu en Grindavík báða leikina í Smáranum. Það er athyglisvert að skoða hvaða leikmenn hafa skarað fram úr í úrslitaeinvíginu til þessa. Grindvíkingurinn Deandre Kane er mjög áberandi á listunum en Grindavík á líka efsta mann í stigum, fráköstum, stoðsendingum, stolnum boltum og vörðum skotum. Deandre Kane er að skila alvöru tölum í úrslitaeinvíginu.Vísir/Diego Hæsta framlagið Grindvíkingurinn Deandre Kane er með langhæsta meðalframlagið eða 25,3 í leik. Næstur honum er liðsfélagi hans Dedrick Basile með 16,8 framlagstig í leik. Þriðji er Valsmaðurinn Justas Tamulis með 16,5 framlagsstig í leik. Það er jafnt á munum því næstir eru síðan Ólafur Ólafsson úr Grindavík með 16,3 framlagsstig og Valsmennirnir Frank Aron Booker og Kristófer Acox sem eru jafnir í fimmta sætinu með 16,0 framlagsstig í leik Deandre Kane fiskar hér villu á Kristófer Acox.Vísir/Anton Brink Flest stig Grindvíkingarnir Deandre Kane (25,0) og Dedrick Basile (21,0) eru þeir einu sem hafa skorað yfir tuttugu stig í leik. Þriðji stigahæstur er síðan Valsmaðurinn Taiwo Badmus með 15,8 stig í leik. Valsmenn eiga alla menn í sætum þrjú til sex því næstir koma Justas Tamulis (14,3), Frank Aron Booker (14,3), Kristófer Acox (12,5) og Kristinn Pálsson (11,0). Flest fráköst Deandre Kane er líka efstur í fráköstum með 9,0 fráköst í leik en í öðru sæti er Valsmaðurinn Kristófer Acox með 7,0 fráköst í leik. Frank Aron Booker er sá þriðji frákastahæsti með 6,5 fráköst að meðatali og Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson er með 6,3 fráköst í leik. Kane hefur bæði tekið flest sóknarfráköst (14) og flest varnarfráköst (22). Dedrick Basile er í öðru sæti í stigaskori og með langflestar stoðsendingar.Vísir/Diego Flestar stoðsendingar Grindvíkingurinn Dedrick Basile er langhæstur í stoðsendingum með 5,3 stoðsendingar í leik en í öðru sæti er Valsmaðurinn Justas Tamulis með 3,8 stoðsendingar í leik. Í þriðja sætinu eru síðan Grindvíkingurinn Valur Valsson og Valsmaðurinn Kári Jónsson sem eru jafnir með 3,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Justas Tamulis er með frábæra skotnýtingu í úrslitaeinvíginu.Vísir/Diego Aðrir tölfræðiþættir Deandre Kane úr Grindavík hefur spilað mest (36,0 mínútur í leik). Justas Tamulis úr Val er bæði með flesta þrista (14) og langbestu þriggja stiga nýtinguna (70 prósent, 14 af 20). Tamulis er líka með hæstu heildarskotnýtinguna sem er 62 prósent hjá honum. Daniel Mortensen úr Grindavík hefur nýtt öll fimm vítin sín og er með bestu vítanýtinguna. Ólafur Ólafsson úr Grindavík hefur stolið flestum boltum eða átta eða einum fleiri en liðsfélagi sinn Dedrick Basile. Daniel Mortensen úr Grindavík hefur varið flest skot eða sex. Deandre Kane úr Grindavík hefur fiskað flestar villur eða 25. Hann hefur einnig tekið flest víti eða 32. Taiwo Badmus úr Val hefur tapað langflestum boltum eða 17 talsins, átta fleiri en næsti maður.
Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira