Að velja réttu manneskjuna Starri Reynisson skrifar 30. maí 2024 12:30 Hlutverk forseta Íslands er margbrotið. Manneskjan sem velst í það embætti þarf að sinna alls konar verkefnum bæði heima fyrir og erlendis. Hún þarf að kunna sig og koma vel fyrir á alþjóðavettvangi til að geta stutt við hagsmuni Íslands og gildandi utanríkisstefnu hvers tíma. Hún þarf að vera læs á stjórnmálaástandið innanlands án þess að vera beinn dagsdaglegur þátttakandi í því og þó tilbúin að stíga inn sem málsvari almennings verði hún vör við rof milli þings og þjóðarvilja. Hún þarf að þekkja og skilja fjölbreyttan veruleika íslensks samfélags. Sem óflokkspólitískur þjóðkjörinn fulltrúi almennings þarf hún að geta verið allra, sameiningarafl sem flestir Íslendingar geta litið upp til og verið stoltir af. Guðni Th. hefur sinnt þessu hlutverki af stakri prýði undanfarin átta ár. Það sem mér hefur þótt best í fari Guðna er hvað honum hefur einmitt gengið vel að vera allra. Vera aðgengilegur, auðmjúkur, manneskjulegur og hlýr. Hvar sem hann kemur, hvort sem það er í opinberum erindagjörðum eða bara í sundferð eða búðarápi, nálgast hann fólk og lyftir upp því sem það er að gera. Mér finnst það mikilvægast í fari góðs forseta og þetta eru þeir eiginleikar sem ég hef horft mest eftir hjá frambjóðendum í yfirstandandi kosningabaráttu. Í mínum huga þarf góður forseti að geta stigið á svið og haldið tölu, til dæmis á viðburðum þar sem verið er að heiðra framúrskarandi einstaklinga, fagna áfangasigri fyrir gott málefni eða halda upp á stórafmæli mikilvægra félagasamtaka, án þess að gera sjálfan sig að aðalatriði viðburðarins heldur nýta nærveru sína til að lyfta upp því sem verið er að heiðra hverju sinni. Góður forseti sækist ekki eftir því að vera sjálfur miðpunktur athyglinnar. Hann á ekki að standa sjálfur í sviðsljósinu, heldur á hann að beina ljóskastaranum að því sem raunverulega skiptir máli. Bæði fólki og málefnum sem verðskulda sérstaka viðurkenningu, en líka venjulegu fólki í sínu daglega vafstri. Við stöndum frammi fyrir áhugaverðu vali næstkomandi laugardag og mannvalið meðal frambjóðenda er með afbrigðum gott. Ég efast ekki um að allir þeir frambjóðendur sem mælst hafa efstir í könnunum geti valdið embættinu, sérstaklega praktískum hluta þess. Einn frambjóðandi hefur mér þó þótt bera af þegar kemur að manneskjulega hlutanum. Halla Hrund hefur komið víða við og sankað að sér fjölbreyttri reynslu sem gefur henni góðan skilning á margbreytileika samfélagsins, án þess að hún hafi myndað of sterk tengsl við hagsmunahópa í fjármálaheiminum eða flokkapólitík. Hún þekkir vel flestar þær fjölbreyttu áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi og er óhrædd við að standa með hagsmunum þjóðarinnar, ekki síst í auðlindamálum. Fyrst og fremst hefur mér þótt framkoma hennar í gegnum alla kosningabaráttuna einkennast af heiðarleika, auðmýkt og mennsku. Ég hef trú á því að hún geti verið forseti okkar allra, sem við getum sameinast um og verið stolt af. Þess vegna kýs ég Höllu Hrund. Höfundur er bóksali og nemandi við Háskólann á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Hlutverk forseta Íslands er margbrotið. Manneskjan sem velst í það embætti þarf að sinna alls konar verkefnum bæði heima fyrir og erlendis. Hún þarf að kunna sig og koma vel fyrir á alþjóðavettvangi til að geta stutt við hagsmuni Íslands og gildandi utanríkisstefnu hvers tíma. Hún þarf að vera læs á stjórnmálaástandið innanlands án þess að vera beinn dagsdaglegur þátttakandi í því og þó tilbúin að stíga inn sem málsvari almennings verði hún vör við rof milli þings og þjóðarvilja. Hún þarf að þekkja og skilja fjölbreyttan veruleika íslensks samfélags. Sem óflokkspólitískur þjóðkjörinn fulltrúi almennings þarf hún að geta verið allra, sameiningarafl sem flestir Íslendingar geta litið upp til og verið stoltir af. Guðni Th. hefur sinnt þessu hlutverki af stakri prýði undanfarin átta ár. Það sem mér hefur þótt best í fari Guðna er hvað honum hefur einmitt gengið vel að vera allra. Vera aðgengilegur, auðmjúkur, manneskjulegur og hlýr. Hvar sem hann kemur, hvort sem það er í opinberum erindagjörðum eða bara í sundferð eða búðarápi, nálgast hann fólk og lyftir upp því sem það er að gera. Mér finnst það mikilvægast í fari góðs forseta og þetta eru þeir eiginleikar sem ég hef horft mest eftir hjá frambjóðendum í yfirstandandi kosningabaráttu. Í mínum huga þarf góður forseti að geta stigið á svið og haldið tölu, til dæmis á viðburðum þar sem verið er að heiðra framúrskarandi einstaklinga, fagna áfangasigri fyrir gott málefni eða halda upp á stórafmæli mikilvægra félagasamtaka, án þess að gera sjálfan sig að aðalatriði viðburðarins heldur nýta nærveru sína til að lyfta upp því sem verið er að heiðra hverju sinni. Góður forseti sækist ekki eftir því að vera sjálfur miðpunktur athyglinnar. Hann á ekki að standa sjálfur í sviðsljósinu, heldur á hann að beina ljóskastaranum að því sem raunverulega skiptir máli. Bæði fólki og málefnum sem verðskulda sérstaka viðurkenningu, en líka venjulegu fólki í sínu daglega vafstri. Við stöndum frammi fyrir áhugaverðu vali næstkomandi laugardag og mannvalið meðal frambjóðenda er með afbrigðum gott. Ég efast ekki um að allir þeir frambjóðendur sem mælst hafa efstir í könnunum geti valdið embættinu, sérstaklega praktískum hluta þess. Einn frambjóðandi hefur mér þó þótt bera af þegar kemur að manneskjulega hlutanum. Halla Hrund hefur komið víða við og sankað að sér fjölbreyttri reynslu sem gefur henni góðan skilning á margbreytileika samfélagsins, án þess að hún hafi myndað of sterk tengsl við hagsmunahópa í fjármálaheiminum eða flokkapólitík. Hún þekkir vel flestar þær fjölbreyttu áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi og er óhrædd við að standa með hagsmunum þjóðarinnar, ekki síst í auðlindamálum. Fyrst og fremst hefur mér þótt framkoma hennar í gegnum alla kosningabaráttuna einkennast af heiðarleika, auðmýkt og mennsku. Ég hef trú á því að hún geti verið forseti okkar allra, sem við getum sameinast um og verið stolt af. Þess vegna kýs ég Höllu Hrund. Höfundur er bóksali og nemandi við Háskólann á Bifröst.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun