Langaði meira að spila fyrir Ísland en fyrir Danmörku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2024 09:00 Emilía Kiær Ásgeirsdóttir í leik með danska nítján ára landsliðnu árið 2022. Getty/Nikola Krstic Emilía Kiær Ásgeirsdóttir er í fyrsta sinn í íslenska landsliðshópnum en framundan eru tveir leikir hjá íslenska kvennalandsliðinu á móti Austurríki í undankeppni EM í Sviss sem fer fram sumarið 2025. Emilía Kiær hefur spilað fyrir yngri landslið Danmerkur en hún var óvænt valin í íslenska landsliðshópinn á dögunum. Þetta ætti að vera góður liðstyrkur fyrir íslenska liðið endar er Emilía Kiær markahæsti leikmaður dönsku deildarinnar í dag og spilar fyrir toppliðið sem er Nordsjælland. Emilía hefur skorað tíu mörk í deildinni á leiktíðinni. Emilía Kiær sagði frá því af hverju hún ákvað að spila frekar fyrir Ísland. „Ég fæddist á Íslandi. Svo flutti ég til Noregs og bjó þar í fjögur ár. Það var út af vinnu foreldra minna en svo flutti ég til baka til Íslands. Ég flutti síðan til Danmerkur fyrir fjórum árum síðan,“ sagði Emilía Kiær í viðtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) „Í lokin þurfti ég bara að taka ákvörðun um hvaða land mig langaði til að spila fyrir og þar valdi ég Ísland, sagði Emilía Kiær. Hvernig var stundin þegar hún frétti af því að hún væri komin í íslenska A-landsliðið? „Bara æðisleg. Ég var að koma af æfingu þegar hann hringdi í mig,“ sagði Emilía um símtalið frá Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara. „Ég sat í bílnum mínum og var bara brosandi. Ég held að ef einhver hefur labbað fram hjá mér þá hefur hann örugglega pælt í því hvað væri að gerast,“ sagði Emilía Kiær brosandi. Það má sjá viðtalsbrotið hér fyrir ofan. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. Íslensku stelpurnar mæta Austurríki á útivelli á morgun. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Sjá meira
Emilía Kiær hefur spilað fyrir yngri landslið Danmerkur en hún var óvænt valin í íslenska landsliðshópinn á dögunum. Þetta ætti að vera góður liðstyrkur fyrir íslenska liðið endar er Emilía Kiær markahæsti leikmaður dönsku deildarinnar í dag og spilar fyrir toppliðið sem er Nordsjælland. Emilía hefur skorað tíu mörk í deildinni á leiktíðinni. Emilía Kiær sagði frá því af hverju hún ákvað að spila frekar fyrir Ísland. „Ég fæddist á Íslandi. Svo flutti ég til Noregs og bjó þar í fjögur ár. Það var út af vinnu foreldra minna en svo flutti ég til baka til Íslands. Ég flutti síðan til Danmerkur fyrir fjórum árum síðan,“ sagði Emilía Kiær í viðtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) „Í lokin þurfti ég bara að taka ákvörðun um hvaða land mig langaði til að spila fyrir og þar valdi ég Ísland, sagði Emilía Kiær. Hvernig var stundin þegar hún frétti af því að hún væri komin í íslenska A-landsliðið? „Bara æðisleg. Ég var að koma af æfingu þegar hann hringdi í mig,“ sagði Emilía um símtalið frá Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara. „Ég sat í bílnum mínum og var bara brosandi. Ég held að ef einhver hefur labbað fram hjá mér þá hefur hann örugglega pælt í því hvað væri að gerast,“ sagði Emilía Kiær brosandi. Það má sjá viðtalsbrotið hér fyrir ofan. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. Íslensku stelpurnar mæta Austurríki á útivelli á morgun.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Sjá meira