Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands en þar segir einnig að vísitala neysluverðs án húsnæðis hafi hækkað um 4,2 prósent á undanförnu ári.
Hagstofan segir kostnað vegna búsetu í eigin húsnæði hafi aukist um 0,7 prósent.
Ársbreyting vísitölu neysluverðs náði hámarki í febrúar í fyrra og var hún þá 10,2 prósent.

Skýring Seðlabankans á hvað verðbólga er:
Verðbólga er skilgreind sem viðvarandi hækkun almenns verðlags og er mæld sem tólf mánaða breyting vísitölu neysluverðs. Sú vísitala mælir meðalverð á vörum og þjónustu sem heimili á Íslandi kaupa í hverjum mánuði. Verðbólga felur í sér að verðgildi og kaupmáttur peninga minnkar, þ.e.a.s. minna magn vöru og þjónustu fæst fyrir hverja krónu.