Þótti vænt um að liðsfélagarnir mættu allir í jarðarförina Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. maí 2024 11:01 Frank Aron fékk skurð á höfuðið í gær en lét það ekkert á sig fá, kláraði leikinn og lyfti svo titlinum. skjáskot/stöð2sport Frank Aron Booker segir einstakan liðsanda hjá karlaliði Vals í körfubolta hafa sýnt sig þegar liðsfélagarnir mættu allir sem einn í jarðarför dóttur hans sem lést í móðurkviði í mars. Frank Aron varð Íslandsmeistari með liði Vals í annað sinn eftir spennandi úrslitaviðureign gegn Grindavík. Hann var valinn PlayAir úrslitaeinvígisins af sérfræðingum Körfuboltakvölds. Kristófer Acox yfirgaf völlinn strax á fyrstu mínútu þegar hann hneig niður eftir að hafa slitið sin í hnénu. Hann spilaði ekki meira í leiknum og verður frá í einhvern tíma. Frank Aron sagði liðið hafa lagt allt í að klára þetta fyrir Kristófer. „Já hundrað prósent fyrir hann. Hann er búinn að vera svo stór fyrir okkur allt árið. Búinn að vera með vandamál í hnénu allt tímabilið. Í byrjun leiks fer hann niður, ég hélt hann myndi standa aftur upp en hann sagði bara þetta er búið. Ef ég á að segja alveg satt fór hjartað beint niður í maga.“ Valsliðið hefur sýnt það og sannað á tímabilinu að í því býr stórkostlegur karakter. Meiðsli hafa plagað liðið og meira að segja í úrslitaleiknum misstu þeir einn sinn besta mann út. „Við vildum þetta svo mikið, það var enginn tími til að vera þreyttur eða hugsa um krampa eða sár á hausnum. Þetta skiptir engu, við vissum að þetta yrði barátta allan tímann. Þetta er svo sætt að vinna þetta, sérstaklega eftir síðasta tímabil. Ég get ekki lýst þessu.“ Fjölskyldan styður við sitt fólk Talið færðist þá yfir á persónulegu nóturnar fyrir Frank Aron sem gekk í gegnum hræðilegt áfall fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan þegar kona hans missti fóstur. Fjölskyldan sem Valsliðið er stóð við bakið á þeim í gegnum erfiða tíma. „Þetta er eitt besta lið sem ég hef spilað með á ferlinum. Þetta er í alvöru fjölskylda. Ég og konan mín erum búin að ganga í gegnum mjög mikið, misstum barnið okkar 20 vikna 15. mars, það komu allir í jarðarförina að styðja við bakið á mér og konunni minni. Einhvern veginn komum við saman og við vitum að þó allt fari í rugl erum við einhvern veginn með þetta í höndunum útaf því hvers konar karakter er í liðinu.“ „Eins og ég segi þetta er bara fjölskylda, bræður mínir og þeir gerðu allt sem maður gat beðið um meðan verið er að fara í gegnum svona áfall. Körfuboltinn er mitt safe space, ég náði að dreifa huganum og spila minn besta leik, gefa allt sem ég get gefið. Það er eina sem ég get sagt, og við unnum!“ Þá fékk Frank Aron verðlaun með gjafabréfi fyrir að vera valinn PlayAir úrslitaeinvígisins. Gleðin leyndi sér ekki og hann kallaði strax á eiginkonu sína til að tilkynna henni að þau væri á leiðinni til Króatíu. Hjartnæmt viðtal og falleg stund sem má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Íslandsmeistarinn Frank Aron Booker Subway-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Sjá meira
Kristófer Acox yfirgaf völlinn strax á fyrstu mínútu þegar hann hneig niður eftir að hafa slitið sin í hnénu. Hann spilaði ekki meira í leiknum og verður frá í einhvern tíma. Frank Aron sagði liðið hafa lagt allt í að klára þetta fyrir Kristófer. „Já hundrað prósent fyrir hann. Hann er búinn að vera svo stór fyrir okkur allt árið. Búinn að vera með vandamál í hnénu allt tímabilið. Í byrjun leiks fer hann niður, ég hélt hann myndi standa aftur upp en hann sagði bara þetta er búið. Ef ég á að segja alveg satt fór hjartað beint niður í maga.“ Valsliðið hefur sýnt það og sannað á tímabilinu að í því býr stórkostlegur karakter. Meiðsli hafa plagað liðið og meira að segja í úrslitaleiknum misstu þeir einn sinn besta mann út. „Við vildum þetta svo mikið, það var enginn tími til að vera þreyttur eða hugsa um krampa eða sár á hausnum. Þetta skiptir engu, við vissum að þetta yrði barátta allan tímann. Þetta er svo sætt að vinna þetta, sérstaklega eftir síðasta tímabil. Ég get ekki lýst þessu.“ Fjölskyldan styður við sitt fólk Talið færðist þá yfir á persónulegu nóturnar fyrir Frank Aron sem gekk í gegnum hræðilegt áfall fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan þegar kona hans missti fóstur. Fjölskyldan sem Valsliðið er stóð við bakið á þeim í gegnum erfiða tíma. „Þetta er eitt besta lið sem ég hef spilað með á ferlinum. Þetta er í alvöru fjölskylda. Ég og konan mín erum búin að ganga í gegnum mjög mikið, misstum barnið okkar 20 vikna 15. mars, það komu allir í jarðarförina að styðja við bakið á mér og konunni minni. Einhvern veginn komum við saman og við vitum að þó allt fari í rugl erum við einhvern veginn með þetta í höndunum útaf því hvers konar karakter er í liðinu.“ „Eins og ég segi þetta er bara fjölskylda, bræður mínir og þeir gerðu allt sem maður gat beðið um meðan verið er að fara í gegnum svona áfall. Körfuboltinn er mitt safe space, ég náði að dreifa huganum og spila minn besta leik, gefa allt sem ég get gefið. Það er eina sem ég get sagt, og við unnum!“ Þá fékk Frank Aron verðlaun með gjafabréfi fyrir að vera valinn PlayAir úrslitaeinvígisins. Gleðin leyndi sér ekki og hann kallaði strax á eiginkonu sína til að tilkynna henni að þau væri á leiðinni til Króatíu. Hjartnæmt viðtal og falleg stund sem má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Íslandsmeistarinn Frank Aron Booker
Subway-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Sjá meira