Þótti vænt um að liðsfélagarnir mættu allir í jarðarförina Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. maí 2024 11:01 Frank Aron fékk skurð á höfuðið í gær en lét það ekkert á sig fá, kláraði leikinn og lyfti svo titlinum. skjáskot/stöð2sport Frank Aron Booker segir einstakan liðsanda hjá karlaliði Vals í körfubolta hafa sýnt sig þegar liðsfélagarnir mættu allir sem einn í jarðarför dóttur hans sem lést í móðurkviði í mars. Frank Aron varð Íslandsmeistari með liði Vals í annað sinn eftir spennandi úrslitaviðureign gegn Grindavík. Hann var valinn PlayAir úrslitaeinvígisins af sérfræðingum Körfuboltakvölds. Kristófer Acox yfirgaf völlinn strax á fyrstu mínútu þegar hann hneig niður eftir að hafa slitið sin í hnénu. Hann spilaði ekki meira í leiknum og verður frá í einhvern tíma. Frank Aron sagði liðið hafa lagt allt í að klára þetta fyrir Kristófer. „Já hundrað prósent fyrir hann. Hann er búinn að vera svo stór fyrir okkur allt árið. Búinn að vera með vandamál í hnénu allt tímabilið. Í byrjun leiks fer hann niður, ég hélt hann myndi standa aftur upp en hann sagði bara þetta er búið. Ef ég á að segja alveg satt fór hjartað beint niður í maga.“ Valsliðið hefur sýnt það og sannað á tímabilinu að í því býr stórkostlegur karakter. Meiðsli hafa plagað liðið og meira að segja í úrslitaleiknum misstu þeir einn sinn besta mann út. „Við vildum þetta svo mikið, það var enginn tími til að vera þreyttur eða hugsa um krampa eða sár á hausnum. Þetta skiptir engu, við vissum að þetta yrði barátta allan tímann. Þetta er svo sætt að vinna þetta, sérstaklega eftir síðasta tímabil. Ég get ekki lýst þessu.“ Fjölskyldan styður við sitt fólk Talið færðist þá yfir á persónulegu nóturnar fyrir Frank Aron sem gekk í gegnum hræðilegt áfall fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan þegar kona hans missti fóstur. Fjölskyldan sem Valsliðið er stóð við bakið á þeim í gegnum erfiða tíma. „Þetta er eitt besta lið sem ég hef spilað með á ferlinum. Þetta er í alvöru fjölskylda. Ég og konan mín erum búin að ganga í gegnum mjög mikið, misstum barnið okkar 20 vikna 15. mars, það komu allir í jarðarförina að styðja við bakið á mér og konunni minni. Einhvern veginn komum við saman og við vitum að þó allt fari í rugl erum við einhvern veginn með þetta í höndunum útaf því hvers konar karakter er í liðinu.“ „Eins og ég segi þetta er bara fjölskylda, bræður mínir og þeir gerðu allt sem maður gat beðið um meðan verið er að fara í gegnum svona áfall. Körfuboltinn er mitt safe space, ég náði að dreifa huganum og spila minn besta leik, gefa allt sem ég get gefið. Það er eina sem ég get sagt, og við unnum!“ Þá fékk Frank Aron verðlaun með gjafabréfi fyrir að vera valinn PlayAir úrslitaeinvígisins. Gleðin leyndi sér ekki og hann kallaði strax á eiginkonu sína til að tilkynna henni að þau væri á leiðinni til Króatíu. Hjartnæmt viðtal og falleg stund sem má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Íslandsmeistarinn Frank Aron Booker Subway-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Sjá meira
Kristófer Acox yfirgaf völlinn strax á fyrstu mínútu þegar hann hneig niður eftir að hafa slitið sin í hnénu. Hann spilaði ekki meira í leiknum og verður frá í einhvern tíma. Frank Aron sagði liðið hafa lagt allt í að klára þetta fyrir Kristófer. „Já hundrað prósent fyrir hann. Hann er búinn að vera svo stór fyrir okkur allt árið. Búinn að vera með vandamál í hnénu allt tímabilið. Í byrjun leiks fer hann niður, ég hélt hann myndi standa aftur upp en hann sagði bara þetta er búið. Ef ég á að segja alveg satt fór hjartað beint niður í maga.“ Valsliðið hefur sýnt það og sannað á tímabilinu að í því býr stórkostlegur karakter. Meiðsli hafa plagað liðið og meira að segja í úrslitaleiknum misstu þeir einn sinn besta mann út. „Við vildum þetta svo mikið, það var enginn tími til að vera þreyttur eða hugsa um krampa eða sár á hausnum. Þetta skiptir engu, við vissum að þetta yrði barátta allan tímann. Þetta er svo sætt að vinna þetta, sérstaklega eftir síðasta tímabil. Ég get ekki lýst þessu.“ Fjölskyldan styður við sitt fólk Talið færðist þá yfir á persónulegu nóturnar fyrir Frank Aron sem gekk í gegnum hræðilegt áfall fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan þegar kona hans missti fóstur. Fjölskyldan sem Valsliðið er stóð við bakið á þeim í gegnum erfiða tíma. „Þetta er eitt besta lið sem ég hef spilað með á ferlinum. Þetta er í alvöru fjölskylda. Ég og konan mín erum búin að ganga í gegnum mjög mikið, misstum barnið okkar 20 vikna 15. mars, það komu allir í jarðarförina að styðja við bakið á mér og konunni minni. Einhvern veginn komum við saman og við vitum að þó allt fari í rugl erum við einhvern veginn með þetta í höndunum útaf því hvers konar karakter er í liðinu.“ „Eins og ég segi þetta er bara fjölskylda, bræður mínir og þeir gerðu allt sem maður gat beðið um meðan verið er að fara í gegnum svona áfall. Körfuboltinn er mitt safe space, ég náði að dreifa huganum og spila minn besta leik, gefa allt sem ég get gefið. Það er eina sem ég get sagt, og við unnum!“ Þá fékk Frank Aron verðlaun með gjafabréfi fyrir að vera valinn PlayAir úrslitaeinvígisins. Gleðin leyndi sér ekki og hann kallaði strax á eiginkonu sína til að tilkynna henni að þau væri á leiðinni til Króatíu. Hjartnæmt viðtal og falleg stund sem má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Íslandsmeistarinn Frank Aron Booker
Subway-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Sjá meira