Greint var frá því í gær að Icelandair hefði samið um starfslok við 82 starfsmenn á skrifstofum félagsins, um tíu prósent skrifstofufólks.
Við lok markaðar í gær hafði verð bréfa í flugfélaginu lækkað um rúmlega þrjú prósent og dagslokagengið var 1,01 króna, einum aur hærra en gengið þegar Icelandair réðst í hlutafjárútboð árið 2020.
Þegar þessi frétt er skrifuð klukkan 10:30 hefur gengið lækkað um 9,45 prósent í viðskiptum upp á 105 milljónir króna. Gengið stendur í 0,91 krónu á hlut.