Afrekskonan Katrín Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 30. maí 2024 20:30 Katrín Jakobsdóttir er meðal bestu dætra íslensku þjóðarinnar. Hún er afrekskona á sínu sviði og sambærileg við þær konur sem lengst hafa náð í íþróttum, listum, félags- viðskipta- og menningarlífi. Þar sem hennar miklu afrek hafa verið unnin á sviði stjórnmálanna liggur það í hlutarins eðli að verk hennar hafa orðið umdeild, sumir eru hæstánægðir með tiltekna lagasetningu á meðan aðrir eru hundfúlir. Sumir eru fullir aðdáunar á því að henni skuli hafa tekist að stýra þriggja flokka ríkisstjórn sem forsætisráðherra í á annað kjörtímabil á sama tíma og gengið var í gegnum hvert stóráfallið af öðru, heimsfaraldur og náttúruhamfarir af sjaldgæfu tagi. Aðrir líta á tíð hennar í starfi forsætisráðherra sem svik við kjósendur VG! Í stjórnmálum verður aldrei gert svo öllum líki. Það hefur því ekki komið á óvart að framboð Katrínar framkallaði háværari umræður og gagnrýni en annarra frambjóðenda. Hún hefur meira og minna unnið allt sitt starf fyrir opnum tjöldum, meðan mun minna er vitað um afrek eða mistök hinna. Það sem þó hefur komið á óvart er heiftin sem beinist gegn persónu hennar frá tilteknum hópi og gleymskan á allt það góða sem hún hefur átt hlut að. Hún var t.d. ungur menntamálaráðherra þegar hún tók höndum saman við borgarstjórann í Reykjavík, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, um byggingu tónlistarhússins Hörpu skömmu eftir Hrun. Hún var á oddinum í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hjúskaparlögunum var breytt í Ein lög fyrir alla 2010 með margvíslegum réttarbótum fyrir samkynhneigða. Mannréttindamál hvers konar eru eins og yfirskrift yfir öllum hennar stjórnmálaferli. Það var ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem tók ákvörðun um byggingu varnargarða umhverfis Grindavík, þegar hraunflóð ógnaði byggðinni. Og eitt hennar síðasta verk á stóli forsætisráðherra var að liðka fyrir í alvarlegum kjaradeilum og tryggja börnum ókeypis máltíðir í skólum. Framganga Katrínar sem fulltrúi Íslands á erlendum vettvangi hefur vakið bæði eftirtekt og aðdáun. Á því stóra sviði hefur hún glansað. Þar skín af henni látleysi og sjálfstraust í senn, heillandi viðmót og hæfileikinn til að eiga í samskiptum við háa sem lága á jafnréttisgrundvelli. Frambærilegri fulltrúa þjóðarinnar er vart hægt að hugsa sér. Katrín Jakobsdóttir er meðal bestu dætra þessa lands. Hún hefur allt til að bera sem prýða má næsta forseta lýðveldisins. Kjósum Katrínu fyrir forseta Íslands. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir er meðal bestu dætra íslensku þjóðarinnar. Hún er afrekskona á sínu sviði og sambærileg við þær konur sem lengst hafa náð í íþróttum, listum, félags- viðskipta- og menningarlífi. Þar sem hennar miklu afrek hafa verið unnin á sviði stjórnmálanna liggur það í hlutarins eðli að verk hennar hafa orðið umdeild, sumir eru hæstánægðir með tiltekna lagasetningu á meðan aðrir eru hundfúlir. Sumir eru fullir aðdáunar á því að henni skuli hafa tekist að stýra þriggja flokka ríkisstjórn sem forsætisráðherra í á annað kjörtímabil á sama tíma og gengið var í gegnum hvert stóráfallið af öðru, heimsfaraldur og náttúruhamfarir af sjaldgæfu tagi. Aðrir líta á tíð hennar í starfi forsætisráðherra sem svik við kjósendur VG! Í stjórnmálum verður aldrei gert svo öllum líki. Það hefur því ekki komið á óvart að framboð Katrínar framkallaði háværari umræður og gagnrýni en annarra frambjóðenda. Hún hefur meira og minna unnið allt sitt starf fyrir opnum tjöldum, meðan mun minna er vitað um afrek eða mistök hinna. Það sem þó hefur komið á óvart er heiftin sem beinist gegn persónu hennar frá tilteknum hópi og gleymskan á allt það góða sem hún hefur átt hlut að. Hún var t.d. ungur menntamálaráðherra þegar hún tók höndum saman við borgarstjórann í Reykjavík, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, um byggingu tónlistarhússins Hörpu skömmu eftir Hrun. Hún var á oddinum í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hjúskaparlögunum var breytt í Ein lög fyrir alla 2010 með margvíslegum réttarbótum fyrir samkynhneigða. Mannréttindamál hvers konar eru eins og yfirskrift yfir öllum hennar stjórnmálaferli. Það var ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem tók ákvörðun um byggingu varnargarða umhverfis Grindavík, þegar hraunflóð ógnaði byggðinni. Og eitt hennar síðasta verk á stóli forsætisráðherra var að liðka fyrir í alvarlegum kjaradeilum og tryggja börnum ókeypis máltíðir í skólum. Framganga Katrínar sem fulltrúi Íslands á erlendum vettvangi hefur vakið bæði eftirtekt og aðdáun. Á því stóra sviði hefur hún glansað. Þar skín af henni látleysi og sjálfstraust í senn, heillandi viðmót og hæfileikinn til að eiga í samskiptum við háa sem lága á jafnréttisgrundvelli. Frambærilegri fulltrúa þjóðarinnar er vart hægt að hugsa sér. Katrín Jakobsdóttir er meðal bestu dætra þessa lands. Hún hefur allt til að bera sem prýða má næsta forseta lýðveldisins. Kjósum Katrínu fyrir forseta Íslands. Höfundur er rithöfundur.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun