Barnapíu á Bessastaði! Karl Sigurðsson skrifar 31. maí 2024 07:31 Þegar ég var 10 ára gamall byrjaði systir mín með strák sem mér fannst mjög skemmtilegur. Þau voru 16 ára og henni fannst eðlilega gersamlega glatað hvað ég vildi alltaf vera mikið með þeim og bankaði mikið á herbergisdyrnar hennar. Það sem fór mögulega meira í taugarnar á henni var hvað kærastinn hafði gaman af að leika við mig. Hann var einstaklega fyndinn og hugmyndaríkur en líka lausnamiðaður og tókst til dæmis að halda okkur báðum góðum með því að skipuleggja ratleik fyrir mig um íbúðina með allskonar þrautum sem tók mig góðan tíma að leysa - og systir mín fékk frið á meðan. Öll sátt og gott dæmi um hvernig má leysa vandamál með skapandi hugsun. Þessi strákur hét Jón Gunnar Kristinsson, Jónsi í augum flestra sem þekktu hann. Þegar þau systir mín hættu saman nokkrum árum síðar sá ég mikið eftir honum en þarna hafði ég í raun eignast andlegan stóra bróður. Nokkru seinna fór Jónsi að vera áberandi í skemmtanabransanum undir nafninu Jón Gnarr og ég náði að fylgjast með því hvernig þjóðin öll uppgötvaði smám saman það sem ég hafði vitað um árabil, að hann býr yfir einstakri gáfu til að dreifa gleði og góðri stemmingu hvert sem hann fer. Þegar við störfuðum saman í borgarstjórn árin 2010-2014 fékk ég að fylgjast með því hvernig Jón sem borgarstjóri leysti hvert vandamálið á fætur öðru með því að hlusta á sér fróðara fólk, fá lánaða dómgreind hjá þeim manneskjum sem hann treysti og beita allskonar skapandi aðferðum við úrlausn mála - alltaf með gleðina í fyrirrúmi. Og aldrei var hann hræddur við að viðurkenna mistök - enda venjulegur maður sem rataði í stjórnmál frekar en hefðbundinn stjórnmálamaður. Hann var frábær borgarstjóri; skemmtilegur, hlýr og skapandi. Stemmingin í borginni og stjórnkerfi hennar var allt önnur eftir að hans hafði notið við. Kæru Íslendingar. Jón Gunnar Kristinsson býður sig nú fram til embættis forseta. Ég ætla að verða við kröfu míns andlega stóra bróður og barnapíu um atkvæði mitt og gefa honum von, kjósa með hjartanu og gefa íslensku þjóðinni um leið von um skemmtilegra Ísland. Höfundur er tölvunarfræðingur og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var 10 ára gamall byrjaði systir mín með strák sem mér fannst mjög skemmtilegur. Þau voru 16 ára og henni fannst eðlilega gersamlega glatað hvað ég vildi alltaf vera mikið með þeim og bankaði mikið á herbergisdyrnar hennar. Það sem fór mögulega meira í taugarnar á henni var hvað kærastinn hafði gaman af að leika við mig. Hann var einstaklega fyndinn og hugmyndaríkur en líka lausnamiðaður og tókst til dæmis að halda okkur báðum góðum með því að skipuleggja ratleik fyrir mig um íbúðina með allskonar þrautum sem tók mig góðan tíma að leysa - og systir mín fékk frið á meðan. Öll sátt og gott dæmi um hvernig má leysa vandamál með skapandi hugsun. Þessi strákur hét Jón Gunnar Kristinsson, Jónsi í augum flestra sem þekktu hann. Þegar þau systir mín hættu saman nokkrum árum síðar sá ég mikið eftir honum en þarna hafði ég í raun eignast andlegan stóra bróður. Nokkru seinna fór Jónsi að vera áberandi í skemmtanabransanum undir nafninu Jón Gnarr og ég náði að fylgjast með því hvernig þjóðin öll uppgötvaði smám saman það sem ég hafði vitað um árabil, að hann býr yfir einstakri gáfu til að dreifa gleði og góðri stemmingu hvert sem hann fer. Þegar við störfuðum saman í borgarstjórn árin 2010-2014 fékk ég að fylgjast með því hvernig Jón sem borgarstjóri leysti hvert vandamálið á fætur öðru með því að hlusta á sér fróðara fólk, fá lánaða dómgreind hjá þeim manneskjum sem hann treysti og beita allskonar skapandi aðferðum við úrlausn mála - alltaf með gleðina í fyrirrúmi. Og aldrei var hann hræddur við að viðurkenna mistök - enda venjulegur maður sem rataði í stjórnmál frekar en hefðbundinn stjórnmálamaður. Hann var frábær borgarstjóri; skemmtilegur, hlýr og skapandi. Stemmingin í borginni og stjórnkerfi hennar var allt önnur eftir að hans hafði notið við. Kæru Íslendingar. Jón Gunnar Kristinsson býður sig nú fram til embættis forseta. Ég ætla að verða við kröfu míns andlega stóra bróður og barnapíu um atkvæði mitt og gefa honum von, kjósa með hjartanu og gefa íslensku þjóðinni um leið von um skemmtilegra Ísland. Höfundur er tölvunarfræðingur og tónlistarmaður.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun