Ég vil Baldur og því kýs ég Baldur Ólafur Helgi M. Ólafsson / Starína skrifar 31. maí 2024 09:30 Ég hef undanfarna daga verið að hugsa með sjálfum mér afhverju ég ætli að kjósa Baldur Þórhallsson? Ég svo fattaði það, þegar ég fann bréf frá sjálfum mér niðri í kompu. Þetta bréf var 24 ára gamalt. Þar las ég um þennan týnda strák sem var að leita að hamingjunni, ástinni og tilgangi lífsins. Hann reyndi að þóknast öðrum, vera eins og hinir, gera það sem öðrum fannst að hann ætti að gera og bréfið endaði meira að segja á orðunum “ertu kominn með kærustu?” Þótt bréfið fjallaði allt um það hversu mikið ég kæmi til með að sakna stráks sem ég var að kveðja og var augljóslega skotinn í. Allt þetta bréf var um það hvernig ég gæti ekki verið samkynhneigður og svona öðruvísi. Hvernig ég gæti lagað það. En þessi sami strákur og skrifaði bréfið kom svo út úr skápnum árið 2002, fann sér áhugamál, kláraði nám, ferðaðist um heiminn og gafst aldrei upp á draumum sínum. Síðan fóru draumarnir að breytast og tilgangurinn varð að vilja styrkja og hvetja aðra til að lifa sínu lífi sem þeirra og vera trú sjálfum sér. Þetta gerðu Baldur og Felix fyrir mig (ásamt fullt af öðru fólki). Þá fann ég það að hjartað mitt og heilinn minn eru sammála um að hann er minn besti valkostur til forseta Íslands. Hví? Ég gæti byrjað að telja upp þessi góðu rök sem ég var að reyna að muna utanbókar, eins og það að hann setur málefni barna og ungmenna í fyrsta sæti, hann berst fyrir fullum mannréttindum allra, hann er prófessor með sérfræðiþekkingu um stjórnmál og smáríki og fleira. En mín stærstu rök eru; hvað ef þessi maður, sem barst fyrir mannréttindum og jafnræði, og kemur fram við ókunnuga með auðmýkt og hlýju, væri forseti Íslands? Mér þætti þessi maður mjög góð fyrirmynd og ef ég hefði haft hann sem forseta þegar ég var krakki þá hefði ég kannski ekki verið svona týndur. Ég treysti því að hann muni sinna þessu embætti af miklu hugrekki og ástríðu. Ég treysti því að ef Alþingi fer að koma með einhver frumvörp sem skerða þjóðarhagsmuni eða mannréttindi okkar, að þá muni hann grípa inn í og vísa þeim til þjóðarinnar. Ég treysti því að hann muni hlusta á okkur ef við mótmælum. Baldur kemur vel fram við alla hvort sem þú ert fatlaður, hinsegin, kona, barn eða útlendingur. Allir eru jafnir og það er það sem mér finnst svo fallegt. Ég sá hann örugglega í fyrsta sinn í gleðigöngunni 2002 eða 2003, þar og annars staðar hefur hann barist fyrir réttindum hinsegin fólks og gert Ísland að betri stað fyrir vikið og ég vil gefa honum enn betra tækifæri til að gera Ísland að enn betri stað fyrir ALLA! Ég ætla að kjósa Baldur því ég vil að við vinnum saman að betri heimi. Höfundur er fyrrverandi Dragdrottning Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef undanfarna daga verið að hugsa með sjálfum mér afhverju ég ætli að kjósa Baldur Þórhallsson? Ég svo fattaði það, þegar ég fann bréf frá sjálfum mér niðri í kompu. Þetta bréf var 24 ára gamalt. Þar las ég um þennan týnda strák sem var að leita að hamingjunni, ástinni og tilgangi lífsins. Hann reyndi að þóknast öðrum, vera eins og hinir, gera það sem öðrum fannst að hann ætti að gera og bréfið endaði meira að segja á orðunum “ertu kominn með kærustu?” Þótt bréfið fjallaði allt um það hversu mikið ég kæmi til með að sakna stráks sem ég var að kveðja og var augljóslega skotinn í. Allt þetta bréf var um það hvernig ég gæti ekki verið samkynhneigður og svona öðruvísi. Hvernig ég gæti lagað það. En þessi sami strákur og skrifaði bréfið kom svo út úr skápnum árið 2002, fann sér áhugamál, kláraði nám, ferðaðist um heiminn og gafst aldrei upp á draumum sínum. Síðan fóru draumarnir að breytast og tilgangurinn varð að vilja styrkja og hvetja aðra til að lifa sínu lífi sem þeirra og vera trú sjálfum sér. Þetta gerðu Baldur og Felix fyrir mig (ásamt fullt af öðru fólki). Þá fann ég það að hjartað mitt og heilinn minn eru sammála um að hann er minn besti valkostur til forseta Íslands. Hví? Ég gæti byrjað að telja upp þessi góðu rök sem ég var að reyna að muna utanbókar, eins og það að hann setur málefni barna og ungmenna í fyrsta sæti, hann berst fyrir fullum mannréttindum allra, hann er prófessor með sérfræðiþekkingu um stjórnmál og smáríki og fleira. En mín stærstu rök eru; hvað ef þessi maður, sem barst fyrir mannréttindum og jafnræði, og kemur fram við ókunnuga með auðmýkt og hlýju, væri forseti Íslands? Mér þætti þessi maður mjög góð fyrirmynd og ef ég hefði haft hann sem forseta þegar ég var krakki þá hefði ég kannski ekki verið svona týndur. Ég treysti því að hann muni sinna þessu embætti af miklu hugrekki og ástríðu. Ég treysti því að ef Alþingi fer að koma með einhver frumvörp sem skerða þjóðarhagsmuni eða mannréttindi okkar, að þá muni hann grípa inn í og vísa þeim til þjóðarinnar. Ég treysti því að hann muni hlusta á okkur ef við mótmælum. Baldur kemur vel fram við alla hvort sem þú ert fatlaður, hinsegin, kona, barn eða útlendingur. Allir eru jafnir og það er það sem mér finnst svo fallegt. Ég sá hann örugglega í fyrsta sinn í gleðigöngunni 2002 eða 2003, þar og annars staðar hefur hann barist fyrir réttindum hinsegin fólks og gert Ísland að betri stað fyrir vikið og ég vil gefa honum enn betra tækifæri til að gera Ísland að enn betri stað fyrir ALLA! Ég ætla að kjósa Baldur því ég vil að við vinnum saman að betri heimi. Höfundur er fyrrverandi Dragdrottning Íslands.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun