Hver er besti skólastjórinn? Aðalheiður Björk Olgudóttir skrifar 31. maí 2024 12:15 Nú í vikunni þegar ég kom inn í einn af yngri bekkjum skólans sem ég starfa í til að sækja nemanda voru krakkarnir í bekknum niðursokknir í myndband sem rúllaði á tjaldinu. Við blasti Ásdís Rán sem kynnti sig og framboð sitt til forseta Íslands og nemendur horfðu áhugasamir á. Þegar kynningunni lauk heyrðist sagt í bekknum: -Vá er hún í alvörunni 36 ára? hún lítur sko út fyrir að vera tuttuguogfjögurra! Á sumum borðum hafði þegar verið merkt við ákveðið nafn á blaði þótt kynningum væri langt í frá lokið en flestir tóku hlutverkið alvarlega og fylgdust vandlega með og biðu rólegir. Minn skjólstæðingur kom með semingi með mér. Hann hélt á blaði með nöfnum forsetaframbjóðendanna svo að ég spurði hann hvort þau væru að fara að kjósa? -Já, segir hann við erum að fara að kjósa skólastjóra. Ég hvái og hann segir að þau séu að horfa á alla kynna sig og svo eigi að kjósa skólastjóra, það sé samt í plati en þau séu að æfa sig að kjósa. -En gaman segi ég, viltu kannski klára að kjósa og koma svo á eftir til mín í tíma? Já hann hélt nú það, svo ég segi við hann að skilnaði -Þið eruð reyndar að kjósa forseta Íslands en ekki skólastjóra. Hann horfði efins á mig. -Það getur ekki verið, það er svo margt fólk, það er ekki gamalt og svo er fullt af konum. Vissulega góð rök í sumum löndum en ekki hér. Ekki lengur. Lýðræðið virkar þegar alls konar fólk af öllum kynjum með alls konar bakgrunn, á ýmsum aldri getur boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta árið er boðið upp á hlaðborð af frambærilegum kjósendum og mörgum finnst valið erfitt. Partur af lýðræðinu er að kynna sér framboðið, hlusta og ígrunda og síðan að lokum nýta sér dýrmætan kosningaréttinn og segja með því sína skoðun. Hver er hæfastur í starfið? Hver kemur best fyrir? Hver talar alltaf af virðingu um annað fólk? Hver eru fyrri störf? Hver mun gera okkur stoltust? Hver verður besti skólastjórinn? Við sem eldri erum ættum að taka börnin okkur til fyrirmyndar, hlusta, ígrunda, tala fallega og af virðingu um aðra, hlusta á hjartað og komast að niðurstöðu – fyrir okkur sjálf og kjósa svo samkvæmt því. Kæra unga fólk á öllum aldri: Nýtið kosningaréttinn þann 1. júní! Hann er ekki sjálfgefinn og hann skiptir máli! Það er fátt sem gleður mitt gamla kennarahjarta meira en að rekast á gamla nemendur á kjördag, uppábúna og hátíðlega að nýta kosningaréttinn sinn. Þá veit ég að eitthvað skilaði sér í gegn. Gleðilegar kosningar! Höfundur er stuðningskona Katrínar Jakobsdóttur Höfundur: Aðalheiður Björk Olgudóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í vikunni þegar ég kom inn í einn af yngri bekkjum skólans sem ég starfa í til að sækja nemanda voru krakkarnir í bekknum niðursokknir í myndband sem rúllaði á tjaldinu. Við blasti Ásdís Rán sem kynnti sig og framboð sitt til forseta Íslands og nemendur horfðu áhugasamir á. Þegar kynningunni lauk heyrðist sagt í bekknum: -Vá er hún í alvörunni 36 ára? hún lítur sko út fyrir að vera tuttuguogfjögurra! Á sumum borðum hafði þegar verið merkt við ákveðið nafn á blaði þótt kynningum væri langt í frá lokið en flestir tóku hlutverkið alvarlega og fylgdust vandlega með og biðu rólegir. Minn skjólstæðingur kom með semingi með mér. Hann hélt á blaði með nöfnum forsetaframbjóðendanna svo að ég spurði hann hvort þau væru að fara að kjósa? -Já, segir hann við erum að fara að kjósa skólastjóra. Ég hvái og hann segir að þau séu að horfa á alla kynna sig og svo eigi að kjósa skólastjóra, það sé samt í plati en þau séu að æfa sig að kjósa. -En gaman segi ég, viltu kannski klára að kjósa og koma svo á eftir til mín í tíma? Já hann hélt nú það, svo ég segi við hann að skilnaði -Þið eruð reyndar að kjósa forseta Íslands en ekki skólastjóra. Hann horfði efins á mig. -Það getur ekki verið, það er svo margt fólk, það er ekki gamalt og svo er fullt af konum. Vissulega góð rök í sumum löndum en ekki hér. Ekki lengur. Lýðræðið virkar þegar alls konar fólk af öllum kynjum með alls konar bakgrunn, á ýmsum aldri getur boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta árið er boðið upp á hlaðborð af frambærilegum kjósendum og mörgum finnst valið erfitt. Partur af lýðræðinu er að kynna sér framboðið, hlusta og ígrunda og síðan að lokum nýta sér dýrmætan kosningaréttinn og segja með því sína skoðun. Hver er hæfastur í starfið? Hver kemur best fyrir? Hver talar alltaf af virðingu um annað fólk? Hver eru fyrri störf? Hver mun gera okkur stoltust? Hver verður besti skólastjórinn? Við sem eldri erum ættum að taka börnin okkur til fyrirmyndar, hlusta, ígrunda, tala fallega og af virðingu um aðra, hlusta á hjartað og komast að niðurstöðu – fyrir okkur sjálf og kjósa svo samkvæmt því. Kæra unga fólk á öllum aldri: Nýtið kosningaréttinn þann 1. júní! Hann er ekki sjálfgefinn og hann skiptir máli! Það er fátt sem gleður mitt gamla kennarahjarta meira en að rekast á gamla nemendur á kjördag, uppábúna og hátíðlega að nýta kosningaréttinn sinn. Þá veit ég að eitthvað skilaði sér í gegn. Gleðilegar kosningar! Höfundur er stuðningskona Katrínar Jakobsdóttur Höfundur: Aðalheiður Björk Olgudóttir
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun