„Svona er á síld“ Stefán Hilmarsson skrifar 31. maí 2024 13:30 Ekki er laust við að einhverjir hafi farið fullmikinn að undanförnu í glósum og glefsum vegna forsetakosninga, sumir jafnvel offari, sem er miður. En það er eins og gengur, pólitíkin er grimmt sport, skoðanir skiptar, mannskepnan misjöfn og kurteisi ekki öllum í blóð borin. Katrín Jakobsdóttir hefur ekki farið varhluta af þessu. Það er skiljanlegt að ýmsum finnist bratt að stökkva á einni nóttu úr forsætisráðherrastóli yfir í forsetastól og gera þar með — í vissum skilningi — embættin tvö að einu og ríkisstjórnina sumpart alráða. Eðlilega mátti því búast við allnokkru andstreymi. En að sjálfsögðu á hún fullan rétt á að bjóða sig fram og leggja sjálfa sig í dóm kjósenda. Fráleitt eru þó allir óvildarmenn hennar. Það virðist t.d. augljóst — og ekki skrýtið — að Katrín nýtur stuðnings valdaafla og Morgunblaðið dregur hennar taum. Að sama skapi hefur sá miðill farið mikinn í að gera mótframbjóðendur tortryggilega, sér í lagi Höllu Hrund Logadóttur. Nú síðast með uppslætti um óleyfilega notkun stuðningsteymis á myndbroti, sem öllu sanngjörnu fólki má vera ljóst að er stormur í vatnsglasi, smávægileg yfirsjón, nokkuð sem lagfært var snarlega og um leið beðist velvirðingar. En ekki greinir Mogginn frá þeim málalyktum. Ekki frekar en þar sé minnst á sambærilegt glappaskot kynningardeildar Katrínar, sem á dögunum notfærði sér íslenskt sönglag í leyfisleysi, við lítinn fögnuð rétthafa. Morgunblaðið hefur heldur ekki enn minnst á það sem opinberaðist í kappræðum frambjóðenda í vikunni; þegar ekki færri en þrír greindu aðspurðir frá þrýstingi úr herbúðum Katrínar, með áeggjan um að draga framboð sín til baka, svo þeir skyggðu ekki á framboð hennar. En „svona er á síld“, eins og segir í laginu. Ekki hefur Halla Hrund barmað sér undan smjörklípum Moggans né vænt nokkurn um einelti, heldur ber hún höfuð hátt og heldur göngu sinni áfram. „Þannig tel ég skylt að maður sé“, eins og Bastían söng. Við erum lánsöm að hafa í framboði svo margt frambærilegt fólk og ég ber mikla virðingu fyrir þeim öllum. Ég er hins vegar einarður stuðningsmaður hinnar snjöllu Höllu Hrundar og er þess fullviss að hún yrði frábær forseti, sem myndi auka okkur gleði, samkennd og bjartsýni. Hún stæði vörð um lýðræðið, gildi okkar og menningu og yrði drjúgur liðsmaður almennings, jafnt í málefnum líðandi stundar og framtíðar, þar á meðal — og ekki síst — í orku- og auðlindamálum, sem eru hennar sérgrein og hjartans mál. Ég þekki Höllu Hrund vel og veit hvaða góða mann hún hefur að geyma. Að því sögðu, þakka ég öllum frambjóðendum fyrir að bjóða sig fram. Það þarf mikið hugrekki til að ganga inn í sviðsljósin og bera sálu sína fyrir alþjóð undir þessum formerkjum. Ég óska hverju og einu þeirra góðs gengis í hvaða hlutverkum sem þau koma til með að gegna á komandi árum. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki er laust við að einhverjir hafi farið fullmikinn að undanförnu í glósum og glefsum vegna forsetakosninga, sumir jafnvel offari, sem er miður. En það er eins og gengur, pólitíkin er grimmt sport, skoðanir skiptar, mannskepnan misjöfn og kurteisi ekki öllum í blóð borin. Katrín Jakobsdóttir hefur ekki farið varhluta af þessu. Það er skiljanlegt að ýmsum finnist bratt að stökkva á einni nóttu úr forsætisráðherrastóli yfir í forsetastól og gera þar með — í vissum skilningi — embættin tvö að einu og ríkisstjórnina sumpart alráða. Eðlilega mátti því búast við allnokkru andstreymi. En að sjálfsögðu á hún fullan rétt á að bjóða sig fram og leggja sjálfa sig í dóm kjósenda. Fráleitt eru þó allir óvildarmenn hennar. Það virðist t.d. augljóst — og ekki skrýtið — að Katrín nýtur stuðnings valdaafla og Morgunblaðið dregur hennar taum. Að sama skapi hefur sá miðill farið mikinn í að gera mótframbjóðendur tortryggilega, sér í lagi Höllu Hrund Logadóttur. Nú síðast með uppslætti um óleyfilega notkun stuðningsteymis á myndbroti, sem öllu sanngjörnu fólki má vera ljóst að er stormur í vatnsglasi, smávægileg yfirsjón, nokkuð sem lagfært var snarlega og um leið beðist velvirðingar. En ekki greinir Mogginn frá þeim málalyktum. Ekki frekar en þar sé minnst á sambærilegt glappaskot kynningardeildar Katrínar, sem á dögunum notfærði sér íslenskt sönglag í leyfisleysi, við lítinn fögnuð rétthafa. Morgunblaðið hefur heldur ekki enn minnst á það sem opinberaðist í kappræðum frambjóðenda í vikunni; þegar ekki færri en þrír greindu aðspurðir frá þrýstingi úr herbúðum Katrínar, með áeggjan um að draga framboð sín til baka, svo þeir skyggðu ekki á framboð hennar. En „svona er á síld“, eins og segir í laginu. Ekki hefur Halla Hrund barmað sér undan smjörklípum Moggans né vænt nokkurn um einelti, heldur ber hún höfuð hátt og heldur göngu sinni áfram. „Þannig tel ég skylt að maður sé“, eins og Bastían söng. Við erum lánsöm að hafa í framboði svo margt frambærilegt fólk og ég ber mikla virðingu fyrir þeim öllum. Ég er hins vegar einarður stuðningsmaður hinnar snjöllu Höllu Hrundar og er þess fullviss að hún yrði frábær forseti, sem myndi auka okkur gleði, samkennd og bjartsýni. Hún stæði vörð um lýðræðið, gildi okkar og menningu og yrði drjúgur liðsmaður almennings, jafnt í málefnum líðandi stundar og framtíðar, þar á meðal — og ekki síst — í orku- og auðlindamálum, sem eru hennar sérgrein og hjartans mál. Ég þekki Höllu Hrund vel og veit hvaða góða mann hún hefur að geyma. Að því sögðu, þakka ég öllum frambjóðendum fyrir að bjóða sig fram. Það þarf mikið hugrekki til að ganga inn í sviðsljósin og bera sálu sína fyrir alþjóð undir þessum formerkjum. Ég óska hverju og einu þeirra góðs gengis í hvaða hlutverkum sem þau koma til með að gegna á komandi árum. Höfundur er tónlistarmaður.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun