„Svona er á síld“ Stefán Hilmarsson skrifar 31. maí 2024 13:30 Ekki er laust við að einhverjir hafi farið fullmikinn að undanförnu í glósum og glefsum vegna forsetakosninga, sumir jafnvel offari, sem er miður. En það er eins og gengur, pólitíkin er grimmt sport, skoðanir skiptar, mannskepnan misjöfn og kurteisi ekki öllum í blóð borin. Katrín Jakobsdóttir hefur ekki farið varhluta af þessu. Það er skiljanlegt að ýmsum finnist bratt að stökkva á einni nóttu úr forsætisráðherrastóli yfir í forsetastól og gera þar með — í vissum skilningi — embættin tvö að einu og ríkisstjórnina sumpart alráða. Eðlilega mátti því búast við allnokkru andstreymi. En að sjálfsögðu á hún fullan rétt á að bjóða sig fram og leggja sjálfa sig í dóm kjósenda. Fráleitt eru þó allir óvildarmenn hennar. Það virðist t.d. augljóst — og ekki skrýtið — að Katrín nýtur stuðnings valdaafla og Morgunblaðið dregur hennar taum. Að sama skapi hefur sá miðill farið mikinn í að gera mótframbjóðendur tortryggilega, sér í lagi Höllu Hrund Logadóttur. Nú síðast með uppslætti um óleyfilega notkun stuðningsteymis á myndbroti, sem öllu sanngjörnu fólki má vera ljóst að er stormur í vatnsglasi, smávægileg yfirsjón, nokkuð sem lagfært var snarlega og um leið beðist velvirðingar. En ekki greinir Mogginn frá þeim málalyktum. Ekki frekar en þar sé minnst á sambærilegt glappaskot kynningardeildar Katrínar, sem á dögunum notfærði sér íslenskt sönglag í leyfisleysi, við lítinn fögnuð rétthafa. Morgunblaðið hefur heldur ekki enn minnst á það sem opinberaðist í kappræðum frambjóðenda í vikunni; þegar ekki færri en þrír greindu aðspurðir frá þrýstingi úr herbúðum Katrínar, með áeggjan um að draga framboð sín til baka, svo þeir skyggðu ekki á framboð hennar. En „svona er á síld“, eins og segir í laginu. Ekki hefur Halla Hrund barmað sér undan smjörklípum Moggans né vænt nokkurn um einelti, heldur ber hún höfuð hátt og heldur göngu sinni áfram. „Þannig tel ég skylt að maður sé“, eins og Bastían söng. Við erum lánsöm að hafa í framboði svo margt frambærilegt fólk og ég ber mikla virðingu fyrir þeim öllum. Ég er hins vegar einarður stuðningsmaður hinnar snjöllu Höllu Hrundar og er þess fullviss að hún yrði frábær forseti, sem myndi auka okkur gleði, samkennd og bjartsýni. Hún stæði vörð um lýðræðið, gildi okkar og menningu og yrði drjúgur liðsmaður almennings, jafnt í málefnum líðandi stundar og framtíðar, þar á meðal — og ekki síst — í orku- og auðlindamálum, sem eru hennar sérgrein og hjartans mál. Ég þekki Höllu Hrund vel og veit hvaða góða mann hún hefur að geyma. Að því sögðu, þakka ég öllum frambjóðendum fyrir að bjóða sig fram. Það þarf mikið hugrekki til að ganga inn í sviðsljósin og bera sálu sína fyrir alþjóð undir þessum formerkjum. Ég óska hverju og einu þeirra góðs gengis í hvaða hlutverkum sem þau koma til með að gegna á komandi árum. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Ekki er laust við að einhverjir hafi farið fullmikinn að undanförnu í glósum og glefsum vegna forsetakosninga, sumir jafnvel offari, sem er miður. En það er eins og gengur, pólitíkin er grimmt sport, skoðanir skiptar, mannskepnan misjöfn og kurteisi ekki öllum í blóð borin. Katrín Jakobsdóttir hefur ekki farið varhluta af þessu. Það er skiljanlegt að ýmsum finnist bratt að stökkva á einni nóttu úr forsætisráðherrastóli yfir í forsetastól og gera þar með — í vissum skilningi — embættin tvö að einu og ríkisstjórnina sumpart alráða. Eðlilega mátti því búast við allnokkru andstreymi. En að sjálfsögðu á hún fullan rétt á að bjóða sig fram og leggja sjálfa sig í dóm kjósenda. Fráleitt eru þó allir óvildarmenn hennar. Það virðist t.d. augljóst — og ekki skrýtið — að Katrín nýtur stuðnings valdaafla og Morgunblaðið dregur hennar taum. Að sama skapi hefur sá miðill farið mikinn í að gera mótframbjóðendur tortryggilega, sér í lagi Höllu Hrund Logadóttur. Nú síðast með uppslætti um óleyfilega notkun stuðningsteymis á myndbroti, sem öllu sanngjörnu fólki má vera ljóst að er stormur í vatnsglasi, smávægileg yfirsjón, nokkuð sem lagfært var snarlega og um leið beðist velvirðingar. En ekki greinir Mogginn frá þeim málalyktum. Ekki frekar en þar sé minnst á sambærilegt glappaskot kynningardeildar Katrínar, sem á dögunum notfærði sér íslenskt sönglag í leyfisleysi, við lítinn fögnuð rétthafa. Morgunblaðið hefur heldur ekki enn minnst á það sem opinberaðist í kappræðum frambjóðenda í vikunni; þegar ekki færri en þrír greindu aðspurðir frá þrýstingi úr herbúðum Katrínar, með áeggjan um að draga framboð sín til baka, svo þeir skyggðu ekki á framboð hennar. En „svona er á síld“, eins og segir í laginu. Ekki hefur Halla Hrund barmað sér undan smjörklípum Moggans né vænt nokkurn um einelti, heldur ber hún höfuð hátt og heldur göngu sinni áfram. „Þannig tel ég skylt að maður sé“, eins og Bastían söng. Við erum lánsöm að hafa í framboði svo margt frambærilegt fólk og ég ber mikla virðingu fyrir þeim öllum. Ég er hins vegar einarður stuðningsmaður hinnar snjöllu Höllu Hrundar og er þess fullviss að hún yrði frábær forseti, sem myndi auka okkur gleði, samkennd og bjartsýni. Hún stæði vörð um lýðræðið, gildi okkar og menningu og yrði drjúgur liðsmaður almennings, jafnt í málefnum líðandi stundar og framtíðar, þar á meðal — og ekki síst — í orku- og auðlindamálum, sem eru hennar sérgrein og hjartans mál. Ég þekki Höllu Hrund vel og veit hvaða góða mann hún hefur að geyma. Að því sögðu, þakka ég öllum frambjóðendum fyrir að bjóða sig fram. Það þarf mikið hugrekki til að ganga inn í sviðsljósin og bera sálu sína fyrir alþjóð undir þessum formerkjum. Ég óska hverju og einu þeirra góðs gengis í hvaða hlutverkum sem þau koma til með að gegna á komandi árum. Höfundur er tónlistarmaður.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun