Óskað eftir forseta sem færir ungu fólki völd Valgerður Eyja Eyþórsdóttir skrifar 31. maí 2024 17:01 Á morgun 1. júní verður kosið til embættis forseta Íslands, þar sem við munum kjósa sjöunda forseta lýðveldisins. Í þessu samhengi skiptir máli að við unga fólkið skilum okkur á kjörstað og nýtum lýðræðislegan kosningarétt okkar. Við sem erum að kjósa í fyrsta skiptið fáum loksins að nýta kosningaréttinn, sem er mikið meira en bara réttur. Hann er tækifæri okkar til að láta rödd okkar heyrast og hafa áhrif á samfélagið. Minni kosningaþátttaka ungs fólks Kosningaþátttaka okkar unga fólksins hefur því miður verið almennt minni en hjá öðrum aldurshópum sem skapar lýðræðishalla á milli kynslóða. Við höfum síður verið að skila okkur á kjörstað en ég á bágt með að trúa að við viljum vera sú kynslóð sem kýs ekki eða tekur ekki lýðræðislegan þátt til að hafa áhrif á okkar dýrmæta samfélag. Það er því áhyggjuefni að ungt fólk sé ólíklegra til þess að skila sér ekki á kjörstað sem gerir það að verkum að bæði samfélagsstöðu þeirra og lýðræði er ógnað. Landssamband ungmennafélaga (LUF) hefur lengi, í samstarfi við Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) staðið fyrir verkefninu og átakinu #ÉgKýs en í því felst að efla lýðræðisvitund hjá ungu fólki, hvetja þau til að taka upplýsta ákvörðun, mæta á kjörstað og kjósa til þess að koma í veg fyrir að alvarlegur lýðræðishalli myndist á milli kynslóða. Rödd okkar unga fólksins verður að heyrast LUF óskar hér með formlega eftir forseta sem færir ungu fólki völd. Ungt fólk leitar eftir forseta sem horfir til samstarfs og samtals við ungt fólk. Það er ungu fólki nauðsynlegt að raddir þeirra fái að heyrast og að sá sem mun taka við embætti forseta Íslands láti sig hagsmuni komandi kynslóða varða og sé sameiningartákn allra. Lýðræði krefst raunverulegs samráðs við ungt fólk og það er eðlileg krafa að hagsmunir ungs fólks endurspeglist í lýðræðislegum kosningum. Kynnum okkur frambjóðendur og mætum á kjörstað Það er gríðarlega mikilvægt að ungt fólk taki upplýsta ákvörðun og mæti á kjörstað. Það skiptir máli að við nýtum þá rödd sem við höfum, okkar kosningarétt og kjósum. Við þurfum að mæta og kjósa til að hafa áhrif. Látum tækifærið ekki framhjá okkur fara, hvert atkvæði skiptir máli. Ekki sitja heima á morgun, skellum okkur frekar í fínu fötin, tökum þátt í lýðræðinu og höfum áhrif! Höfundur er lýðræðisfulltrúi Landssambands ungmennafélaga og lýðræðis- og samskiptafulltrúi Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Félagasamtök Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Á morgun 1. júní verður kosið til embættis forseta Íslands, þar sem við munum kjósa sjöunda forseta lýðveldisins. Í þessu samhengi skiptir máli að við unga fólkið skilum okkur á kjörstað og nýtum lýðræðislegan kosningarétt okkar. Við sem erum að kjósa í fyrsta skiptið fáum loksins að nýta kosningaréttinn, sem er mikið meira en bara réttur. Hann er tækifæri okkar til að láta rödd okkar heyrast og hafa áhrif á samfélagið. Minni kosningaþátttaka ungs fólks Kosningaþátttaka okkar unga fólksins hefur því miður verið almennt minni en hjá öðrum aldurshópum sem skapar lýðræðishalla á milli kynslóða. Við höfum síður verið að skila okkur á kjörstað en ég á bágt með að trúa að við viljum vera sú kynslóð sem kýs ekki eða tekur ekki lýðræðislegan þátt til að hafa áhrif á okkar dýrmæta samfélag. Það er því áhyggjuefni að ungt fólk sé ólíklegra til þess að skila sér ekki á kjörstað sem gerir það að verkum að bæði samfélagsstöðu þeirra og lýðræði er ógnað. Landssamband ungmennafélaga (LUF) hefur lengi, í samstarfi við Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) staðið fyrir verkefninu og átakinu #ÉgKýs en í því felst að efla lýðræðisvitund hjá ungu fólki, hvetja þau til að taka upplýsta ákvörðun, mæta á kjörstað og kjósa til þess að koma í veg fyrir að alvarlegur lýðræðishalli myndist á milli kynslóða. Rödd okkar unga fólksins verður að heyrast LUF óskar hér með formlega eftir forseta sem færir ungu fólki völd. Ungt fólk leitar eftir forseta sem horfir til samstarfs og samtals við ungt fólk. Það er ungu fólki nauðsynlegt að raddir þeirra fái að heyrast og að sá sem mun taka við embætti forseta Íslands láti sig hagsmuni komandi kynslóða varða og sé sameiningartákn allra. Lýðræði krefst raunverulegs samráðs við ungt fólk og það er eðlileg krafa að hagsmunir ungs fólks endurspeglist í lýðræðislegum kosningum. Kynnum okkur frambjóðendur og mætum á kjörstað Það er gríðarlega mikilvægt að ungt fólk taki upplýsta ákvörðun og mæti á kjörstað. Það skiptir máli að við nýtum þá rödd sem við höfum, okkar kosningarétt og kjósum. Við þurfum að mæta og kjósa til að hafa áhrif. Látum tækifærið ekki framhjá okkur fara, hvert atkvæði skiptir máli. Ekki sitja heima á morgun, skellum okkur frekar í fínu fötin, tökum þátt í lýðræðinu og höfum áhrif! Höfundur er lýðræðisfulltrúi Landssambands ungmennafélaga og lýðræðis- og samskiptafulltrúi Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun