Einkunnir Íslands: Glódís dró vagninn í Austurríki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. maí 2024 18:19 Íslensku stelpurnar stilla sér upp fyrir leik dagsins. Severin Aichbauer/SEPA.Media /Getty Images Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið heimsótti Austurríki í undankeppni EM í dag. Íslenska liðið þurfti að hafa fyrir hlutunum í dag og fór marki undir inn í hálfleikinn eftir vítaspyrnumark frá Söruh Puntigam. Eftir urmul færa náði fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir loksins að jafna metin fyrir Ísland þegar hún fór einnig á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi. Vafasamur dómur sem bjargaði íslenska liðinu, en íslensku stelpurnar höfðu þó verið mun sterkari aðilinn stóran hluta leiksins. Einkunnir Íslands Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður: 6 Hafði lengst af lítið að gera og í raun ekkert við hana að sakast í marki Austurríkis. Fór í rétt horn í vítinu, en spyrnan var alveg út við stöng. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 6 Íslenska vörnin var þétt í dag og átti Ingibjörg sinn þátt í því. Austurríska liðið skapaði sér lítið sem ekkert í leik dagsins. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 8 [Maður leiksins] Glódís skilar nánast alltaf sínu þegar hún skellir sér í landsliðstreyjuna og það sama var uppi á teningnum í dag. Steig upp þegar liðinu vantaði mark og þrumaði vítaspyrnunni rétta leið. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður: 5 Skilaði litlu sóknarlega og nældi sér í gult spjald í leiknum. Hefur átt betri daga fyrir íslenska landsliðið. Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður: 5 Leit ekki vel út þegar heimakonur fengu vítið og átti líklega að skora úr góðu færi. Hélt þó haus og varð betri eftir því sem á leið. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður: 7 Sýndi það enn og aftur að hún kann klárlega að fara vel með boltann. Spilaði vel inni á miðsvæðinu og hefði líklega getað gengið frá þessum leik með stoðsendingu. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður: 6 Algjör baráttuhundur sem skilar sínu. Skilar boltanum ekki jafn vel frá sér og Karólína, en vinnur mikla vinnu án bolta. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður: 5 Gaf vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en fiskaði vítaspyrnu í seinni hálfleik. Hefur átt betri daga, en vann sig ágætlega inn í leikinn í seinni hálfleik. Sandra María Jessen, vinstri kantur: 6 Kraftur í markahæsta leikmanni Bestu-deildarinnar, en hefði klárlega átt að gera betur í góðu færi í fyrri hálfleik. Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknarmaður: 6 Lætur alltaf hafa gríðarlega fyrir sér og varnarmenn andstæðinganna þurfa alltaf að hafa áhyggjur af gríðarlegum hraða Sveindísar. Hún ógnaði marki heimakvenna nokkrum sinnum og löng innköst hennar ollu usla, en vantaði að klára færin. Diljá Ýr Zomers, hægri kantur: 6 Fékk færi til að skora, en nýtti það ekki. Eins og svo sem svo margar aðrar í dag. Hefur verið að gera það gott undanfarið og á klárlega eftir að koma sér vel inn í þetta landslið. Varamenn: Hlín Eiríksdóttir, kom inn á fyrir Söndu Maríu Jessen á 58. mínútu: 6 Kom ágætlega inn í leikinn, en skilaði litlu sóknarlega. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, kom inn á fyrir Diljá Ýr Zomers á 85. mínútu: Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
Íslenska liðið þurfti að hafa fyrir hlutunum í dag og fór marki undir inn í hálfleikinn eftir vítaspyrnumark frá Söruh Puntigam. Eftir urmul færa náði fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir loksins að jafna metin fyrir Ísland þegar hún fór einnig á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi. Vafasamur dómur sem bjargaði íslenska liðinu, en íslensku stelpurnar höfðu þó verið mun sterkari aðilinn stóran hluta leiksins. Einkunnir Íslands Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður: 6 Hafði lengst af lítið að gera og í raun ekkert við hana að sakast í marki Austurríkis. Fór í rétt horn í vítinu, en spyrnan var alveg út við stöng. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 6 Íslenska vörnin var þétt í dag og átti Ingibjörg sinn þátt í því. Austurríska liðið skapaði sér lítið sem ekkert í leik dagsins. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 8 [Maður leiksins] Glódís skilar nánast alltaf sínu þegar hún skellir sér í landsliðstreyjuna og það sama var uppi á teningnum í dag. Steig upp þegar liðinu vantaði mark og þrumaði vítaspyrnunni rétta leið. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður: 5 Skilaði litlu sóknarlega og nældi sér í gult spjald í leiknum. Hefur átt betri daga fyrir íslenska landsliðið. Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður: 5 Leit ekki vel út þegar heimakonur fengu vítið og átti líklega að skora úr góðu færi. Hélt þó haus og varð betri eftir því sem á leið. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður: 7 Sýndi það enn og aftur að hún kann klárlega að fara vel með boltann. Spilaði vel inni á miðsvæðinu og hefði líklega getað gengið frá þessum leik með stoðsendingu. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður: 6 Algjör baráttuhundur sem skilar sínu. Skilar boltanum ekki jafn vel frá sér og Karólína, en vinnur mikla vinnu án bolta. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður: 5 Gaf vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en fiskaði vítaspyrnu í seinni hálfleik. Hefur átt betri daga, en vann sig ágætlega inn í leikinn í seinni hálfleik. Sandra María Jessen, vinstri kantur: 6 Kraftur í markahæsta leikmanni Bestu-deildarinnar, en hefði klárlega átt að gera betur í góðu færi í fyrri hálfleik. Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknarmaður: 6 Lætur alltaf hafa gríðarlega fyrir sér og varnarmenn andstæðinganna þurfa alltaf að hafa áhyggjur af gríðarlegum hraða Sveindísar. Hún ógnaði marki heimakvenna nokkrum sinnum og löng innköst hennar ollu usla, en vantaði að klára færin. Diljá Ýr Zomers, hægri kantur: 6 Fékk færi til að skora, en nýtti það ekki. Eins og svo sem svo margar aðrar í dag. Hefur verið að gera það gott undanfarið og á klárlega eftir að koma sér vel inn í þetta landslið. Varamenn: Hlín Eiríksdóttir, kom inn á fyrir Söndu Maríu Jessen á 58. mínútu: 6 Kom ágætlega inn í leikinn, en skilaði litlu sóknarlega. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, kom inn á fyrir Diljá Ýr Zomers á 85. mínútu: Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira