„Er það ekki alltaf þannig að heitasti leikmaðurinn tekur víti?“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. maí 2024 18:37 Glódís Perla Viggósdóttir skoraði mark Íslands í dag. Severin Aichbauer/SEPA.Media /Getty Images „Ég er ánægð að við náðum að snúa þessu við og hvernig við bregðumst við því að fá á okkur mark, en það hefði verið ótrúlega sætt að fá sigur í dag,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliðið íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafntefli gegn Austurríki í dag. Íslenska liðið skapaði sér nóg af færum til að snúa leiknum við og stela sigrinum, en inn vildi boltinn ekki. Það var eitthvað sem fór í taugarnar á Glódísi. „Við sköpuðum okkur töluvert fleiri færi en þær yfir níutíu mínútur. Þetta eru fín úrslit að fara með heim, en það hefði verið ótrúlega sætt að fara með sigur,“ sagði Glódís í viðtali við RÚV. Þá segir hún að upplegg austurríska liðsins hafi komið íslenska liðinu að einhverju leyti á óvart. „Við vorum búin að tala um að þær myndu koma í bullandi maður á mann pressu og töluðum um að við myndum byrja leikinn á því að setja boltann svolítið lengra, en svo gerðu þær það alls ekki og við enduðum bara á hundrað metrum og vorum ekki að finna svæðin á milli línanna. En við náðum að laga það í seinni hálfleik og þá náum við upp fínu spili. Við náum yfirhöndinni út af því.“ Hún segir einnig að innkoma Sveindísar Jane Jónsdóttur í íslenska liðið hafi áhrif á það hvernig önnur lið spili á móti íslensku stelpunum. „Hún gefur okkur auðvitað þennan gríðarlega hraða. Það langar engum að lenda einn á einn á móti Sveindísi með heilan völl til að hlaupa í. Þetta gefur okkur það að ef hún getur fært línuna aftur að þá er pláss fyrir okkur að spila í. Við gerum það vel í seinni hálfleik, en við gerum það alls ekki vel í fyrri hálfleik.“ Þá kom það kannski einhverjum á óvart að Glódís skyldi vera sú sem tók vítaspyrnu liðsins í dag og virtist hún sjálf vera nokkuð hissa á því. „Nei, alls ekki,“ sagði Glódís og hló þegar hún var spurð hvort hún hafi tekið margar vítaspyrnur. „Ég er bara að labba upp þegar ég heyri Steina öskra að ég eigi að taka hana og ég hugsaði: „Ég verð að taka hana.“ Ég held að Karólína hafi verið mest hissa.“ „Við ræddum það ég og Steini fyrir einhvern annan leik að ég myndi taka víti, en það er svolítið langt síðan þannig ég var eiginlega búinn að gleyma þessu samtali. En er það ekki alltaf þannig að heitasti leikmaðurinn tekur víti? Það var samt ekki ég í dag, en almennt,“ grínaðist Glódís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Sjá meira
Íslenska liðið skapaði sér nóg af færum til að snúa leiknum við og stela sigrinum, en inn vildi boltinn ekki. Það var eitthvað sem fór í taugarnar á Glódísi. „Við sköpuðum okkur töluvert fleiri færi en þær yfir níutíu mínútur. Þetta eru fín úrslit að fara með heim, en það hefði verið ótrúlega sætt að fara með sigur,“ sagði Glódís í viðtali við RÚV. Þá segir hún að upplegg austurríska liðsins hafi komið íslenska liðinu að einhverju leyti á óvart. „Við vorum búin að tala um að þær myndu koma í bullandi maður á mann pressu og töluðum um að við myndum byrja leikinn á því að setja boltann svolítið lengra, en svo gerðu þær það alls ekki og við enduðum bara á hundrað metrum og vorum ekki að finna svæðin á milli línanna. En við náðum að laga það í seinni hálfleik og þá náum við upp fínu spili. Við náum yfirhöndinni út af því.“ Hún segir einnig að innkoma Sveindísar Jane Jónsdóttur í íslenska liðið hafi áhrif á það hvernig önnur lið spili á móti íslensku stelpunum. „Hún gefur okkur auðvitað þennan gríðarlega hraða. Það langar engum að lenda einn á einn á móti Sveindísi með heilan völl til að hlaupa í. Þetta gefur okkur það að ef hún getur fært línuna aftur að þá er pláss fyrir okkur að spila í. Við gerum það vel í seinni hálfleik, en við gerum það alls ekki vel í fyrri hálfleik.“ Þá kom það kannski einhverjum á óvart að Glódís skyldi vera sú sem tók vítaspyrnu liðsins í dag og virtist hún sjálf vera nokkuð hissa á því. „Nei, alls ekki,“ sagði Glódís og hló þegar hún var spurð hvort hún hafi tekið margar vítaspyrnur. „Ég er bara að labba upp þegar ég heyri Steina öskra að ég eigi að taka hana og ég hugsaði: „Ég verð að taka hana.“ Ég held að Karólína hafi verið mest hissa.“ „Við ræddum það ég og Steini fyrir einhvern annan leik að ég myndi taka víti, en það er svolítið langt síðan þannig ég var eiginlega búinn að gleyma þessu samtali. En er það ekki alltaf þannig að heitasti leikmaðurinn tekur víti? Það var samt ekki ég í dag, en almennt,“ grínaðist Glódís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Sjá meira