„Er það ekki alltaf þannig að heitasti leikmaðurinn tekur víti?“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. maí 2024 18:37 Glódís Perla Viggósdóttir skoraði mark Íslands í dag. Severin Aichbauer/SEPA.Media /Getty Images „Ég er ánægð að við náðum að snúa þessu við og hvernig við bregðumst við því að fá á okkur mark, en það hefði verið ótrúlega sætt að fá sigur í dag,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliðið íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafntefli gegn Austurríki í dag. Íslenska liðið skapaði sér nóg af færum til að snúa leiknum við og stela sigrinum, en inn vildi boltinn ekki. Það var eitthvað sem fór í taugarnar á Glódísi. „Við sköpuðum okkur töluvert fleiri færi en þær yfir níutíu mínútur. Þetta eru fín úrslit að fara með heim, en það hefði verið ótrúlega sætt að fara með sigur,“ sagði Glódís í viðtali við RÚV. Þá segir hún að upplegg austurríska liðsins hafi komið íslenska liðinu að einhverju leyti á óvart. „Við vorum búin að tala um að þær myndu koma í bullandi maður á mann pressu og töluðum um að við myndum byrja leikinn á því að setja boltann svolítið lengra, en svo gerðu þær það alls ekki og við enduðum bara á hundrað metrum og vorum ekki að finna svæðin á milli línanna. En við náðum að laga það í seinni hálfleik og þá náum við upp fínu spili. Við náum yfirhöndinni út af því.“ Hún segir einnig að innkoma Sveindísar Jane Jónsdóttur í íslenska liðið hafi áhrif á það hvernig önnur lið spili á móti íslensku stelpunum. „Hún gefur okkur auðvitað þennan gríðarlega hraða. Það langar engum að lenda einn á einn á móti Sveindísi með heilan völl til að hlaupa í. Þetta gefur okkur það að ef hún getur fært línuna aftur að þá er pláss fyrir okkur að spila í. Við gerum það vel í seinni hálfleik, en við gerum það alls ekki vel í fyrri hálfleik.“ Þá kom það kannski einhverjum á óvart að Glódís skyldi vera sú sem tók vítaspyrnu liðsins í dag og virtist hún sjálf vera nokkuð hissa á því. „Nei, alls ekki,“ sagði Glódís og hló þegar hún var spurð hvort hún hafi tekið margar vítaspyrnur. „Ég er bara að labba upp þegar ég heyri Steina öskra að ég eigi að taka hana og ég hugsaði: „Ég verð að taka hana.“ Ég held að Karólína hafi verið mest hissa.“ „Við ræddum það ég og Steini fyrir einhvern annan leik að ég myndi taka víti, en það er svolítið langt síðan þannig ég var eiginlega búinn að gleyma þessu samtali. En er það ekki alltaf þannig að heitasti leikmaðurinn tekur víti? Það var samt ekki ég í dag, en almennt,“ grínaðist Glódís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Enski boltinn Fleiri fréttir „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Sjá meira
Íslenska liðið skapaði sér nóg af færum til að snúa leiknum við og stela sigrinum, en inn vildi boltinn ekki. Það var eitthvað sem fór í taugarnar á Glódísi. „Við sköpuðum okkur töluvert fleiri færi en þær yfir níutíu mínútur. Þetta eru fín úrslit að fara með heim, en það hefði verið ótrúlega sætt að fara með sigur,“ sagði Glódís í viðtali við RÚV. Þá segir hún að upplegg austurríska liðsins hafi komið íslenska liðinu að einhverju leyti á óvart. „Við vorum búin að tala um að þær myndu koma í bullandi maður á mann pressu og töluðum um að við myndum byrja leikinn á því að setja boltann svolítið lengra, en svo gerðu þær það alls ekki og við enduðum bara á hundrað metrum og vorum ekki að finna svæðin á milli línanna. En við náðum að laga það í seinni hálfleik og þá náum við upp fínu spili. Við náum yfirhöndinni út af því.“ Hún segir einnig að innkoma Sveindísar Jane Jónsdóttur í íslenska liðið hafi áhrif á það hvernig önnur lið spili á móti íslensku stelpunum. „Hún gefur okkur auðvitað þennan gríðarlega hraða. Það langar engum að lenda einn á einn á móti Sveindísi með heilan völl til að hlaupa í. Þetta gefur okkur það að ef hún getur fært línuna aftur að þá er pláss fyrir okkur að spila í. Við gerum það vel í seinni hálfleik, en við gerum það alls ekki vel í fyrri hálfleik.“ Þá kom það kannski einhverjum á óvart að Glódís skyldi vera sú sem tók vítaspyrnu liðsins í dag og virtist hún sjálf vera nokkuð hissa á því. „Nei, alls ekki,“ sagði Glódís og hló þegar hún var spurð hvort hún hafi tekið margar vítaspyrnur. „Ég er bara að labba upp þegar ég heyri Steina öskra að ég eigi að taka hana og ég hugsaði: „Ég verð að taka hana.“ Ég held að Karólína hafi verið mest hissa.“ „Við ræddum það ég og Steini fyrir einhvern annan leik að ég myndi taka víti, en það er svolítið langt síðan þannig ég var eiginlega búinn að gleyma þessu samtali. En er það ekki alltaf þannig að heitasti leikmaðurinn tekur víti? Það var samt ekki ég í dag, en almennt,“ grínaðist Glódís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Enski boltinn Fleiri fréttir „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Sjá meira