Sameinumst um forvarnir gegn átröskun Karen Daðadóttir, Guðrún Erla Hilmarsdóttir og Elva Björk Bjarnadóttir skrifa 2. júní 2024 09:00 Á undanförnum árum hefur alvarleg átröskun færst í aukana. Fleiri þurfa að leggjast inn á spítala en áður og átröskun meðal barna hefur vaxið. Barna- og unglingageðdeild Landspítala sinnir börnum sem glíma við alvarlega átröskun og nú á alþjóðlegum baráttudegi um átröskun er rétt að staldra við og velta upp ástæðum þessarar fjölgunar barna sem þarfnast sjúkrahúsþjónustu vegna átröskunar. Enn fremur er það samfélagslegt verkefni að leita allra leiða til að sporna gegn átröskun og þar getum við öll sem einstaklingar lagt okkar af mörkum. Þróunin sem greina má hérlendis á sér hliðstæður í öðrum vestrænum ríkjum. Á heimsvísu hefur algengi átröskunar meira en tvöfaldast á síðasta áratug og meðalaldur við greiningu er kominn niður í 12 ár. Ástæðurnar eru vafalaust margþættar og almennt er talið að samfélagbreytingar vegna heimsfaraldurs COVID-19 hafi átt þátt í þessari aukningu. Börn og ungmenni voru einangraðri en áður og skipulagt íþróttastarf lagðist af. Áhrif þess voru bæði þau að börn og ungmenni misstu úr góða og sjálfsstyrkjandi hreyfingu og að metnaðarfull ungmenni lögðu stund á heimaæfingar þar sem fyrirmyndirnar eru sóttar á internetið og félagslegi þátturinn datt út. Enn fremur áttu börn minni tíma með fólki og meiri tíma á samfélagsmiðlum, sem hafa á heildina litið slæm áhrif með óraunhæfum og óheilbrigðum útlitskröfum. Notkun samfélagsmiðla ýtir undir átröskun Á samfélagsmiðlum er oft lögð meiri áhersla á útlit heldur en heilbrigði. Þessi þróun er sérstaklega áberandi meðal unglinga, sem nota í auknum mæli samfélagsmiðla til samskipta og skemmtunar. Rannsóknir hafa m.a. sýnt að aukin notkun samfélagsmiðla tengist marktækt hærri átröskunareinkennum meðal stúlkna, eins og svelti, uppköstum, ofhreyfingu og matarvanda. Einnig er mikið um röng skilaboð á hinum ýmsu miðlum um hvað er heilbrigt og þá sérstaklega í tengslum við mat. Erfitt getur verið að sía út hvað eru réttar og rangar upplýsingar fyrir okkur fullorðna fólkið, hvað þá fyrir börn og unglinga. Mikilvægt er að upplýsingar um mat, hreyfingu og heilbrigði byggist á gagnreyndri þekkingu og að þeim sé komið rétt til skila. Upp á síðkastið hefur til að mynda nokkuð borið á ógagnlegum staðhæfingum um mataræði. Sem dæmi má nefna þær hugmyndir að kolvetni séu ekki góð fyrir okkur, að varast skuli ávexti því þeir hafi áhrif á blóðsykur og að „hreint“ matarræði sé æskilegt. En kolvetni hafa ýmiss hlutverk í líkamanum eins og að sjá okkur fyrir orku ásamt því að innihalda trefjar sem eru mikilvæg fyrir góða meltingu. Þegar við borðum kolvetni brotna þau niður í glúkósa sem að hækkar blóðsykurinn en það er ekki neitt sem að heilbrigður einstaklingur þarf að hafa áhyggjur af því líkaminn er gerður fyrir það og stillir sig sjálfur af með insúlíni. Börn og unglingar eru sérstaklega viðkvæm fyrir fullyrðingum eins og þessum og áróðri og það getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér Fyrirmyndir skipta máli og þú ert fyrirmynd En hvað er til ráða til að bregðast við aukinni tíðni átröskunar? Forvarnir eru gríðarlega mikilvægar og þar getur hvert og eitt okkar lagt sitt af mörkum. Því öll erum við fyrirmyndir og þá sérstaklega þau okkar sem umgangast börn og ungmenni í leik eða starfi. Fyrirmyndir hafa áhrif á okkur öll, þær geta hvatt okkur til dáða en okkur getur líka fundist við ekki standast samanburðinn við þær og upplifað vanmáttarkennd. Oft líta börn og unglingar upp til frægra einstaklinga sem þau sjá jafnvel eingöngu á samfélagsmiðlum þar sem mikið er lagt upp úr útliti og minna úr afrekum. Að skoða fyrirmyndir með börnum getur verið gagnlegt og að draga fram mannlegu þættina, því öll erum við jú mannleg. Almennar ráðleggingar sem gott er að hafa í huga ef þú umgengst börn og unglinga og vilt vera jákvæð fyrirmynd fyrir þau á þeirra mótunarárum: Skoðaðu þín eigin viðhorf, líðan og tilfinningar gagnvart líkama og þyngd. Veltu fyrir þér hvernig þitt eigið álit og þín hegðun, athugasemdir og óyrt viðbrögð geta sent skilaboð til barnsins. Hvettu til heilbrigðra fæðuvenja og hreyfingar. Hafðu í huga að heilbrigðar fæðuvenjur innihalda ekki boð og bönn um að útiloka einhvern fæðuflokk. Talaðu um mismunandi líkamsbyggingu og holdafar og hvernig hægt er að vera heilbrigður og sáttur í eigin skinni óháð holdafari og þyngd. Gerðu ekki athugasemdir við þyngd eða holdarfar þitt, barnsins eða annarra. Sæktu þér fræðslu og ekki hvetja til megrunar. Ef barn/unglingur hefur þroska til, ræddu þá um hættur megrunar. Sýndu barninu ást og umhyggju út frá hver þau eru, ekki út frá hvernig þau líta út. Ekki tala um mat sem „góðan“ og „slæman“. Ekki ætti að nota mat sem verðlaun eða refsingu. Með því að vinna saman að því að vera góðar fyrirmyndir geta sérfræðingar, foreldrar, kennarar, þjálfarar, áhrifavaldar og aðrir hjálpað til við að skapa öruggara og styðjandi umhverfi með heilbrigðum lífsvenjum. Ráðstefna um átröskun barna Barna- og unglingageðdeild Landspítalans mun setja þessi mál á oddinn á sinni næstu árlegu ráðstefnu sem fram fer 31. janúar 2025. Ráðstefnur deildarinnar hafa það að markmiði að efla samvinnu þeirra aðila í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu sem sinna þjónustu fyrir börn og unglinga með geðraskanir. Fyrir börn sem glíma við átröskun og fjölskyldur þeirra er ólýsanlega mikilvægt að gott samstarf takist milli þessara ólíku kerfa svo hægt sé að tryggja öflugar forvarnir, skjóta greiningu og bestu meðferð sem völ er á. Við berum sameiginlega ábyrgð á velferð barna og við skulum rísa undir henni. Karen Daðadóttir, sálfræðingur og teymisstjóri átröskunarteymis, Guðrún Erla Hilmarsdóttir, þroskaþjálfi í átröskunarteymi, Elva Björk Bjarnadóttir næringarfræðingur í átröskunarteymi Höfundar greinar eru fagaðilar í átröskunarteymi barna-og unglingageðdeildar Landspítala. Heimildir: Dondzilo, L., Rodgers, R. F., & Dietel, F. A. (2024). Association between engagement with appearance and eating related TikTok content and eating disorder symptoms via recommended content and appearance comparisons. International Journal of Eating Disorders, 57(2), 458–462. https://doi.org/10.1002/eat.24117 Herpertz-Dahlmann B. Adolescent eating disorders: update on definitions, symptomatology, epidemiology, and comorbidity. Child Adolesc Psychiatr Clin (2015) 24(1):177–96. doi: 10.1016/j.chc.2014.08.003 Wilksch SM, O'Shea A, Ho P, Byrne S, Wade TD. The relationship between social media use and disordered eating in young adolescents. Int J Eating Disord (2020) 53(1):96–106. doi: 10.1002/eat.23198 Nawaz, F. A., Riaz, M. M. A., Banday, N. U. A., Singh, A., Arshad, Z., Derby, H., & Sultan, M. A. (2024). Social media use among adolescents with eating disorders: a double-edged sword. Frontiers in psychiatry, 15, 1300182. https://doi.org/10.3389/fpsyt.2024.1300182 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur alvarleg átröskun færst í aukana. Fleiri þurfa að leggjast inn á spítala en áður og átröskun meðal barna hefur vaxið. Barna- og unglingageðdeild Landspítala sinnir börnum sem glíma við alvarlega átröskun og nú á alþjóðlegum baráttudegi um átröskun er rétt að staldra við og velta upp ástæðum þessarar fjölgunar barna sem þarfnast sjúkrahúsþjónustu vegna átröskunar. Enn fremur er það samfélagslegt verkefni að leita allra leiða til að sporna gegn átröskun og þar getum við öll sem einstaklingar lagt okkar af mörkum. Þróunin sem greina má hérlendis á sér hliðstæður í öðrum vestrænum ríkjum. Á heimsvísu hefur algengi átröskunar meira en tvöfaldast á síðasta áratug og meðalaldur við greiningu er kominn niður í 12 ár. Ástæðurnar eru vafalaust margþættar og almennt er talið að samfélagbreytingar vegna heimsfaraldurs COVID-19 hafi átt þátt í þessari aukningu. Börn og ungmenni voru einangraðri en áður og skipulagt íþróttastarf lagðist af. Áhrif þess voru bæði þau að börn og ungmenni misstu úr góða og sjálfsstyrkjandi hreyfingu og að metnaðarfull ungmenni lögðu stund á heimaæfingar þar sem fyrirmyndirnar eru sóttar á internetið og félagslegi þátturinn datt út. Enn fremur áttu börn minni tíma með fólki og meiri tíma á samfélagsmiðlum, sem hafa á heildina litið slæm áhrif með óraunhæfum og óheilbrigðum útlitskröfum. Notkun samfélagsmiðla ýtir undir átröskun Á samfélagsmiðlum er oft lögð meiri áhersla á útlit heldur en heilbrigði. Þessi þróun er sérstaklega áberandi meðal unglinga, sem nota í auknum mæli samfélagsmiðla til samskipta og skemmtunar. Rannsóknir hafa m.a. sýnt að aukin notkun samfélagsmiðla tengist marktækt hærri átröskunareinkennum meðal stúlkna, eins og svelti, uppköstum, ofhreyfingu og matarvanda. Einnig er mikið um röng skilaboð á hinum ýmsu miðlum um hvað er heilbrigt og þá sérstaklega í tengslum við mat. Erfitt getur verið að sía út hvað eru réttar og rangar upplýsingar fyrir okkur fullorðna fólkið, hvað þá fyrir börn og unglinga. Mikilvægt er að upplýsingar um mat, hreyfingu og heilbrigði byggist á gagnreyndri þekkingu og að þeim sé komið rétt til skila. Upp á síðkastið hefur til að mynda nokkuð borið á ógagnlegum staðhæfingum um mataræði. Sem dæmi má nefna þær hugmyndir að kolvetni séu ekki góð fyrir okkur, að varast skuli ávexti því þeir hafi áhrif á blóðsykur og að „hreint“ matarræði sé æskilegt. En kolvetni hafa ýmiss hlutverk í líkamanum eins og að sjá okkur fyrir orku ásamt því að innihalda trefjar sem eru mikilvæg fyrir góða meltingu. Þegar við borðum kolvetni brotna þau niður í glúkósa sem að hækkar blóðsykurinn en það er ekki neitt sem að heilbrigður einstaklingur þarf að hafa áhyggjur af því líkaminn er gerður fyrir það og stillir sig sjálfur af með insúlíni. Börn og unglingar eru sérstaklega viðkvæm fyrir fullyrðingum eins og þessum og áróðri og það getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér Fyrirmyndir skipta máli og þú ert fyrirmynd En hvað er til ráða til að bregðast við aukinni tíðni átröskunar? Forvarnir eru gríðarlega mikilvægar og þar getur hvert og eitt okkar lagt sitt af mörkum. Því öll erum við fyrirmyndir og þá sérstaklega þau okkar sem umgangast börn og ungmenni í leik eða starfi. Fyrirmyndir hafa áhrif á okkur öll, þær geta hvatt okkur til dáða en okkur getur líka fundist við ekki standast samanburðinn við þær og upplifað vanmáttarkennd. Oft líta börn og unglingar upp til frægra einstaklinga sem þau sjá jafnvel eingöngu á samfélagsmiðlum þar sem mikið er lagt upp úr útliti og minna úr afrekum. Að skoða fyrirmyndir með börnum getur verið gagnlegt og að draga fram mannlegu þættina, því öll erum við jú mannleg. Almennar ráðleggingar sem gott er að hafa í huga ef þú umgengst börn og unglinga og vilt vera jákvæð fyrirmynd fyrir þau á þeirra mótunarárum: Skoðaðu þín eigin viðhorf, líðan og tilfinningar gagnvart líkama og þyngd. Veltu fyrir þér hvernig þitt eigið álit og þín hegðun, athugasemdir og óyrt viðbrögð geta sent skilaboð til barnsins. Hvettu til heilbrigðra fæðuvenja og hreyfingar. Hafðu í huga að heilbrigðar fæðuvenjur innihalda ekki boð og bönn um að útiloka einhvern fæðuflokk. Talaðu um mismunandi líkamsbyggingu og holdafar og hvernig hægt er að vera heilbrigður og sáttur í eigin skinni óháð holdafari og þyngd. Gerðu ekki athugasemdir við þyngd eða holdarfar þitt, barnsins eða annarra. Sæktu þér fræðslu og ekki hvetja til megrunar. Ef barn/unglingur hefur þroska til, ræddu þá um hættur megrunar. Sýndu barninu ást og umhyggju út frá hver þau eru, ekki út frá hvernig þau líta út. Ekki tala um mat sem „góðan“ og „slæman“. Ekki ætti að nota mat sem verðlaun eða refsingu. Með því að vinna saman að því að vera góðar fyrirmyndir geta sérfræðingar, foreldrar, kennarar, þjálfarar, áhrifavaldar og aðrir hjálpað til við að skapa öruggara og styðjandi umhverfi með heilbrigðum lífsvenjum. Ráðstefna um átröskun barna Barna- og unglingageðdeild Landspítalans mun setja þessi mál á oddinn á sinni næstu árlegu ráðstefnu sem fram fer 31. janúar 2025. Ráðstefnur deildarinnar hafa það að markmiði að efla samvinnu þeirra aðila í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu sem sinna þjónustu fyrir börn og unglinga með geðraskanir. Fyrir börn sem glíma við átröskun og fjölskyldur þeirra er ólýsanlega mikilvægt að gott samstarf takist milli þessara ólíku kerfa svo hægt sé að tryggja öflugar forvarnir, skjóta greiningu og bestu meðferð sem völ er á. Við berum sameiginlega ábyrgð á velferð barna og við skulum rísa undir henni. Karen Daðadóttir, sálfræðingur og teymisstjóri átröskunarteymis, Guðrún Erla Hilmarsdóttir, þroskaþjálfi í átröskunarteymi, Elva Björk Bjarnadóttir næringarfræðingur í átröskunarteymi Höfundar greinar eru fagaðilar í átröskunarteymi barna-og unglingageðdeildar Landspítala. Heimildir: Dondzilo, L., Rodgers, R. F., & Dietel, F. A. (2024). Association between engagement with appearance and eating related TikTok content and eating disorder symptoms via recommended content and appearance comparisons. International Journal of Eating Disorders, 57(2), 458–462. https://doi.org/10.1002/eat.24117 Herpertz-Dahlmann B. Adolescent eating disorders: update on definitions, symptomatology, epidemiology, and comorbidity. Child Adolesc Psychiatr Clin (2015) 24(1):177–96. doi: 10.1016/j.chc.2014.08.003 Wilksch SM, O'Shea A, Ho P, Byrne S, Wade TD. The relationship between social media use and disordered eating in young adolescents. Int J Eating Disord (2020) 53(1):96–106. doi: 10.1002/eat.23198 Nawaz, F. A., Riaz, M. M. A., Banday, N. U. A., Singh, A., Arshad, Z., Derby, H., & Sultan, M. A. (2024). Social media use among adolescents with eating disorders: a double-edged sword. Frontiers in psychiatry, 15, 1300182. https://doi.org/10.3389/fpsyt.2024.1300182
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar