Mahomes í hlutverki leiðsögumanns í heimsókn Chiefs í Hvíta húsið Smári Jökull Jónsson skrifar 2. júní 2024 08:01 Joe Biden hélt ræðu með Chiefs hjálm á höfðinu. Vísir/Getty Lið Kansas City Chiefs mætti í heimsókn í Hvíta húsið af því tilefni að liðið vann Ofurskálina í NFL-deildinni á síðasta tímabili. Stórstjarnan Patrick Mahomes tók að sér hlutverk leiðsögumanns í heimsókninni. Forsetinn Joe Biden tók á móti liði Kansas City Chiefs í Hvíta húsinu á föstudaginn en félagið vann sinn annan sigur í NFL-deildinni í röð í byrjun febrúar. Hefð er fyrir því að sigurlið í stærstu íþróttagreinunum í Bandaríkjunum sé boðið í heimsókn í Hvíta húsið. „Tvö ár í röð, mér líkar það,“ sagði Biden þegar lið Chiefs mætti í heimsóknina. „Þegar efasemdarmennirnir efuðust um að þið gætuð gert þetta aftur, trúið mér að ég veit hvernig það er. Ég held að enginn efist um ykkur núna.“ Yesterday, President Biden welcomed the Kansas City Chiefs to the White House to celebrate their victory in Super Bowl LVIII. Congratulations, @Chiefs, on going back-to-back! pic.twitter.com/UPkWj7In3U— The White House (@WhiteHouse) June 1, 2024 Biden prófaði síðan hjálm líkt og þá sem leikmenn Chiefs nota í leikjum við mikil fagnaðarlæti leikmannanna. Travis Kelce fékk síðan míkrafóninn í hendurnar en liðsfélagi hans Patrick Mahomes grínaðist og þóttist ætla að stoppa Kelce á leið hans að ræðupúltinu. „Það er gaman að sjá ykkur aftur svona fljótt. Ég ætla ekki að ljúga að ykkur, forsetinn sagði mér að ef ég kæmi hingað upp þá myndi ég fá rafstuð. Þannig að ég ætla að koma mér aftur á minn stað,“ sagði Kelce en öryggisgæslan í kringum forsetann er gríðarleg. Leiðsögumaðurinn Mahomes Stórstjarnan Patrick Mahomes tók að sér hlutverk leiðsögumanns enda ekki nema ellefu mánuðir síðan lið Chiefs mætti þangað síðast. „Ég er að sýna hinum strákunum málverkin og einhver gömul húsgögn. Það var eins og ég væri leiðsögumaður,“ grínaðist Mahomes með og sagðist hafa lært ýmislegt af forsetanum á síðasta ári. Travis Kelce took over the mic again during the Kansas City Chiefs' visit to the White House 😅 pic.twitter.com/acFAspUvLX— NFL on ESPN (@ESPNNFL) May 31, 2024 „Það sem er sérstakt við þetta eru strákarnir sem fengu ekki að gera þetta í fyrra. Maður talar um þetta allt árið. Við tölum um ferðina í Hvíta húsið, að vinna Ofurskálina og allt sem tengist því. Að geta sýnt þessum ungu strákum og þeim sem hafa komið síðar frá öðrum liðum, þetta er sérstakt augnablik fyrir þá og maður sér bros á andlitum þeirra þegar þeir fóru.“ Varnarmaðurinn Felix Anudike-Uzomah var svo sannarlega glaður. „Allt saman,“ svaraði hann þegar hann var spurður hvað hefði verið skemmtilegast við heimsóknina. NFL Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sjá meira
Forsetinn Joe Biden tók á móti liði Kansas City Chiefs í Hvíta húsinu á föstudaginn en félagið vann sinn annan sigur í NFL-deildinni í röð í byrjun febrúar. Hefð er fyrir því að sigurlið í stærstu íþróttagreinunum í Bandaríkjunum sé boðið í heimsókn í Hvíta húsið. „Tvö ár í röð, mér líkar það,“ sagði Biden þegar lið Chiefs mætti í heimsóknina. „Þegar efasemdarmennirnir efuðust um að þið gætuð gert þetta aftur, trúið mér að ég veit hvernig það er. Ég held að enginn efist um ykkur núna.“ Yesterday, President Biden welcomed the Kansas City Chiefs to the White House to celebrate their victory in Super Bowl LVIII. Congratulations, @Chiefs, on going back-to-back! pic.twitter.com/UPkWj7In3U— The White House (@WhiteHouse) June 1, 2024 Biden prófaði síðan hjálm líkt og þá sem leikmenn Chiefs nota í leikjum við mikil fagnaðarlæti leikmannanna. Travis Kelce fékk síðan míkrafóninn í hendurnar en liðsfélagi hans Patrick Mahomes grínaðist og þóttist ætla að stoppa Kelce á leið hans að ræðupúltinu. „Það er gaman að sjá ykkur aftur svona fljótt. Ég ætla ekki að ljúga að ykkur, forsetinn sagði mér að ef ég kæmi hingað upp þá myndi ég fá rafstuð. Þannig að ég ætla að koma mér aftur á minn stað,“ sagði Kelce en öryggisgæslan í kringum forsetann er gríðarleg. Leiðsögumaðurinn Mahomes Stórstjarnan Patrick Mahomes tók að sér hlutverk leiðsögumanns enda ekki nema ellefu mánuðir síðan lið Chiefs mætti þangað síðast. „Ég er að sýna hinum strákunum málverkin og einhver gömul húsgögn. Það var eins og ég væri leiðsögumaður,“ grínaðist Mahomes með og sagðist hafa lært ýmislegt af forsetanum á síðasta ári. Travis Kelce took over the mic again during the Kansas City Chiefs' visit to the White House 😅 pic.twitter.com/acFAspUvLX— NFL on ESPN (@ESPNNFL) May 31, 2024 „Það sem er sérstakt við þetta eru strákarnir sem fengu ekki að gera þetta í fyrra. Maður talar um þetta allt árið. Við tölum um ferðina í Hvíta húsið, að vinna Ofurskálina og allt sem tengist því. Að geta sýnt þessum ungu strákum og þeim sem hafa komið síðar frá öðrum liðum, þetta er sérstakt augnablik fyrir þá og maður sér bros á andlitum þeirra þegar þeir fóru.“ Varnarmaðurinn Felix Anudike-Uzomah var svo sannarlega glaður. „Allt saman,“ svaraði hann þegar hann var spurður hvað hefði verið skemmtilegast við heimsóknina.
NFL Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sjá meira