Messi var meðal markaskorara Miami en þetta var síðasti leikur Argentínumannsins í bili því hann er á leið í landliðsverkefni. Framundan er Suðurameríkukeppnin, Copa America, fyrst undirbúningsleikir og svo keppnin sjálf.
Jordi Alba bjargaði stigi fyrir Inter Miami þegar hann skoraði jöfnunarmarkið á 85. mínútu.
JORDI ALBA NOS DA EL EMPATE 😤 pic.twitter.com/ygFcTlKYnJ
— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) June 2, 2024
St. Louis komst þrisvar yfir í leiknum þar á meðal í fyrsta sinn strax á fimmtándu mínútu.
Messi hafði jafnaði metin á 25. mínútu eftir undirbúning Alba en St. Louis komst aftur yfir á 41. mínútu.

Luis Suárez skoraði mark fyrir bæði lið, fyrst í rétt mark í uppbótatíma fyrri hálfleiks þegar hann jafnaði í 2-2 eftir undirbúning frá Alba og Messi. Suárez kom hins vegar St. Louis aftur yfir með því að setja boltann óvart í eigið mark á 68. mínútu.
Þannig var staðan þar til að Alba jafnaði fimm mínútum fyrr leikslok.
Nökkvi Þeyr kom inn á sem varamaður á 82. mínútu leiksins en St. Louis var þá 3-2 yfir.
Se conocen de memoria 🤩
— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) June 2, 2024
Jordi ➡️ Messi ✨ pic.twitter.com/RwOOygRDvO
Messi og Suárez voru báðir að skora sitt tólfta mark í MLS-deildinni á þessu tímabili og eru þeir næstir á eftir þeim Cristian Arango hjá Real Salt Lake og Christian Benteke hjá D.C. United sem eru markahæstir með þrettán mörk.
Miami er með tveggja stiga forskot á toppi Austurdeildarinnar. Liðið gæti verið án Messi í næstu fimm leikjum sínum.
Dagur Dan Þórhallsson kom inn á sem varamaður í hálfleik þegar lið hans Orlando City tapaði 1-0 á útivelli á móti New York Red Bulls. Staðan var orðin 1-0 þegar Dagur var sendur inn á völlinn.
Orlando City er í ellefta sæti í Austurdeildinni en St. Louis City er í ellefta sætinu í Vesturdeildinni.