Heimir Hallgrímsson: Usain er frábær manneskja og mikill aðdáandi landsliðsins Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. júní 2024 15:00 Heimir Hallgrímsson hefur þjálfað landslið Jamaíku síðan 2022 og notið góðs stuðnings. Það fer vel milli þeirra félaga, Usain og Heimis. getty / fotojet Heimir Hallgrímsson unir sér vel í hitanum í Jamaíka. Hann er spenntur fyrir Ameríkukeppninni síðar í mánuðinum og telur góðar líkur á að landsliðið komist á næsta heimsmeistaramót. Það muni þeir gera með góðum stuðningi landsmanna, þeirra á meðal fyrrum spretthlauparans Usain Bolt. Heimir gaf vangamynd af sér í viðtali við FIFA. Þar segir hann frá lífinu í Jamaíka, tannlæknamenntun sinni og núverandi starfi sem landsliðsþjálfari efnilegs liðs. Reggístrákarnir, eins og landsliðsmenn Jamaíku eru kallaðir, munu leika sína fyrstu leiki í undankeppni HM í vikunni. Góðar líkur eru á því að komast á mótið, sem mun í fyrsta sinn innihalda 48 landslið í stað 32. Þar að auki eru gestgjafarnir, Bandaríkin, Kanada og Mexíkó frá N-Ameríku og því minni samkeppni fyrir Jamaíku um laus pláss á mótinu. „Það verða allir með augun á þessu. Þetta verður stærsta HM frá upphafi. Ef við komumst á mótið er mikið af Jamaíkamönnum í Bandaríkjunum þannig að við ættum að geta málað vellina gula. Okkar aðdáendur dreymir um að vera hluti af þessu móti,“ segir Heimir. Copa America framundan Þegar þeim tveimur leikjum er lokið hefst undirbúningur að fullu fyrir Copa America en Jamaíka verður þar meðal þjóða í fyrsta sinn síðan 2016. Jamaíka náði góðum árangri í Þjóðadeildinni í vetur, sló út Kanada í 8-liða úrslitum eftir að hafa lent undir og datt naumlega út fyrir Bandaríkjunum í undanúrslitum, en vann svo Panama og tryggði sér 3. sætið á mótinu. „Svona augnablik gefa þér von þegar hún virðist úti. Leikmenn geta horft til baka og minnst Kanadaleiksins og vitað að það er hægt að snúa leikjum við á örskotsstundu… Þetta gefur okkur von um velgengni á Copa America.“ Spretthlauparinn mikill stuðningsmaður Jamaíska landsliðið nýtur mjög góðs stuðnings og einn harðasti aðdáandi liðsins er besti spretthlaupari allra tíma, Usain Bolt. „Usain [Bolt] mætir á alla leiki. Hann er mikill aðdáandi landsliðanna – karla og kvenna. Frábær manneskja, týpískur Jamaíkamaður, mjög afslappaður.“ Stærsta afrekið að fara með Ísland á HM Heimir hefur auðvitað komist áður á lokamót HM sem þjálfari þegar hann leiddi íslenska liðið þangað í fyrsta sinn árið 2018. Hann segir það stærstu stundina á ferlinum en það situr í honum að hafa ekki náð betri árangri. „Heilt yfir náðum við frábærum árangri og ég var mjög stoltur af strákunum, þó við hefðum viljað halda lengra. En bara að taka þátt á HM í fyrsta sinn með Íslandi var risastórt afrek.“ Viðtalið allt við Heimi má lesa hér. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Jamaíka HM 2026 í fótbolta Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Heimir gaf vangamynd af sér í viðtali við FIFA. Þar segir hann frá lífinu í Jamaíka, tannlæknamenntun sinni og núverandi starfi sem landsliðsþjálfari efnilegs liðs. Reggístrákarnir, eins og landsliðsmenn Jamaíku eru kallaðir, munu leika sína fyrstu leiki í undankeppni HM í vikunni. Góðar líkur eru á því að komast á mótið, sem mun í fyrsta sinn innihalda 48 landslið í stað 32. Þar að auki eru gestgjafarnir, Bandaríkin, Kanada og Mexíkó frá N-Ameríku og því minni samkeppni fyrir Jamaíku um laus pláss á mótinu. „Það verða allir með augun á þessu. Þetta verður stærsta HM frá upphafi. Ef við komumst á mótið er mikið af Jamaíkamönnum í Bandaríkjunum þannig að við ættum að geta málað vellina gula. Okkar aðdáendur dreymir um að vera hluti af þessu móti,“ segir Heimir. Copa America framundan Þegar þeim tveimur leikjum er lokið hefst undirbúningur að fullu fyrir Copa America en Jamaíka verður þar meðal þjóða í fyrsta sinn síðan 2016. Jamaíka náði góðum árangri í Þjóðadeildinni í vetur, sló út Kanada í 8-liða úrslitum eftir að hafa lent undir og datt naumlega út fyrir Bandaríkjunum í undanúrslitum, en vann svo Panama og tryggði sér 3. sætið á mótinu. „Svona augnablik gefa þér von þegar hún virðist úti. Leikmenn geta horft til baka og minnst Kanadaleiksins og vitað að það er hægt að snúa leikjum við á örskotsstundu… Þetta gefur okkur von um velgengni á Copa America.“ Spretthlauparinn mikill stuðningsmaður Jamaíska landsliðið nýtur mjög góðs stuðnings og einn harðasti aðdáandi liðsins er besti spretthlaupari allra tíma, Usain Bolt. „Usain [Bolt] mætir á alla leiki. Hann er mikill aðdáandi landsliðanna – karla og kvenna. Frábær manneskja, týpískur Jamaíkamaður, mjög afslappaður.“ Stærsta afrekið að fara með Ísland á HM Heimir hefur auðvitað komist áður á lokamót HM sem þjálfari þegar hann leiddi íslenska liðið þangað í fyrsta sinn árið 2018. Hann segir það stærstu stundina á ferlinum en það situr í honum að hafa ekki náð betri árangri. „Heilt yfir náðum við frábærum árangri og ég var mjög stoltur af strákunum, þó við hefðum viljað halda lengra. En bara að taka þátt á HM í fyrsta sinn með Íslandi var risastórt afrek.“ Viðtalið allt við Heimi má lesa hér.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Jamaíka HM 2026 í fótbolta Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira