Aðild Péturs Jökuls óskýr að sögn dómara Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júní 2024 18:20 Pétur Jökull var ákærður fyrir aðild að stóra kókaínmálinu í síðasta mánuði og hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan. Vísir/Samsett Pétur Jökull Jónasson var ákærður fyrir hlutdeild í stórfelldum innflutningi á kókaíni til Íslands í síðasta mánuði. Við þingfestingu málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gagnrýndi dómari saksóknara fyrir að hafa ekki lagt fram nákvæma verknaðarlýsingu með ákæruskjalinu yfir Pétri Jökli eins og tíðkast í málum sem slíkum. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. Pétur Jökull hefur sitið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni og hann neitar alfarið sök. Í ákærunni er því haldið fram að Pétur hafi komið að smyglinu með sams konar hætti og þeir fjórir sem þegar hafa verið dæmdir í málinu og játuðu sök. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins lofaði saksóknari að bæta úr því að nákvæmari lýsing hafi ekki fylgt ákæruskjalinu og um það mun næsta þinghald snúast þann þrettánda júní næstkomandi. Í byrjun ágúst 2022 lagði lögregla hald á tæplega hundrað kíló af kókaíni sem falið hafði verið í timbursendingu til Hollands frá Brasilíu og átti þaðan að halda áfram á áfangastað á Íslandi. Þeir fjórir menn sem dæmdir voru vegna málsins hlutu dóma upp á fimm til níu ár. Ljóst var þó fleiri hefðu komið að skipulagningu innflutningsins. Er þetta stærsta mál sem varðar kókaínsmygl í sögu landsins. Mennirnir fjórir sem ákærðir voru árið 2022 játuðu allir þátttöku sína en sögðust hafa átt veigalítinn þátt í málinu. Í skýrslutökum lögreglu sögðust þeir allir hafa farið eftir fyrirmælum manns sem kallaði sig ýmist Nonna, Harry eða Trucker á dulkóðuðum samskiptaforritum sem mennirnir notuðu. Pétur Jökull hefur í skýrslutökum neitað sök og hafnað því að hann sé hinn umtalaði Nonni. Fram kom fyrr í mánuðinum að lögreglan hefði rakið ferðir Péturs til Brasilíu um það leyti sem gámurinn sem flutti kókaínið fór af stað. Hann gaf skýringar á Brasilíudvöl sinni en lögregla taldi þær ótrúverðugar. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá þessu. Pétur Jökull hefur sitið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni og hann neitar alfarið sök. Í ákærunni er því haldið fram að Pétur hafi komið að smyglinu með sams konar hætti og þeir fjórir sem þegar hafa verið dæmdir í málinu og játuðu sök. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins lofaði saksóknari að bæta úr því að nákvæmari lýsing hafi ekki fylgt ákæruskjalinu og um það mun næsta þinghald snúast þann þrettánda júní næstkomandi. Í byrjun ágúst 2022 lagði lögregla hald á tæplega hundrað kíló af kókaíni sem falið hafði verið í timbursendingu til Hollands frá Brasilíu og átti þaðan að halda áfram á áfangastað á Íslandi. Þeir fjórir menn sem dæmdir voru vegna málsins hlutu dóma upp á fimm til níu ár. Ljóst var þó fleiri hefðu komið að skipulagningu innflutningsins. Er þetta stærsta mál sem varðar kókaínsmygl í sögu landsins. Mennirnir fjórir sem ákærðir voru árið 2022 játuðu allir þátttöku sína en sögðust hafa átt veigalítinn þátt í málinu. Í skýrslutökum lögreglu sögðust þeir allir hafa farið eftir fyrirmælum manns sem kallaði sig ýmist Nonna, Harry eða Trucker á dulkóðuðum samskiptaforritum sem mennirnir notuðu. Pétur Jökull hefur í skýrslutökum neitað sök og hafnað því að hann sé hinn umtalaði Nonni. Fram kom fyrr í mánuðinum að lögreglan hefði rakið ferðir Péturs til Brasilíu um það leyti sem gámurinn sem flutti kókaínið fór af stað. Hann gaf skýringar á Brasilíudvöl sinni en lögregla taldi þær ótrúverðugar.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira