Sunak og Starmer tókust á um skatta, útlendingamál og NHS Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júní 2024 07:55 Starmer og Sunak mættust í gær í fyrstu kappræðunum fyrir kosningar. Getty/ITV/Jonathan Hordle Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, og Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, mættust í gær í fyrstu kappræðum sínum fyrir þingkosningarnar í Bretlandi sem fara fram 4. júlí næstkomandi. Leiðtogarnir tókust á um skatta, heilbrigðiskerfið og innflytjendur en Starmer sagði atkvæði til handa Íhaldsflokknum jafngilda því að afhenda brennuvargi eldspýtur. Sunak ráðlagði áhorfendum hins vegar að byrja að safna fyrir útsvarinu ef það sæi fyrir sér að Verkamannaflokkurinn kæmist til valda. „Verkamannaflokkurinn mun hækka skattana ykkar. Það er í erfðaefninu þeirra. Starfið þitt, bíllinn þinn, eftirlaunin þín; Verkamannaflokkurinn mun skattleggja það,“ sagði Sunak og hélt því fram að stefnumál Verkamannaflokksins myndi kosta fjölskyldur 2.000 pund á ársgrundvelli. 'This is shocking.' Sir @Keir_Starmer responds to @RishiSunak claims the Labour Party would not keep the country as safe as the Conservatives. #ITVDebatehttps://t.co/1jKrS2Dy5n pic.twitter.com/z3MTC5XDpE— ITV News (@itvnews) June 4, 2024 Þessu hafnaði Starmer og sagði töluna uppspuna Íhaldsflokksins byggðan á skálduðum stefnumálum. Starmer sagði aðeins eina ástæðu fyrir því að forsætisráðherrann hefði boðað til þingkosninga í sumar; hann vissi að áætlanir hans í efnahags- og útlendingamálum myndu ekki ganga eftir. Hvað varðar útlendingamálin hét Starmer því að Bretland yrði áfram aðili að Mannréttindasáttmála Evrópu en Sunak gaf í skyn að Íhaldsflokkurinn myndi mögulega ganga frá borði; ef valið stæði á milli þess að treysta landamærin eða eiga aðild að „erlendum dómstól“ myndi hann forgangsraða öryggi landsins. „Við munum ekki draga okkur úr alþjóðlegum sáttmálum og alþjóðalögum sem njóta virðingar um allan heim,“ sagði Starmer hins vegar. „Því ég vil að Bretland sé virtur þátttakandi á hinu alþjóðlega sviði, ekki úrhrak sem er ósammála alþjóðalögum.“ Leiðtogarnir ræddu heilbrigðiskerfið og voru á öndverðum meiði þegar þeir voru spurðir að því hvort þeir myndu nýta sér einkarekna þjónustu til að komast framhjá biðlistum. Sunak sagði já en Starmer nei. 'If you had loved ones on a waiting list for surgery, would you use private healthcare?' @julie_etch asks. 'Yes', says @RishiSunak; 'No', says Sir @Keir_Starmer#ITVDebatehttps://t.co/1jKrS2Dy5n pic.twitter.com/ca2HfJv5lt— ITV News (@itvnews) June 4, 2024 Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Leiðtogarnir tókust á um skatta, heilbrigðiskerfið og innflytjendur en Starmer sagði atkvæði til handa Íhaldsflokknum jafngilda því að afhenda brennuvargi eldspýtur. Sunak ráðlagði áhorfendum hins vegar að byrja að safna fyrir útsvarinu ef það sæi fyrir sér að Verkamannaflokkurinn kæmist til valda. „Verkamannaflokkurinn mun hækka skattana ykkar. Það er í erfðaefninu þeirra. Starfið þitt, bíllinn þinn, eftirlaunin þín; Verkamannaflokkurinn mun skattleggja það,“ sagði Sunak og hélt því fram að stefnumál Verkamannaflokksins myndi kosta fjölskyldur 2.000 pund á ársgrundvelli. 'This is shocking.' Sir @Keir_Starmer responds to @RishiSunak claims the Labour Party would not keep the country as safe as the Conservatives. #ITVDebatehttps://t.co/1jKrS2Dy5n pic.twitter.com/z3MTC5XDpE— ITV News (@itvnews) June 4, 2024 Þessu hafnaði Starmer og sagði töluna uppspuna Íhaldsflokksins byggðan á skálduðum stefnumálum. Starmer sagði aðeins eina ástæðu fyrir því að forsætisráðherrann hefði boðað til þingkosninga í sumar; hann vissi að áætlanir hans í efnahags- og útlendingamálum myndu ekki ganga eftir. Hvað varðar útlendingamálin hét Starmer því að Bretland yrði áfram aðili að Mannréttindasáttmála Evrópu en Sunak gaf í skyn að Íhaldsflokkurinn myndi mögulega ganga frá borði; ef valið stæði á milli þess að treysta landamærin eða eiga aðild að „erlendum dómstól“ myndi hann forgangsraða öryggi landsins. „Við munum ekki draga okkur úr alþjóðlegum sáttmálum og alþjóðalögum sem njóta virðingar um allan heim,“ sagði Starmer hins vegar. „Því ég vil að Bretland sé virtur þátttakandi á hinu alþjóðlega sviði, ekki úrhrak sem er ósammála alþjóðalögum.“ Leiðtogarnir ræddu heilbrigðiskerfið og voru á öndverðum meiði þegar þeir voru spurðir að því hvort þeir myndu nýta sér einkarekna þjónustu til að komast framhjá biðlistum. Sunak sagði já en Starmer nei. 'If you had loved ones on a waiting list for surgery, would you use private healthcare?' @julie_etch asks. 'Yes', says @RishiSunak; 'No', says Sir @Keir_Starmer#ITVDebatehttps://t.co/1jKrS2Dy5n pic.twitter.com/ca2HfJv5lt— ITV News (@itvnews) June 4, 2024
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira