Sunak og Starmer tókust á um skatta, útlendingamál og NHS Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júní 2024 07:55 Starmer og Sunak mættust í gær í fyrstu kappræðunum fyrir kosningar. Getty/ITV/Jonathan Hordle Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, og Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, mættust í gær í fyrstu kappræðum sínum fyrir þingkosningarnar í Bretlandi sem fara fram 4. júlí næstkomandi. Leiðtogarnir tókust á um skatta, heilbrigðiskerfið og innflytjendur en Starmer sagði atkvæði til handa Íhaldsflokknum jafngilda því að afhenda brennuvargi eldspýtur. Sunak ráðlagði áhorfendum hins vegar að byrja að safna fyrir útsvarinu ef það sæi fyrir sér að Verkamannaflokkurinn kæmist til valda. „Verkamannaflokkurinn mun hækka skattana ykkar. Það er í erfðaefninu þeirra. Starfið þitt, bíllinn þinn, eftirlaunin þín; Verkamannaflokkurinn mun skattleggja það,“ sagði Sunak og hélt því fram að stefnumál Verkamannaflokksins myndi kosta fjölskyldur 2.000 pund á ársgrundvelli. 'This is shocking.' Sir @Keir_Starmer responds to @RishiSunak claims the Labour Party would not keep the country as safe as the Conservatives. #ITVDebatehttps://t.co/1jKrS2Dy5n pic.twitter.com/z3MTC5XDpE— ITV News (@itvnews) June 4, 2024 Þessu hafnaði Starmer og sagði töluna uppspuna Íhaldsflokksins byggðan á skálduðum stefnumálum. Starmer sagði aðeins eina ástæðu fyrir því að forsætisráðherrann hefði boðað til þingkosninga í sumar; hann vissi að áætlanir hans í efnahags- og útlendingamálum myndu ekki ganga eftir. Hvað varðar útlendingamálin hét Starmer því að Bretland yrði áfram aðili að Mannréttindasáttmála Evrópu en Sunak gaf í skyn að Íhaldsflokkurinn myndi mögulega ganga frá borði; ef valið stæði á milli þess að treysta landamærin eða eiga aðild að „erlendum dómstól“ myndi hann forgangsraða öryggi landsins. „Við munum ekki draga okkur úr alþjóðlegum sáttmálum og alþjóðalögum sem njóta virðingar um allan heim,“ sagði Starmer hins vegar. „Því ég vil að Bretland sé virtur þátttakandi á hinu alþjóðlega sviði, ekki úrhrak sem er ósammála alþjóðalögum.“ Leiðtogarnir ræddu heilbrigðiskerfið og voru á öndverðum meiði þegar þeir voru spurðir að því hvort þeir myndu nýta sér einkarekna þjónustu til að komast framhjá biðlistum. Sunak sagði já en Starmer nei. 'If you had loved ones on a waiting list for surgery, would you use private healthcare?' @julie_etch asks. 'Yes', says @RishiSunak; 'No', says Sir @Keir_Starmer#ITVDebatehttps://t.co/1jKrS2Dy5n pic.twitter.com/ca2HfJv5lt— ITV News (@itvnews) June 4, 2024 Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Leiðtogarnir tókust á um skatta, heilbrigðiskerfið og innflytjendur en Starmer sagði atkvæði til handa Íhaldsflokknum jafngilda því að afhenda brennuvargi eldspýtur. Sunak ráðlagði áhorfendum hins vegar að byrja að safna fyrir útsvarinu ef það sæi fyrir sér að Verkamannaflokkurinn kæmist til valda. „Verkamannaflokkurinn mun hækka skattana ykkar. Það er í erfðaefninu þeirra. Starfið þitt, bíllinn þinn, eftirlaunin þín; Verkamannaflokkurinn mun skattleggja það,“ sagði Sunak og hélt því fram að stefnumál Verkamannaflokksins myndi kosta fjölskyldur 2.000 pund á ársgrundvelli. 'This is shocking.' Sir @Keir_Starmer responds to @RishiSunak claims the Labour Party would not keep the country as safe as the Conservatives. #ITVDebatehttps://t.co/1jKrS2Dy5n pic.twitter.com/z3MTC5XDpE— ITV News (@itvnews) June 4, 2024 Þessu hafnaði Starmer og sagði töluna uppspuna Íhaldsflokksins byggðan á skálduðum stefnumálum. Starmer sagði aðeins eina ástæðu fyrir því að forsætisráðherrann hefði boðað til þingkosninga í sumar; hann vissi að áætlanir hans í efnahags- og útlendingamálum myndu ekki ganga eftir. Hvað varðar útlendingamálin hét Starmer því að Bretland yrði áfram aðili að Mannréttindasáttmála Evrópu en Sunak gaf í skyn að Íhaldsflokkurinn myndi mögulega ganga frá borði; ef valið stæði á milli þess að treysta landamærin eða eiga aðild að „erlendum dómstól“ myndi hann forgangsraða öryggi landsins. „Við munum ekki draga okkur úr alþjóðlegum sáttmálum og alþjóðalögum sem njóta virðingar um allan heim,“ sagði Starmer hins vegar. „Því ég vil að Bretland sé virtur þátttakandi á hinu alþjóðlega sviði, ekki úrhrak sem er ósammála alþjóðalögum.“ Leiðtogarnir ræddu heilbrigðiskerfið og voru á öndverðum meiði þegar þeir voru spurðir að því hvort þeir myndu nýta sér einkarekna þjónustu til að komast framhjá biðlistum. Sunak sagði já en Starmer nei. 'If you had loved ones on a waiting list for surgery, would you use private healthcare?' @julie_etch asks. 'Yes', says @RishiSunak; 'No', says Sir @Keir_Starmer#ITVDebatehttps://t.co/1jKrS2Dy5n pic.twitter.com/ca2HfJv5lt— ITV News (@itvnews) June 4, 2024
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent