Þingmenn opnið augun og finnið kjarkinn Jón Hjaltason skrifar 5. júní 2024 12:31 Ég veit að það er erfitt að vera öðruvísi. Líka þegar maður mætir í boð hjá erlendum ráðamönnum sem allir eru á því að Úkraína verði að sigra á vígvellinum í yfirstandandi stríði. Þetta er helstefna Evrópu í hnotskurn. Stríðið mun færast í aukana. Úkraína herja í vaxandi mæli á rússneskt land - með okkar hjálp - og Rússar svara með sífellt meiri hörku. Og nú er rætt um friðarráðstefnu í Sviss - en þangað er Rússum ekki boðið. Því blasir við enn einn ráðherrafundurinn þar sem hver stappar stálinu í annan og lofar auknum stuðningi við að drepa Rússa. Og svo hvíslar þar hver í annars eyru óhróðri um Pútin, að hann fari um Evrópu myrðandi mann og annan, sé svikahundur, gott ef ekki veikur á geði, sem sagt maður sem alls ekki er semjandi við. Og til að toppa vitleysuna þá eigum við að trúa því að hann hyggist leggja undir sig sífellt fleiri lönd í Evrópu. Úkraína sé aðeins byrjunin. Ég segi ykkur það satt að þessi fundur í Sviss verður ekkert annað en stríðsráðstefna. Íslenskir þingmenn, ég heiti á ykkur, opnið augun. Þótt við séum með stríðsmann á stóli utanríkisráðherra verðið þið engu að síður að setja hag barna okkar og barnabarna ofar stuðningi við helstefnu ráðherrans. Ofar stuðningi við ríkisstjórn sem dansar eftir nótum ráðamanna í Evrópu sem þrjóskast í stórhættulegri villu sinni um að stríðið verði að vinnast á vígvellinum. Það sem blasir við öllum viti bornum mönnum er samningaborð. Þingmenn góðir, takið á ykkur rögg. Látið af stríðsáróðrinum. Stefnið ekki framtíð barna okkar í voða með skaðræðistali um sigur á vígvelli. Efnum til raunverulegrar friðarráðstefnu og bjóðum Rússum. Látum (fyrstu) fjóra milljarðana renna til slíkrar ráðstefnu. Þannig verður þeim best varið. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég veit að það er erfitt að vera öðruvísi. Líka þegar maður mætir í boð hjá erlendum ráðamönnum sem allir eru á því að Úkraína verði að sigra á vígvellinum í yfirstandandi stríði. Þetta er helstefna Evrópu í hnotskurn. Stríðið mun færast í aukana. Úkraína herja í vaxandi mæli á rússneskt land - með okkar hjálp - og Rússar svara með sífellt meiri hörku. Og nú er rætt um friðarráðstefnu í Sviss - en þangað er Rússum ekki boðið. Því blasir við enn einn ráðherrafundurinn þar sem hver stappar stálinu í annan og lofar auknum stuðningi við að drepa Rússa. Og svo hvíslar þar hver í annars eyru óhróðri um Pútin, að hann fari um Evrópu myrðandi mann og annan, sé svikahundur, gott ef ekki veikur á geði, sem sagt maður sem alls ekki er semjandi við. Og til að toppa vitleysuna þá eigum við að trúa því að hann hyggist leggja undir sig sífellt fleiri lönd í Evrópu. Úkraína sé aðeins byrjunin. Ég segi ykkur það satt að þessi fundur í Sviss verður ekkert annað en stríðsráðstefna. Íslenskir þingmenn, ég heiti á ykkur, opnið augun. Þótt við séum með stríðsmann á stóli utanríkisráðherra verðið þið engu að síður að setja hag barna okkar og barnabarna ofar stuðningi við helstefnu ráðherrans. Ofar stuðningi við ríkisstjórn sem dansar eftir nótum ráðamanna í Evrópu sem þrjóskast í stórhættulegri villu sinni um að stríðið verði að vinnast á vígvellinum. Það sem blasir við öllum viti bornum mönnum er samningaborð. Þingmenn góðir, takið á ykkur rögg. Látið af stríðsáróðrinum. Stefnið ekki framtíð barna okkar í voða með skaðræðistali um sigur á vígvelli. Efnum til raunverulegrar friðarráðstefnu og bjóðum Rússum. Látum (fyrstu) fjóra milljarðana renna til slíkrar ráðstefnu. Þannig verður þeim best varið. Höfundur er sagnfræðingur.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun