VG geti ekki gefið meiri afslátt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. júní 2024 13:13 Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri Grænna og fulltrúi flokksins í allsherjar- og menntamálanefnd. Vísir/Vilhelm VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. Umdeilt útlendingafrumvarp var í gær afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd. Umboðsmaður barna hafði gert miklar athugasemdir við það og sagt þrengri skilyrði til fjölskyldusameiningar ekki samræmast barnasáttmálanum. Nefndin virðist ekki fallast á túlkun umboðsmanns samkvæmt meirihlutaáliti og var frumvarpið afgreitt óbreytt en Jódís Skúladóttir, fulltrúi Vinstri Grænna í nefndinni, segir málið hafa fengið mikla og góða umræðu. Það sé nú komið í þann farveg sem vænta mátti. Frumvarp um breytingar á lögreglulögum, sem fjallar um afbrotavarnir eða forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu, og er ekki síður umdeilt er aftur á móti enn í nefnd og Jódís segir mikilvægt að þar stigið verði mjög varlega til jarðar, líkt og hún kom inn á í ræðu sinni á þinginu í gær. „Það veldur mér ugg að sjá framgöngu lögreglu hér í ýmsum málum, hvort heldur sem það sé í almennum mótmælum eða við handtöku einstaklinga. Ég held að við þurfum að fara ákaflega varlega í auknar heimildir til lögreglu og að um það þurfi að vera mjög skýr lagaumgjörð,“ segir Jódís. Hún þori ekki að segja til um hvort málið verði afgreitt fyrir þinglok. Unnið sé að því að klára mörg stór mál. „Þetta er auðvitað bara inni í því eins og allt hitt en ég get ekki á þessari stundu tjáð mig um það hvaða mál verða kláruð og hvað ekki.“ Kostnaðarsamar málamiðlanir Vinstri Græn mælast með um þriggja prósenta fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup og Jódís segir hreyfinguna þurfa að líta alvarlega í eigin barm og leita í ræturnar. „Það hefur í ýmsum málum þurft að gera málamiðlanir sem ég held að hafa kostað okkur of mikið. En að sama skapi höfum við svo náð fram ýmsu sem samstarfsflokkar telja að hafi kostað þau talsvert.“ Vinstri Græn hafa gert of miklar málamiðlanir sem skila sér í fylgistapi að mati þingmanns flokksins.vísir/Vilhelm Hreyfingin þurfi að beita sér fyrir róttækari vinstristefnu, sem Jódís segir að verði að rúmast innan ríkisstjórnarsamstarfsins. „Ég held að við getum gert enn betur í að standa vörð um vinstri mál og standa vörð um okkar stefnu. Það reyni ég að gera alla daga og reyni að brýna mig í því,“ segir Jódís. Er þessi ríkisstjórn þá að fara lifa út kjörtímabilið? „Það er stefnt að því og ég sé því ekkert til fyrirstöðu ef samstarfið gengur upp. Það er auðvitað bara hver dagur fyrir sig, þar sem við erum að takast á frá ólíkum sjónarhornum. En við getum ekkert gefið meiri afslátt. Það er bara þannig og okkar fylgistölur styðja við það.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Sjá meira
Umdeilt útlendingafrumvarp var í gær afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd. Umboðsmaður barna hafði gert miklar athugasemdir við það og sagt þrengri skilyrði til fjölskyldusameiningar ekki samræmast barnasáttmálanum. Nefndin virðist ekki fallast á túlkun umboðsmanns samkvæmt meirihlutaáliti og var frumvarpið afgreitt óbreytt en Jódís Skúladóttir, fulltrúi Vinstri Grænna í nefndinni, segir málið hafa fengið mikla og góða umræðu. Það sé nú komið í þann farveg sem vænta mátti. Frumvarp um breytingar á lögreglulögum, sem fjallar um afbrotavarnir eða forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu, og er ekki síður umdeilt er aftur á móti enn í nefnd og Jódís segir mikilvægt að þar stigið verði mjög varlega til jarðar, líkt og hún kom inn á í ræðu sinni á þinginu í gær. „Það veldur mér ugg að sjá framgöngu lögreglu hér í ýmsum málum, hvort heldur sem það sé í almennum mótmælum eða við handtöku einstaklinga. Ég held að við þurfum að fara ákaflega varlega í auknar heimildir til lögreglu og að um það þurfi að vera mjög skýr lagaumgjörð,“ segir Jódís. Hún þori ekki að segja til um hvort málið verði afgreitt fyrir þinglok. Unnið sé að því að klára mörg stór mál. „Þetta er auðvitað bara inni í því eins og allt hitt en ég get ekki á þessari stundu tjáð mig um það hvaða mál verða kláruð og hvað ekki.“ Kostnaðarsamar málamiðlanir Vinstri Græn mælast með um þriggja prósenta fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup og Jódís segir hreyfinguna þurfa að líta alvarlega í eigin barm og leita í ræturnar. „Það hefur í ýmsum málum þurft að gera málamiðlanir sem ég held að hafa kostað okkur of mikið. En að sama skapi höfum við svo náð fram ýmsu sem samstarfsflokkar telja að hafi kostað þau talsvert.“ Vinstri Græn hafa gert of miklar málamiðlanir sem skila sér í fylgistapi að mati þingmanns flokksins.vísir/Vilhelm Hreyfingin þurfi að beita sér fyrir róttækari vinstristefnu, sem Jódís segir að verði að rúmast innan ríkisstjórnarsamstarfsins. „Ég held að við getum gert enn betur í að standa vörð um vinstri mál og standa vörð um okkar stefnu. Það reyni ég að gera alla daga og reyni að brýna mig í því,“ segir Jódís. Er þessi ríkisstjórn þá að fara lifa út kjörtímabilið? „Það er stefnt að því og ég sé því ekkert til fyrirstöðu ef samstarfið gengur upp. Það er auðvitað bara hver dagur fyrir sig, þar sem við erum að takast á frá ólíkum sjónarhornum. En við getum ekkert gefið meiri afslátt. Það er bara þannig og okkar fylgistölur styðja við það.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent