Heimtu hlutinn úr helju og verða stærstu einkafjárfestarnir Árni Sæberg skrifar 5. júní 2024 15:43 Árni Oddur hefur haft í nægu að snúast undanfarna mánuði. Árni Oddur Þórðarson hefur gert sátt við Arion banka og endurheimt alla hluti í Eyri invest sem bankinn leysti til sín í nóvember síðastliðnum. Hann fer nú ásamt föður sínum og öflugum hópi fjárfesta með 39 prósenta hlut í félaginu. Hópurinn verður stærsti einkafjárfestirinn í sameinuðu félagi JBT og Marel. Flestir ráku upp stór augu þann 7. nóvember síðastliðinn þegar tilkynnt var að Árni Oddur hefði sagt starfi sínu sem forstjóri Marel lausu vegna deilna við Arion banka. Það gerði hann vegna réttaróvissu eftir að Arion banki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, stórum hluthafa í Marel. Árni Oddur var stjórnarformaður Marel í átta ár áður en hann varð forstjóri en því starfi sinnti hann í tíu ár. Í kjölfarið fékk Árni Oddur samþykkta greiðslustöðvun í þeim tilgangi að koma sínum málum á réttan kjöl, verkefni sem hann hefur unnið að hörðum höndum síðustu mánuði. Sættist við bankann og keypti bréfin Arion banki tilkynnti á föstudag að bankinn hefði komist að samkomulagi um fullnaðaruppgjör vegna málsins. Samhliða sátt hafi fjárfestahópur að baki félagsins 12 Fet ehf., sem Árni Oddur er í forsvari fyrir, átt viðskipti með hluti í Eyri Invest hf.. Eftir viðskiptin sé bankinn ekki lengur hluthafi í Eyri Invest hf.. Mikilvægt að setja punktinn Árni Oddur segir í samtali við Vísi að það sé léttir að hafa lokið málinu með þessum hætti. „Það er mikilvægt að setja punktinn, ná sáttinni og einbeita sér að framtíðarverðmætasköpun. Á sama tíma er maður virkilega þakklátur fyrir traustið frá samferðafólki sem er að koma með okkur í þetta ferðalag. Þetta eru tólf öflugar fjölskyldur sem eru að ganga til liðs við okkur í gegnum þessi tvö fjárfestingarfélög, 6 Álnir og 12 Fet.“ Nöfnin á félögunum eru skírskotun í gamlar mælieiningar. Þegar eyrir, fyrsta norræna myntin, var sleginn jafngilti hann sex álnum vaðmáls. Sex álnir urðu svo að tólf fetum. Fagkaupshjónin og reynsluboltar úr sjávarútveginum Árni Oddur kom fjárfestingarfélaginu 6 Álnir á koppinn í janúar og 12 Fetum núna í maí. Það eru að miklu leyti sömu fjárfestar sem standa að baki félögunum tveimur ásamt Árna Oddi. Þeirra á meðal eru hjónin Bogi Þór Siguroddson og Linda Björk Ólafsdóttir, sem kennd eru við Fagkaup, Jakob Valgeir, útgerðarmaður og umsvifamikill fjárfestir á markaði, Pétur Björnsson sem seldi hlut sinn í Ísfell fyrir fáeinum árum, Guðmundur Ásgeirsson, oftast kenndur við Nesskip, fjárfestingafélagið Hvalur sem er stýrt af Kristjáni Loftssyni, og félag í aðaleigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu. „Það er verið að stofna tvö sterk fjárfestingafélög fjármögnuð að fullu með eiginfé, átta milljörðum króna. Það er virkilega öflugur hópur þarna bak við með víðtæka reynslu og þekkingu úr atvinnulífinu.“ Stærstu einkafjárfestarnir í sameinuðu félagi Auk þess að leysa til sín um fimm prósenta hlut Árna Odds í Eyri gerði Arion banki einnig veðkall í 4,4 prósenta hlut Þórðar Magnússonar, föður Árna Odds, í Eyri, félaginu sem þeir feðgar stofnuðu fyrir rúmum tveimur áratugum. Fjárfestahópurinn sem Árni Oddur leiðir keypti allan 9,4 prósenta hlut Arion banka og því fer hann með um 24 prósenta hlut í Eyri , að þeim hluta bættum við félögin tvö áttu fyrir. Þá fer Þórður með fimmtán prósenta hlut í Eyri og er því samanlagður eignarhlutur sem þeir feðgar fara fyrir um 39 prósent í Eyri. Það er álíka stór hluti og feðgarnir hafa farið með síðustu tæpu tuttugu ár. Það gerir það að verkum að feðgarnir ásamt fjárfestunum bak við 6 Álnir og 12 Fet verða stærstu einkafjárfestarnir í sameiginlegu félagi JBT og Marel. Árni Oddur og Þórður hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við yfirtökutilboð JBT. „Marel er mér kært“ Að lokum segir Árni Oddur að Marel sé honum kært og það sé félaginu mikilvægt að halda áfram að vaxa, sem það muni gera með þessum hætti. „Marel er mér kært og ég tel spennandi tíma framundan.“ Marel hafi vaxið mikið eftir innkomu Eyris sem kjölfestufjárfestis fyrir tveimur áratugum. Marel sé í dag alþjóðlegur leiðtogi í lausnum og þjónustu við kjöt-, kjúklinga og fiskiðnað með ríflega 1,7milljarð evra í veltu til samanburðar við um 130 milljónir evra veltu árið 2005. Þá hafi starfsmönnum fjölgað á sama tímabili frá 700 í ríflega 7000 talsins. Marel Fjármálafyrirtæki Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Flestir ráku upp stór augu þann 7. nóvember síðastliðinn þegar tilkynnt var að Árni Oddur hefði sagt starfi sínu sem forstjóri Marel lausu vegna deilna við Arion banka. Það gerði hann vegna réttaróvissu eftir að Arion banki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, stórum hluthafa í Marel. Árni Oddur var stjórnarformaður Marel í átta ár áður en hann varð forstjóri en því starfi sinnti hann í tíu ár. Í kjölfarið fékk Árni Oddur samþykkta greiðslustöðvun í þeim tilgangi að koma sínum málum á réttan kjöl, verkefni sem hann hefur unnið að hörðum höndum síðustu mánuði. Sættist við bankann og keypti bréfin Arion banki tilkynnti á föstudag að bankinn hefði komist að samkomulagi um fullnaðaruppgjör vegna málsins. Samhliða sátt hafi fjárfestahópur að baki félagsins 12 Fet ehf., sem Árni Oddur er í forsvari fyrir, átt viðskipti með hluti í Eyri Invest hf.. Eftir viðskiptin sé bankinn ekki lengur hluthafi í Eyri Invest hf.. Mikilvægt að setja punktinn Árni Oddur segir í samtali við Vísi að það sé léttir að hafa lokið málinu með þessum hætti. „Það er mikilvægt að setja punktinn, ná sáttinni og einbeita sér að framtíðarverðmætasköpun. Á sama tíma er maður virkilega þakklátur fyrir traustið frá samferðafólki sem er að koma með okkur í þetta ferðalag. Þetta eru tólf öflugar fjölskyldur sem eru að ganga til liðs við okkur í gegnum þessi tvö fjárfestingarfélög, 6 Álnir og 12 Fet.“ Nöfnin á félögunum eru skírskotun í gamlar mælieiningar. Þegar eyrir, fyrsta norræna myntin, var sleginn jafngilti hann sex álnum vaðmáls. Sex álnir urðu svo að tólf fetum. Fagkaupshjónin og reynsluboltar úr sjávarútveginum Árni Oddur kom fjárfestingarfélaginu 6 Álnir á koppinn í janúar og 12 Fetum núna í maí. Það eru að miklu leyti sömu fjárfestar sem standa að baki félögunum tveimur ásamt Árna Oddi. Þeirra á meðal eru hjónin Bogi Þór Siguroddson og Linda Björk Ólafsdóttir, sem kennd eru við Fagkaup, Jakob Valgeir, útgerðarmaður og umsvifamikill fjárfestir á markaði, Pétur Björnsson sem seldi hlut sinn í Ísfell fyrir fáeinum árum, Guðmundur Ásgeirsson, oftast kenndur við Nesskip, fjárfestingafélagið Hvalur sem er stýrt af Kristjáni Loftssyni, og félag í aðaleigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu. „Það er verið að stofna tvö sterk fjárfestingafélög fjármögnuð að fullu með eiginfé, átta milljörðum króna. Það er virkilega öflugur hópur þarna bak við með víðtæka reynslu og þekkingu úr atvinnulífinu.“ Stærstu einkafjárfestarnir í sameinuðu félagi Auk þess að leysa til sín um fimm prósenta hlut Árna Odds í Eyri gerði Arion banki einnig veðkall í 4,4 prósenta hlut Þórðar Magnússonar, föður Árna Odds, í Eyri, félaginu sem þeir feðgar stofnuðu fyrir rúmum tveimur áratugum. Fjárfestahópurinn sem Árni Oddur leiðir keypti allan 9,4 prósenta hlut Arion banka og því fer hann með um 24 prósenta hlut í Eyri , að þeim hluta bættum við félögin tvö áttu fyrir. Þá fer Þórður með fimmtán prósenta hlut í Eyri og er því samanlagður eignarhlutur sem þeir feðgar fara fyrir um 39 prósent í Eyri. Það er álíka stór hluti og feðgarnir hafa farið með síðustu tæpu tuttugu ár. Það gerir það að verkum að feðgarnir ásamt fjárfestunum bak við 6 Álnir og 12 Fet verða stærstu einkafjárfestarnir í sameiginlegu félagi JBT og Marel. Árni Oddur og Þórður hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við yfirtökutilboð JBT. „Marel er mér kært“ Að lokum segir Árni Oddur að Marel sé honum kært og það sé félaginu mikilvægt að halda áfram að vaxa, sem það muni gera með þessum hætti. „Marel er mér kært og ég tel spennandi tíma framundan.“ Marel hafi vaxið mikið eftir innkomu Eyris sem kjölfestufjárfestis fyrir tveimur áratugum. Marel sé í dag alþjóðlegur leiðtogi í lausnum og þjónustu við kjöt-, kjúklinga og fiskiðnað með ríflega 1,7milljarð evra í veltu til samanburðar við um 130 milljónir evra veltu árið 2005. Þá hafi starfsmönnum fjölgað á sama tímabili frá 700 í ríflega 7000 talsins.
Marel Fjármálafyrirtæki Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira