Biden herðir tökin á landamærum í aðdraganda kosninga Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2024 16:35 Biden kynnti landamæraaðgerðir sínar á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. AP/Manuel Balce Ceneta Förufólki sem kemur ólöglega til Bandaríkin yfir landamærin að Mexíkó verður bannað að sækja um hæli og verður snögglega vísað úr landi samkvæmt tilskipun sem Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf út í gær. Innflytjendamál brenna einna heitast á kjósendum fyrir forsetakosningar sem fara fram í haust. Tilskipunin tekur gildi skömmu eftir miðnætti að staðartíma í nótt. Undantekningar eru fyrir fylgdarlaus börn, alvarlega veikt fólk og þá sem eru taldir í hættu eða fórnarlömb mansals, að því er kemur fram í frétt Reuters. Biden sagði að þeir sem vildu sækja um hæli í Bandaríkjunum gætu gert það með því að bóka tíma í gegnum snjallforrit eða með öðrum löglegum hætti. „Þessi aðgerð hjálpar okkur að ná tökum á landamærunum og koma aftur á röð og reglu í leiðinni. Bannið verður í gildi þar til þeim sem reyna að komast ólöglega inn fækkar nægilega til þess að kerfið okkar ráði við það,“ sagði Biden á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Þegar Biden tók við af Donald Trump hét hann því að milda harðlínustefnu forvera síns í innflytjendamálum, ekki síst þeirri að stía í sundur fjölskyldum sem komu yfir landamærin. Síðan þá hefur Biden þurft að glíma við mikla fjölgun fólks sem fer ólöglega yfir landamærin. Repúblikanar, og sumir demókratar, gáfu lítið fyrir útspil Biden. Þeir fyrrnefndu telja aðgerðirnar ekki hrökkva til en þeir síðarnefndu telja Biden hafa fært sig of nærri Trump í málaflokknum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsti yfir áhyggjum af því að reglurnar þýddu að fólk sem þyrfti á alþjóðlegri vernd að halda yrði meinað um hana. Flokkarnir tveir í öldungadeild Bandaríkjaþings náðu þverpólitísku samkomulagi um hertar aðgerðir á landamærunum með stuðningi Biden í vetur. Repúblikanar í fulltrúadeildinni drápu frumvarpið að kröfu Trump sem vildi ekki að Biden gæti stært sig af árangri í landamæramálunum á kosningaári. Skoðanakannanir benda til þess að kjósendur treysti Trump mun betur fyrir landamærunum en Biden. Biden sagðist helst vilja koma í gegn varanlegum lögum um landamærin en andstaða repúblikana þvingaði hann til þess að grípa til einhliða aðgerða. Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Tilskipunin tekur gildi skömmu eftir miðnætti að staðartíma í nótt. Undantekningar eru fyrir fylgdarlaus börn, alvarlega veikt fólk og þá sem eru taldir í hættu eða fórnarlömb mansals, að því er kemur fram í frétt Reuters. Biden sagði að þeir sem vildu sækja um hæli í Bandaríkjunum gætu gert það með því að bóka tíma í gegnum snjallforrit eða með öðrum löglegum hætti. „Þessi aðgerð hjálpar okkur að ná tökum á landamærunum og koma aftur á röð og reglu í leiðinni. Bannið verður í gildi þar til þeim sem reyna að komast ólöglega inn fækkar nægilega til þess að kerfið okkar ráði við það,“ sagði Biden á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Þegar Biden tók við af Donald Trump hét hann því að milda harðlínustefnu forvera síns í innflytjendamálum, ekki síst þeirri að stía í sundur fjölskyldum sem komu yfir landamærin. Síðan þá hefur Biden þurft að glíma við mikla fjölgun fólks sem fer ólöglega yfir landamærin. Repúblikanar, og sumir demókratar, gáfu lítið fyrir útspil Biden. Þeir fyrrnefndu telja aðgerðirnar ekki hrökkva til en þeir síðarnefndu telja Biden hafa fært sig of nærri Trump í málaflokknum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsti yfir áhyggjum af því að reglurnar þýddu að fólk sem þyrfti á alþjóðlegri vernd að halda yrði meinað um hana. Flokkarnir tveir í öldungadeild Bandaríkjaþings náðu þverpólitísku samkomulagi um hertar aðgerðir á landamærunum með stuðningi Biden í vetur. Repúblikanar í fulltrúadeildinni drápu frumvarpið að kröfu Trump sem vildi ekki að Biden gæti stært sig af árangri í landamæramálunum á kosningaári. Skoðanakannanir benda til þess að kjósendur treysti Trump mun betur fyrir landamærunum en Biden. Biden sagðist helst vilja koma í gegn varanlegum lögum um landamærin en andstaða repúblikana þvingaði hann til þess að grípa til einhliða aðgerða.
Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent