Biden herðir tökin á landamærum í aðdraganda kosninga Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2024 16:35 Biden kynnti landamæraaðgerðir sínar á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. AP/Manuel Balce Ceneta Förufólki sem kemur ólöglega til Bandaríkin yfir landamærin að Mexíkó verður bannað að sækja um hæli og verður snögglega vísað úr landi samkvæmt tilskipun sem Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf út í gær. Innflytjendamál brenna einna heitast á kjósendum fyrir forsetakosningar sem fara fram í haust. Tilskipunin tekur gildi skömmu eftir miðnætti að staðartíma í nótt. Undantekningar eru fyrir fylgdarlaus börn, alvarlega veikt fólk og þá sem eru taldir í hættu eða fórnarlömb mansals, að því er kemur fram í frétt Reuters. Biden sagði að þeir sem vildu sækja um hæli í Bandaríkjunum gætu gert það með því að bóka tíma í gegnum snjallforrit eða með öðrum löglegum hætti. „Þessi aðgerð hjálpar okkur að ná tökum á landamærunum og koma aftur á röð og reglu í leiðinni. Bannið verður í gildi þar til þeim sem reyna að komast ólöglega inn fækkar nægilega til þess að kerfið okkar ráði við það,“ sagði Biden á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Þegar Biden tók við af Donald Trump hét hann því að milda harðlínustefnu forvera síns í innflytjendamálum, ekki síst þeirri að stía í sundur fjölskyldum sem komu yfir landamærin. Síðan þá hefur Biden þurft að glíma við mikla fjölgun fólks sem fer ólöglega yfir landamærin. Repúblikanar, og sumir demókratar, gáfu lítið fyrir útspil Biden. Þeir fyrrnefndu telja aðgerðirnar ekki hrökkva til en þeir síðarnefndu telja Biden hafa fært sig of nærri Trump í málaflokknum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsti yfir áhyggjum af því að reglurnar þýddu að fólk sem þyrfti á alþjóðlegri vernd að halda yrði meinað um hana. Flokkarnir tveir í öldungadeild Bandaríkjaþings náðu þverpólitísku samkomulagi um hertar aðgerðir á landamærunum með stuðningi Biden í vetur. Repúblikanar í fulltrúadeildinni drápu frumvarpið að kröfu Trump sem vildi ekki að Biden gæti stært sig af árangri í landamæramálunum á kosningaári. Skoðanakannanir benda til þess að kjósendur treysti Trump mun betur fyrir landamærunum en Biden. Biden sagðist helst vilja koma í gegn varanlegum lögum um landamærin en andstaða repúblikana þvingaði hann til þess að grípa til einhliða aðgerða. Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Tilskipunin tekur gildi skömmu eftir miðnætti að staðartíma í nótt. Undantekningar eru fyrir fylgdarlaus börn, alvarlega veikt fólk og þá sem eru taldir í hættu eða fórnarlömb mansals, að því er kemur fram í frétt Reuters. Biden sagði að þeir sem vildu sækja um hæli í Bandaríkjunum gætu gert það með því að bóka tíma í gegnum snjallforrit eða með öðrum löglegum hætti. „Þessi aðgerð hjálpar okkur að ná tökum á landamærunum og koma aftur á röð og reglu í leiðinni. Bannið verður í gildi þar til þeim sem reyna að komast ólöglega inn fækkar nægilega til þess að kerfið okkar ráði við það,“ sagði Biden á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Þegar Biden tók við af Donald Trump hét hann því að milda harðlínustefnu forvera síns í innflytjendamálum, ekki síst þeirri að stía í sundur fjölskyldum sem komu yfir landamærin. Síðan þá hefur Biden þurft að glíma við mikla fjölgun fólks sem fer ólöglega yfir landamærin. Repúblikanar, og sumir demókratar, gáfu lítið fyrir útspil Biden. Þeir fyrrnefndu telja aðgerðirnar ekki hrökkva til en þeir síðarnefndu telja Biden hafa fært sig of nærri Trump í málaflokknum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsti yfir áhyggjum af því að reglurnar þýddu að fólk sem þyrfti á alþjóðlegri vernd að halda yrði meinað um hana. Flokkarnir tveir í öldungadeild Bandaríkjaþings náðu þverpólitísku samkomulagi um hertar aðgerðir á landamærunum með stuðningi Biden í vetur. Repúblikanar í fulltrúadeildinni drápu frumvarpið að kröfu Trump sem vildi ekki að Biden gæti stært sig af árangri í landamæramálunum á kosningaári. Skoðanakannanir benda til þess að kjósendur treysti Trump mun betur fyrir landamærunum en Biden. Biden sagðist helst vilja koma í gegn varanlegum lögum um landamærin en andstaða repúblikana þvingaði hann til þess að grípa til einhliða aðgerða.
Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“