Þegar réttindin þín eru tekin í burtu af stjórnvöldum Jón Frímann Jónsson skrifar 5. júní 2024 23:01 Þessa dagana er Alþingi íslendinga á fullu að fjarlægja þau fáu réttindi sem flóttamenn sem koma til Íslands á eigin vegum hafa. Þessar lagabreytingar eru allar saman, með tölum og lagagreinum andstæðar þeim alþjóðlegum samningum sem Ísland hefur skrifað undir, sáttmálum Sameinuðu Þjóðanna og gætu jafnvel jaðrað á við mannréttindabrot á þeirri stærðargráðu að Mannréttindadómstóll Evrópu verður að taka mála málið og mun örugglega gera það á endanum einn daginn. Hvort að stjórnvöld sem eru að fjarlægja réttindi fólks fara eftir slíkum dómi er ekki sjálfgefið og sagan sýnir, að slík stjórnvöld fara ekki eftir slíkum dómum. Þessi áróður sem hefur verið rekinn af sjálfstæðisflokknum, framsóknarflokknum, miðflokknum, flokki fólksins og studdur rækilega af vinstri grænum og einnig samfylkingunni síðustu mánuði er og verður til ævarandi skammar fyrir þessa stjórnmálaflokka og alla þá sem standa á bak við þessa stjórnmálaflokka. Þetta verður skömm þessa fólks löngu eftir að það komið í varanlega búsetu upp í kirkjugarð og öll önnur verk þess verða löngu gleymd íslendingum. Þessi skömm mun lifa áfram í margar kynslóðir. Það er í þessari umræðu mikið vísað til lagalegra breytinga á hinum Norðurlöndunum. Það sem er ekki nefnt í þessari umræðu er að þessum lagalegu breytingum var komið í gegn af stjórnmálaflokkum sem stunda ekkert annað en hreinan fasisma og síðan stórfelldar lygar gegn flóttamönnum. Staðan er orðin einstaklinga slæm í Danmörku og Svíþjóð að þessu leiti. Það er samt farið að rofa til í þessum ríkjum, þar sem skaðsemi þessara fasista stjórnmálaflokka er ekki bara takmörkuð við flóttamenn. Enda eru allir þar inn vanhæfni, glæpamenn eða allt saman í einhverri blöndunni. Það er einnig ófrávíkjanleg regla í þessu að þegar fasistaflokkanir eru búnir að fjarlægja fyrsta óvininn. Þá kemur bara að þeim næsta. Næsti óvinurinn á Íslandi og víðar er almenningur. Þetta byrjar á einhverju smáu, einhverju sem einhver skrifaði eða sagði. Smáatriðin skipta ekki máli hérna. Eitthvað, einhversstaðar verður alveg óþolandi fyrir einhvern stjórnmálaflokkinn sem er á Alþingi. Þá helst að umræddur stjórnmálaflokkur sé í ríkisstjórn, þannig er hægt að koma málinu í gegn hratt og örugglega á Íslandi án nokkurar eða lítillar umræðu. Síðan eykst þetta bara, fleiri réttindi eru tekinn af almenningi á Íslandi, hægt en örugglega, atvik eru fundin upp til þess að réttlæta lagabreytingar, stjórnarskrárbreytingar, aukin völd lögreglu og þannig heldur það áfram og áfram. Þangað til Íslendingar uppgötva einn daginn að þeir búa í fangelsi án rimla og geta sig hvorki hreyft eða tjáð sig án þess að enda í fangelsi eða eitthvað þaðan af verra. Þetta er nefnilega nákvæmlega það sem gerðist þegar réttindi voru og eru núna tekin af flóttafólki sem kemur til Íslands á eigin vegum. Það er er engin breyting á þessum skrefum á þeim lagabreytingum sem er núna verið að ýta í gegn þessum flóttamönnum. Nema að þetta flóttafólk getur ekki varist gegn þessum lagabreytingum. Íslendingar geta mótmælt, ennþá en aukin vopnavæðing lögreglunnar á Íslandi er kominn á fullt og það er nákvæmlega engin tilviljun að svo sé og hafi verið samþykkt af dómsmálaráðherra sem er augljóslega ekki í lagi sem manneskja. Staðreyndin er sú að ef lýðræðið tapast. Þá er ekki einfalt að koma því aftur á og Ísland er smáþjóð, það sem er verra. Ísland er afskekkt smáþjóð sem skiptir fáa máli á alþjóðlega sviðinu og hefur í reynd, alltaf skipt litlu máli í sögu heimsins. Það er verið að veikja lýðræði á Íslandi hægt en örugglega með því að fjarlægja réttindi flóttafólks sem kemur til Íslands á eigin vegum með hræðsluáróðri og lygum. Íslendingar, eins og svo margar þjóðir í Evrópu hafa núna val. Það er áframhaldandi lýðræði, ásamt því að taka á móti flóttafólki eða taka upp alræði og afnám lýðræðis. Alræðisstjórnvöld eru í heildina, allar jafn slæmar, allar jafn gjörspilltar og munu á endanum hrynja með braki og hruni þjóða sem eru marga áratugi að jafna sig. Sumar þjóðir hafa haft algjör alræði í meira en 90 ár núna og það er enginn endi í sjón á alræðinu og kúgunni hjá þessum þjóðum. Tilvera Íslands er ekki lögmál. Heldur löng atburðarás sem á uppruna sinn í stjórnmálum Danmerkur um miðja 17 öldina. Ásamt öðrum flækjum, stríðum og sáttmálum og samningum þangað til Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði þann 17. Júní 1945. Það sama á við um lýðræði á Íslandi. Bæði eða annað getur horfið ef ekki er passað upp á það. Eitt af því sem þarf að passa og berjast gegn er uppgangur öfga-hægri afla sem vilja ekkert meira en eyða lýðræði og frelsi fólks og hola lýðræðið að innan eins og er að gerast í mörgum lýðræðisríkjum heimsins núna í dag. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þessa dagana er Alþingi íslendinga á fullu að fjarlægja þau fáu réttindi sem flóttamenn sem koma til Íslands á eigin vegum hafa. Þessar lagabreytingar eru allar saman, með tölum og lagagreinum andstæðar þeim alþjóðlegum samningum sem Ísland hefur skrifað undir, sáttmálum Sameinuðu Þjóðanna og gætu jafnvel jaðrað á við mannréttindabrot á þeirri stærðargráðu að Mannréttindadómstóll Evrópu verður að taka mála málið og mun örugglega gera það á endanum einn daginn. Hvort að stjórnvöld sem eru að fjarlægja réttindi fólks fara eftir slíkum dómi er ekki sjálfgefið og sagan sýnir, að slík stjórnvöld fara ekki eftir slíkum dómum. Þessi áróður sem hefur verið rekinn af sjálfstæðisflokknum, framsóknarflokknum, miðflokknum, flokki fólksins og studdur rækilega af vinstri grænum og einnig samfylkingunni síðustu mánuði er og verður til ævarandi skammar fyrir þessa stjórnmálaflokka og alla þá sem standa á bak við þessa stjórnmálaflokka. Þetta verður skömm þessa fólks löngu eftir að það komið í varanlega búsetu upp í kirkjugarð og öll önnur verk þess verða löngu gleymd íslendingum. Þessi skömm mun lifa áfram í margar kynslóðir. Það er í þessari umræðu mikið vísað til lagalegra breytinga á hinum Norðurlöndunum. Það sem er ekki nefnt í þessari umræðu er að þessum lagalegu breytingum var komið í gegn af stjórnmálaflokkum sem stunda ekkert annað en hreinan fasisma og síðan stórfelldar lygar gegn flóttamönnum. Staðan er orðin einstaklinga slæm í Danmörku og Svíþjóð að þessu leiti. Það er samt farið að rofa til í þessum ríkjum, þar sem skaðsemi þessara fasista stjórnmálaflokka er ekki bara takmörkuð við flóttamenn. Enda eru allir þar inn vanhæfni, glæpamenn eða allt saman í einhverri blöndunni. Það er einnig ófrávíkjanleg regla í þessu að þegar fasistaflokkanir eru búnir að fjarlægja fyrsta óvininn. Þá kemur bara að þeim næsta. Næsti óvinurinn á Íslandi og víðar er almenningur. Þetta byrjar á einhverju smáu, einhverju sem einhver skrifaði eða sagði. Smáatriðin skipta ekki máli hérna. Eitthvað, einhversstaðar verður alveg óþolandi fyrir einhvern stjórnmálaflokkinn sem er á Alþingi. Þá helst að umræddur stjórnmálaflokkur sé í ríkisstjórn, þannig er hægt að koma málinu í gegn hratt og örugglega á Íslandi án nokkurar eða lítillar umræðu. Síðan eykst þetta bara, fleiri réttindi eru tekinn af almenningi á Íslandi, hægt en örugglega, atvik eru fundin upp til þess að réttlæta lagabreytingar, stjórnarskrárbreytingar, aukin völd lögreglu og þannig heldur það áfram og áfram. Þangað til Íslendingar uppgötva einn daginn að þeir búa í fangelsi án rimla og geta sig hvorki hreyft eða tjáð sig án þess að enda í fangelsi eða eitthvað þaðan af verra. Þetta er nefnilega nákvæmlega það sem gerðist þegar réttindi voru og eru núna tekin af flóttafólki sem kemur til Íslands á eigin vegum. Það er er engin breyting á þessum skrefum á þeim lagabreytingum sem er núna verið að ýta í gegn þessum flóttamönnum. Nema að þetta flóttafólk getur ekki varist gegn þessum lagabreytingum. Íslendingar geta mótmælt, ennþá en aukin vopnavæðing lögreglunnar á Íslandi er kominn á fullt og það er nákvæmlega engin tilviljun að svo sé og hafi verið samþykkt af dómsmálaráðherra sem er augljóslega ekki í lagi sem manneskja. Staðreyndin er sú að ef lýðræðið tapast. Þá er ekki einfalt að koma því aftur á og Ísland er smáþjóð, það sem er verra. Ísland er afskekkt smáþjóð sem skiptir fáa máli á alþjóðlega sviðinu og hefur í reynd, alltaf skipt litlu máli í sögu heimsins. Það er verið að veikja lýðræði á Íslandi hægt en örugglega með því að fjarlægja réttindi flóttafólks sem kemur til Íslands á eigin vegum með hræðsluáróðri og lygum. Íslendingar, eins og svo margar þjóðir í Evrópu hafa núna val. Það er áframhaldandi lýðræði, ásamt því að taka á móti flóttafólki eða taka upp alræði og afnám lýðræðis. Alræðisstjórnvöld eru í heildina, allar jafn slæmar, allar jafn gjörspilltar og munu á endanum hrynja með braki og hruni þjóða sem eru marga áratugi að jafna sig. Sumar þjóðir hafa haft algjör alræði í meira en 90 ár núna og það er enginn endi í sjón á alræðinu og kúgunni hjá þessum þjóðum. Tilvera Íslands er ekki lögmál. Heldur löng atburðarás sem á uppruna sinn í stjórnmálum Danmerkur um miðja 17 öldina. Ásamt öðrum flækjum, stríðum og sáttmálum og samningum þangað til Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði þann 17. Júní 1945. Það sama á við um lýðræði á Íslandi. Bæði eða annað getur horfið ef ekki er passað upp á það. Eitt af því sem þarf að passa og berjast gegn er uppgangur öfga-hægri afla sem vilja ekkert meira en eyða lýðræði og frelsi fólks og hola lýðræðið að innan eins og er að gerast í mörgum lýðræðisríkjum heimsins núna í dag. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar