Framsýn farsæld Tinna Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2024 11:00 Trappa á 10 ára afmæli um þessar mundir. Trappa er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að veita og auka aðgengi að ýmis konar þjónustu fyrir börn, til að mynda talþjáfun, sálfræðiráðgjöf og hegðunarráðgjöf svo eitthvað sé nefnt. Markmið og sýn okkar hefur ávallt verið að grípa barn í vanda án tafar, ýmist með ráðgjöf, leiðbeiningum eða beinni þjálfun. Frá upphafi var lögð áhersla á fjarþjónustu og notast við Zoom til að byrja með. Fyrstu skjólstæðingarnir voru börn í Vesturbyggð sem hlutu talþjálfun vikulega. Vel að merkja var þetta árið 2014, löngu fyrir Covid. Smátt og smátt fjölgaði sveitarfélögum vítt og breitt um landið sem sáu kosti þess að fá vikulega talþjálfun fyrir börn með minni áherslu á greiningar. Í dag nýta 11 sveitarfélög sér þjónustu okkar með góðum árangri. Eftir því sem þjónusta Tröppu þróaðist hófst einnig þróun hugbúnaðarins Kara Connect, sem er veflægur fjarfundabúnaður hannaður með fyllsta öryggi í huga. Í dag eru Trappa og Kara tvö aðskilin fyrirtæki sem eru þó byggð á sama grunni og með sömu sýn - að auðvelda aðgengi að aðstoð. Við höfum á þessum tíma byggt upp öfluga þjónustu og gott og faglegt samstarf við sveitarfélög. Þrátt fyrir frumkvöðlastarfsemi Tröppu og þá umbyltingu í veitingu þjónustu sem fyrirtækið hefur valdið hefur það aldrei hlotið opinbera styrki. Þvert á móti höfum við þurft að berjast við hinar ýmsu stofnanir hér á landi í gegnum tíðina. Má þar nefna Landlæknisembættið sem setti sérstakar kröfur um leyfi til veitingar fjarþjónustu án fyrirvara, sem hafði þá einnig áhrif á stöðu talmeinafræðinga gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. Voru þessar aðgerðir hins opinbera mjög kostnaðarsamar fyrir okkur og unnu í rauninni gegn þeirri framsýni og umbótum sem fjarþjónusta af þessu tagi er fyrir samfélagið allt. Þrátt fyrir mótlæti látum við engan bilbug á okkur finna og vex Trappa nú og dafnar sem aldrei fyrr. Í haust verður haldin ráðstefna til að fagna þessum tímamótum. Við höldum áfram að auka aðgengi að hjálp og er nú hægt er að bóka tíma hjá hinum ýmsu sérfræðingum með stuttum fyrirvara í gegnum vefsíðu Tröppu. Áfram er sýn okkar sú að með því grípa inn í sem fyrst með góðri og ítarlegri ráðgjöf og handleiðslu til foreldra og fagfólks, megi breyta miklu varðandi framgang þroska barns. Trappa er vissulega langt á undan sinni samtíð þegar kemur að farsæld barna og við hlökkum til að vera áfram leiðandi í betra aðgengi að aðstoð fyrir börn, foreldra og fagfólk með farsæld barna að leiðarljósi. Höfundur er talmeinafræðingur og einn stofnenda Tröppu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Trappa á 10 ára afmæli um þessar mundir. Trappa er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að veita og auka aðgengi að ýmis konar þjónustu fyrir börn, til að mynda talþjáfun, sálfræðiráðgjöf og hegðunarráðgjöf svo eitthvað sé nefnt. Markmið og sýn okkar hefur ávallt verið að grípa barn í vanda án tafar, ýmist með ráðgjöf, leiðbeiningum eða beinni þjálfun. Frá upphafi var lögð áhersla á fjarþjónustu og notast við Zoom til að byrja með. Fyrstu skjólstæðingarnir voru börn í Vesturbyggð sem hlutu talþjálfun vikulega. Vel að merkja var þetta árið 2014, löngu fyrir Covid. Smátt og smátt fjölgaði sveitarfélögum vítt og breitt um landið sem sáu kosti þess að fá vikulega talþjálfun fyrir börn með minni áherslu á greiningar. Í dag nýta 11 sveitarfélög sér þjónustu okkar með góðum árangri. Eftir því sem þjónusta Tröppu þróaðist hófst einnig þróun hugbúnaðarins Kara Connect, sem er veflægur fjarfundabúnaður hannaður með fyllsta öryggi í huga. Í dag eru Trappa og Kara tvö aðskilin fyrirtæki sem eru þó byggð á sama grunni og með sömu sýn - að auðvelda aðgengi að aðstoð. Við höfum á þessum tíma byggt upp öfluga þjónustu og gott og faglegt samstarf við sveitarfélög. Þrátt fyrir frumkvöðlastarfsemi Tröppu og þá umbyltingu í veitingu þjónustu sem fyrirtækið hefur valdið hefur það aldrei hlotið opinbera styrki. Þvert á móti höfum við þurft að berjast við hinar ýmsu stofnanir hér á landi í gegnum tíðina. Má þar nefna Landlæknisembættið sem setti sérstakar kröfur um leyfi til veitingar fjarþjónustu án fyrirvara, sem hafði þá einnig áhrif á stöðu talmeinafræðinga gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. Voru þessar aðgerðir hins opinbera mjög kostnaðarsamar fyrir okkur og unnu í rauninni gegn þeirri framsýni og umbótum sem fjarþjónusta af þessu tagi er fyrir samfélagið allt. Þrátt fyrir mótlæti látum við engan bilbug á okkur finna og vex Trappa nú og dafnar sem aldrei fyrr. Í haust verður haldin ráðstefna til að fagna þessum tímamótum. Við höldum áfram að auka aðgengi að hjálp og er nú hægt er að bóka tíma hjá hinum ýmsu sérfræðingum með stuttum fyrirvara í gegnum vefsíðu Tröppu. Áfram er sýn okkar sú að með því grípa inn í sem fyrst með góðri og ítarlegri ráðgjöf og handleiðslu til foreldra og fagfólks, megi breyta miklu varðandi framgang þroska barns. Trappa er vissulega langt á undan sinni samtíð þegar kemur að farsæld barna og við hlökkum til að vera áfram leiðandi í betra aðgengi að aðstoð fyrir börn, foreldra og fagfólk með farsæld barna að leiðarljósi. Höfundur er talmeinafræðingur og einn stofnenda Tröppu.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun