Martin hefur verið lykilmaður fyrir Alba Berlin frá því hann kom aftur til liðsins í janúar. Félagið greindi frá því fyrr í dag að hann yrði frá út tímabilið vegna tognunar í vinstri kálfa.
Schock vor Spiel 5: Saisonaus für Martin Hermannsson, Einsatz von Johannes Thiemann fraglich ❌
— ALBA BERLIN (@albaberlin) June 6, 2024
Martin fällt mit einer Muskelverletzung im Bereich der linken Wade aus. JT plagt eine hartnäckige Reizung des Patellasehnenansatzes.
Gute Besserung! 🙏
👉 https://t.co/Xd4HxtMuXi pic.twitter.com/dNyKoM1Epl
Berlínarbúar töpuðu fyrsta leik einvígisins og lentu svo 2-1 undir með afleitu tapi í þriðja leiknum. Þar leiddi Alba Berlin lengst af í leiknum en glataði forystunni undir lokin.
Martin átti svo sannkallaðan stórleik þegar Alba Berlin jafnaði einvígið 2-2 í síðasta leik.
Leikur kvöldsins var æsispennandi og lítið skildi liðin að. Aðeins einu stigi munaði þegar þriðji leikhlutinn kláraðist, 74-73 fyrir Alba Berlin. Þeir skelltu svo vörninni í lás, fengu aðeins 11 stig á sig í fjórða leikhluta og unnu leikinn að endingu nokkuð örugglega, 97-84.
Alba Berlin mun leika til úrslita gegn Bayern Munchen.