Erfitt fyrir konur að fara frá heimili í langan tíma fyrir fæðingu Lovísa Arnardóttir skrifar 7. júní 2024 09:53 Unnur Berglind er formaður Ljósmæðrafélags Íslands. vísir/sigurjón Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands og Heiðdís Anna Marteinsdóttir, verðandi ljósmóðir, segja fæðingarþjónustu á landsbyggðinni ábótavant. Heiðdís og Unnur fóru yfir stöðuna í faginu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Heiðdís Anna er nýtekin við starfi ljósmóður í Sveitarfélaginu Hornafirði en þar hefur ekki verið starfandi ljósmóðir í tólf ár. Í lokaverkefni sínu skrifaði hún um viðhorf og væntingar kvenna í sveitarfélaginu til þjónustu í barneignarferlinu. Á hverju ári fæðast um tuttugu til þrjátíu börn í sveitarfélaginu en íbúar eru um þrjú þúsund. Þjónustunni í sveitarfélaginu hefur hingað til verið sinnt af ljósmæðrum frá Klaustri og Selfossi sem skiptust á að sinna konunum á tveggja vikna fresti. Heiðdís tók viðtöl við rýnihóp kvenna og segir að skýr krafa hafi komið frá þeim öllum í viðtölunum að fá ljósmóður í sveitarfélagið í fasta vinnu . Það myndi veita þeim meira öryggi auk þess sem það gæfi þeim færi á að tengjast þeim betur. Heiðdís bendir á að þótt svo að hjúkrunarfræðingur og læknir séu með fasta viðveru á staðnum þá séu ljósmæður sérfræðingar í barneignarferlinu. Þær segja það oft vera erfitt fyrir konur að þurfa að fara frá heimili sínu nær fæðingarstað um tveimur til þremur vikum fyrir settan dag. Það geti verið afar krefjandi fyrir til dæmis fólk sem er með fjölskyldur. Heiðdís segir konurnar sem hún ræddi við hafa nefnt þetta og margar sagt þetta flakk hafa verið afar erfitt. Þær hafi upplifað skort á skilningi í fæðingarþjónustunni utan heimabyggðar um hversu erfitt það sé að vera fjarri heimilinu að bíða eftir barninu í svo langan tíma. Auk þess geti það þýtt að pör verði af verulegum fjármunum vegna fjarveru frá vinnu. Erfið staða fyrir ljósmæður í stórum sveitarfélögum Unnur Berglind segir erfiða stöðu í greininni. Ljósmæðrum hafi farið fækkaði því svo stórir hópar hafi farið á eftirlaun. Á sama tíma hafi ekki jafn margar ljósmæður útskrifast. Takmarkandi þátturinn sé verknámið því það sé bara ákveðinn fjöldi fæðinga. Hvað varðar lengd og fyrirkomulag námsins segir Unnur Berglind að það geti verið hagræðing í því að breyta fyrirkomulaginu þannig að þær sem ætli að starfa sem ljósmæður ákveði það fyrr í ferlinu. Á sama tíma sé það afar hentugt að vera hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og líklegra þannig að fá til dæmis vinnu á landsbyggðinni. Það sé ólíklegt að í litlum byggðarlögum sé fullt starf fyrir ljósmæður. „Það er mjög gott að vera hjúkrunarfræðingur líka.“ Unnur Berglind segir oft mikið álag á konum sem sinni ljósmæðrastarfinu utan höfuðborgarsvæðisins. Þær sinni oft dreifbýlum svæðum og séu í raun alltaf á vakt þótt þær séu ekki á launum. Hún segir að í draumaheimi væru tvær ljósmæður á hverjum stað sem geti leyst hver aðra af. Konur gætu þá þekkt sínar ljósmæður og myndað við þær tengsl. Heilbrigðismál Byggðamál Sveitarfélagið Hornafjörður Börn og uppeldi Bítið Tengdar fréttir Yfirmenn segi ljósmæður hitta konur of oft og of lengi Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir álag aukast, verkefnum fjölga og að allt að þriðjungur allra ljósmæðra á landinu íhugi nú að yfirgefa starfsstéttina. Ljósmæður fái ekki faglegt svigrúm til að vinna vinnuna sína og stjórnvöld taki málið ekki alvarlega. 16. febrúar 2024 08:50 Ljósmæðrum brugðið við framgöngu stjórnenda á Akureyri Tveir yfirmenn ljósmæðra á mæðravernd annars vegar og í ungbarnavernd hins vegar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands eru að hætta störfum. Enginn sótti um sameinaða stöðu. Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir ljósmæður mjög ósáttar við framgöngu stjórnenda stofnunarinnar. 7. desember 2023 07:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Heiðdís Anna er nýtekin við starfi ljósmóður í Sveitarfélaginu Hornafirði en þar hefur ekki verið starfandi ljósmóðir í tólf ár. Í lokaverkefni sínu skrifaði hún um viðhorf og væntingar kvenna í sveitarfélaginu til þjónustu í barneignarferlinu. Á hverju ári fæðast um tuttugu til þrjátíu börn í sveitarfélaginu en íbúar eru um þrjú þúsund. Þjónustunni í sveitarfélaginu hefur hingað til verið sinnt af ljósmæðrum frá Klaustri og Selfossi sem skiptust á að sinna konunum á tveggja vikna fresti. Heiðdís tók viðtöl við rýnihóp kvenna og segir að skýr krafa hafi komið frá þeim öllum í viðtölunum að fá ljósmóður í sveitarfélagið í fasta vinnu . Það myndi veita þeim meira öryggi auk þess sem það gæfi þeim færi á að tengjast þeim betur. Heiðdís bendir á að þótt svo að hjúkrunarfræðingur og læknir séu með fasta viðveru á staðnum þá séu ljósmæður sérfræðingar í barneignarferlinu. Þær segja það oft vera erfitt fyrir konur að þurfa að fara frá heimili sínu nær fæðingarstað um tveimur til þremur vikum fyrir settan dag. Það geti verið afar krefjandi fyrir til dæmis fólk sem er með fjölskyldur. Heiðdís segir konurnar sem hún ræddi við hafa nefnt þetta og margar sagt þetta flakk hafa verið afar erfitt. Þær hafi upplifað skort á skilningi í fæðingarþjónustunni utan heimabyggðar um hversu erfitt það sé að vera fjarri heimilinu að bíða eftir barninu í svo langan tíma. Auk þess geti það þýtt að pör verði af verulegum fjármunum vegna fjarveru frá vinnu. Erfið staða fyrir ljósmæður í stórum sveitarfélögum Unnur Berglind segir erfiða stöðu í greininni. Ljósmæðrum hafi farið fækkaði því svo stórir hópar hafi farið á eftirlaun. Á sama tíma hafi ekki jafn margar ljósmæður útskrifast. Takmarkandi þátturinn sé verknámið því það sé bara ákveðinn fjöldi fæðinga. Hvað varðar lengd og fyrirkomulag námsins segir Unnur Berglind að það geti verið hagræðing í því að breyta fyrirkomulaginu þannig að þær sem ætli að starfa sem ljósmæður ákveði það fyrr í ferlinu. Á sama tíma sé það afar hentugt að vera hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og líklegra þannig að fá til dæmis vinnu á landsbyggðinni. Það sé ólíklegt að í litlum byggðarlögum sé fullt starf fyrir ljósmæður. „Það er mjög gott að vera hjúkrunarfræðingur líka.“ Unnur Berglind segir oft mikið álag á konum sem sinni ljósmæðrastarfinu utan höfuðborgarsvæðisins. Þær sinni oft dreifbýlum svæðum og séu í raun alltaf á vakt þótt þær séu ekki á launum. Hún segir að í draumaheimi væru tvær ljósmæður á hverjum stað sem geti leyst hver aðra af. Konur gætu þá þekkt sínar ljósmæður og myndað við þær tengsl.
Heilbrigðismál Byggðamál Sveitarfélagið Hornafjörður Börn og uppeldi Bítið Tengdar fréttir Yfirmenn segi ljósmæður hitta konur of oft og of lengi Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir álag aukast, verkefnum fjölga og að allt að þriðjungur allra ljósmæðra á landinu íhugi nú að yfirgefa starfsstéttina. Ljósmæður fái ekki faglegt svigrúm til að vinna vinnuna sína og stjórnvöld taki málið ekki alvarlega. 16. febrúar 2024 08:50 Ljósmæðrum brugðið við framgöngu stjórnenda á Akureyri Tveir yfirmenn ljósmæðra á mæðravernd annars vegar og í ungbarnavernd hins vegar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands eru að hætta störfum. Enginn sótti um sameinaða stöðu. Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir ljósmæður mjög ósáttar við framgöngu stjórnenda stofnunarinnar. 7. desember 2023 07:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Yfirmenn segi ljósmæður hitta konur of oft og of lengi Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir álag aukast, verkefnum fjölga og að allt að þriðjungur allra ljósmæðra á landinu íhugi nú að yfirgefa starfsstéttina. Ljósmæður fái ekki faglegt svigrúm til að vinna vinnuna sína og stjórnvöld taki málið ekki alvarlega. 16. febrúar 2024 08:50
Ljósmæðrum brugðið við framgöngu stjórnenda á Akureyri Tveir yfirmenn ljósmæðra á mæðravernd annars vegar og í ungbarnavernd hins vegar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands eru að hætta störfum. Enginn sótti um sameinaða stöðu. Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir ljósmæður mjög ósáttar við framgöngu stjórnenda stofnunarinnar. 7. desember 2023 07:00