Læknar sagðir útbýta vottorðum eins og sælgæti Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2024 10:39 Ólafur segir þá hjá Félagi atvinnurekenda hafa verulegar áhyggjur af aukningu í því að brottreknir starfsmenn bregði á það ráð að sækja sér læknisvottorð sem þekur akkúrat uppsagnarfrestinn. vísir/einar/vilhelm Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda tók upp þann þráð sem Kristján Berg Fiskikóngur hóf um brottrekna starfsmenn í viðtali í Bítinu. Helst var á honum að skilja að læknar séu ævintýralega glaðir að skrifa út vottorð. Fiskikóngurinn hefur staðið í stórræðum á samfélagsmiðlum eftir að hann kvartaði undan því að starfsmaður hans hefði sent sér einskonar hótunarbréf eftir að hann var rekinn. En sá brá á það ráð að leita til læknis og fá vottorð um að hann væri óvinnufær og þyrfti þannig ekki að vinna uppsagnarfrestinn. Vísir greindi frá málinu í vikunni. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sagði þetta kunnuglegt stef. Hann sagðist skilja að fyrirtæki vildu ekki gera mál úr þessu en þá kæmi til kasta samtaka eins og það sem hann er í forsvari fyrir. Færist í vöxt að brottreknir starfsmenn sæki sér vottorð En hann sagði að þeir hjá FA hefðu miklar áhyggjur af þessu fyrirbæri, enda væri það að færast í vöxt. Hann vildi þó slá þann varnagla að þetta væri mikill minnihluti starfsmanna en þetta væri algengara: Að sótt séu tilhæfulaus læknavottorð. „Það er orðið allt of algengt að fólk fái samstundis læknavottorð um að það geti ekki unnið einmitt á uppsagnarfrestinum. Stundum virðist ástæðan beinlínis vera sú að það að vera sagt upp starfinu sé svo mikið áfall að fólk sé bara ekki vinnufært.“ Ólafur segir snúið að vilja véfengja læknisvottorð. Það sé reyndar hægt að fá annað álit, fá þá trúnaðarlækni til að meta þetta og best sé að setja ákvæði um þetta inn í ráðningasamning. Ólafur sagði rétt starfsfólks meiri hér en gerist og gengur í löndunum í kringum okkur. Við erum með hæsta hlutfall í heimi sem lýtur að því að starfsfólk sé í stéttarfélagi. En minni fyrirtæki eru ekki endilega í félagi atvinnurekenda. Minni fyrirtæki eru meirihluti fyrirtækja í landinu. Grefur undan rétti þeirra sem raunverlega þurfa á að halda Ólafur segir að þeim hjá FA hafi sýnst læknar gefa út vottorð án mikilla vandkvæða, að fólk sé sagt óvinnufært í einni vinnu en ekki annarri. Og að fólk færi sig þá í hlutastarf en sé með veikindavottorð í fulla starfinu. Og dæmunum fari því miður fjölgandi – það virðist tilhneiging um þetta í ákveðna átt. Þetta hljóta að mega heita fremur alvarlegar ásakanir á hendur læknum almennt. Ólafur benti á að misnotkun sem þessi grafi undan rétti þeirra sem raunverulega þurfi á vottorði að halda. „Auðvitað gerist það að atvinnurekendur stígi í spínatið og þá bentum við þeim á að þeir yrðu að fara að lögum og kjarasamningum,“ sagði Ólafur. Læknar málsvarar skjólstæðinga sinna Uppfært 12:25 Margrét Ólafía Tómasdóttir er formaður Félags heimilislækna og hún var í viðtali hjá Reykjavík síðdegis í gær. Þar kom hún inná þetta atriði og sagði það rétt, læknar gerðu of mikið af því að votta stutt veikindi, sem krefjast ekki vottorða svo sem um kvef og niðurgangspestir. Læknar eigi í raun ekki annan kost en taka fólk trúanlegt. En til lengri tíma, þar er um annað að ræða. „Heimilislæknar eru málsvarar skjólstæðinga sinna. Fólk kemur til okkar í trúnaði, með sín vandamál. Og það er gjarnan þannig, sérstaklega í kjölfar uppsagna, að fólk kemur til okkar niðurbrotið og treystir sér ekki aftur á vinnustaðinn. Það gerist alveg. Þá er ekkert um annað að ræða en veikindaskrifa starfsmanninn, ef svo ber við – ef þetta hefur mikil andleg áhrif og getur ekki hugsað sé undir neinum kringumstæðum að fara aftur til vinnu,“ sagði Margrét Ólafía. En hún hafnaði því að hægt væri að fá vottorð aftur í tímann. Viðtalið við Margréti Ólafíu má heyra í spilaranum hér ofar. Heilbrigðismál Vinnumarkaður Kjaramál Bítið Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Fiskikóngurinn hefur staðið í stórræðum á samfélagsmiðlum eftir að hann kvartaði undan því að starfsmaður hans hefði sent sér einskonar hótunarbréf eftir að hann var rekinn. En sá brá á það ráð að leita til læknis og fá vottorð um að hann væri óvinnufær og þyrfti þannig ekki að vinna uppsagnarfrestinn. Vísir greindi frá málinu í vikunni. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sagði þetta kunnuglegt stef. Hann sagðist skilja að fyrirtæki vildu ekki gera mál úr þessu en þá kæmi til kasta samtaka eins og það sem hann er í forsvari fyrir. Færist í vöxt að brottreknir starfsmenn sæki sér vottorð En hann sagði að þeir hjá FA hefðu miklar áhyggjur af þessu fyrirbæri, enda væri það að færast í vöxt. Hann vildi þó slá þann varnagla að þetta væri mikill minnihluti starfsmanna en þetta væri algengara: Að sótt séu tilhæfulaus læknavottorð. „Það er orðið allt of algengt að fólk fái samstundis læknavottorð um að það geti ekki unnið einmitt á uppsagnarfrestinum. Stundum virðist ástæðan beinlínis vera sú að það að vera sagt upp starfinu sé svo mikið áfall að fólk sé bara ekki vinnufært.“ Ólafur segir snúið að vilja véfengja læknisvottorð. Það sé reyndar hægt að fá annað álit, fá þá trúnaðarlækni til að meta þetta og best sé að setja ákvæði um þetta inn í ráðningasamning. Ólafur sagði rétt starfsfólks meiri hér en gerist og gengur í löndunum í kringum okkur. Við erum með hæsta hlutfall í heimi sem lýtur að því að starfsfólk sé í stéttarfélagi. En minni fyrirtæki eru ekki endilega í félagi atvinnurekenda. Minni fyrirtæki eru meirihluti fyrirtækja í landinu. Grefur undan rétti þeirra sem raunverlega þurfa á að halda Ólafur segir að þeim hjá FA hafi sýnst læknar gefa út vottorð án mikilla vandkvæða, að fólk sé sagt óvinnufært í einni vinnu en ekki annarri. Og að fólk færi sig þá í hlutastarf en sé með veikindavottorð í fulla starfinu. Og dæmunum fari því miður fjölgandi – það virðist tilhneiging um þetta í ákveðna átt. Þetta hljóta að mega heita fremur alvarlegar ásakanir á hendur læknum almennt. Ólafur benti á að misnotkun sem þessi grafi undan rétti þeirra sem raunverulega þurfi á vottorði að halda. „Auðvitað gerist það að atvinnurekendur stígi í spínatið og þá bentum við þeim á að þeir yrðu að fara að lögum og kjarasamningum,“ sagði Ólafur. Læknar málsvarar skjólstæðinga sinna Uppfært 12:25 Margrét Ólafía Tómasdóttir er formaður Félags heimilislækna og hún var í viðtali hjá Reykjavík síðdegis í gær. Þar kom hún inná þetta atriði og sagði það rétt, læknar gerðu of mikið af því að votta stutt veikindi, sem krefjast ekki vottorða svo sem um kvef og niðurgangspestir. Læknar eigi í raun ekki annan kost en taka fólk trúanlegt. En til lengri tíma, þar er um annað að ræða. „Heimilislæknar eru málsvarar skjólstæðinga sinna. Fólk kemur til okkar í trúnaði, með sín vandamál. Og það er gjarnan þannig, sérstaklega í kjölfar uppsagna, að fólk kemur til okkar niðurbrotið og treystir sér ekki aftur á vinnustaðinn. Það gerist alveg. Þá er ekkert um annað að ræða en veikindaskrifa starfsmanninn, ef svo ber við – ef þetta hefur mikil andleg áhrif og getur ekki hugsað sé undir neinum kringumstæðum að fara aftur til vinnu,“ sagði Margrét Ólafía. En hún hafnaði því að hægt væri að fá vottorð aftur í tímann. Viðtalið við Margréti Ólafíu má heyra í spilaranum hér ofar.
Heilbrigðismál Vinnumarkaður Kjaramál Bítið Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira