Færeyskir atvinnurekendur segjast hafðir að spotti Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júní 2024 11:57 Félag færeyskra atvinnurekenda segir verkalýðsfélögin skorta samningsvilja. Getty/Maja Hitij Atvinnurekendur í Færeyjum segjast hafðir að háði og spotti af verkalýðsfélögum þar í landi. Freistað var að binda enda á margra vikna verkfall á fundi með sáttasemjara í gær en án árangurs. Verkalýðsfélögin segjast tilbúin að auka þrýstingin en ástandið versnar með hverjum deginum sem líður. Hátt í sjö þúsund verkamenn í fjórum stærstu verkalýðsfélögum Færeyja lögðu niður störf þann ellefta maí síðastliðinn og hefur það haft víðtæk áhrif á færeyskt samfélag. Hillur standa tómar í matvöruverslunum og varla er neitt eldsneyti að fá. Ræstingarfólk hefur flestallt lagt niður störf og því hefur þurft að loka skólum, leikskólum og dagvistunarstofnunum. Terje Sigurðsson ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig ásteytingarstein viðræðnanna í samtali við Kringvarpið en segir engan grundvöll vera fyrir lausn á deilunni eins og staðan er. „Eins og staðan er núna er engin von á samkomulagi og alls enginn grundvöllur fyrir að vinna að því frekar,“ hefur Kringvarpið eftir honum. Félag færeyskra atvinnurekenda, Arbeiðsgevarafelagið, gaf út yfirlýsingu í kjölfar þess að viðræðum var lýst árangurslausum þar sem það segir verkalýðsfélögin þrjósk og að þau hafi ekki haft neinn samningsvilja. „Þegar formenn þessara fjögurra verkalýðsfélaga gerðu sér það ómak að gefa út yfirlýsingu um að þau vildu ná samkomulagi héldum við að þau meintu eitthvað með því,“ skrifar Félag færeyskra atvinnurekanda. Félagið segir verkalýðsfélögin ábyrgðarlaus og að þau hafi haft það að spotti. „Við vitum að það eru margir Færeyingar sem vonuðust til þess að samningafundurinn bæri árangur og við hörmum það að það hafi ekki heppnast. En það er skilyrði fyrir samningum að samningsaðilinn vilji einnig ná sáttum,“ segir í yfirlýsingunni. Verkalýðsfélögin hafa einnig tjáð sig í sameiginlegri yfirlýsingu. Þau segja að fyrst og fremst skuli aðgerðir þeirra koma höggi á félaga Félags færeyskra atvinnurekenda og til marks um viðleitni þeirra til að koma til móts við færeysku þjóðina hyggjast þau leyfa ræstingarfólki að snúa aftur til starfa á dagvistunarstofnunum og skólum landsins. „Svoleiðis að barnafjölskyldur komist aftur í vinnuna. Við vitum að við náum aðeins markmiðum okkar með því að setja enn meiri þrýsting á vinnuveitendur sem fá ekki útflutt vörur eða innflutt og sem fá ekki eldnseyti,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu verkalýðsfélaganna. Færeyjar Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Hátt í sjö þúsund verkamenn í fjórum stærstu verkalýðsfélögum Færeyja lögðu niður störf þann ellefta maí síðastliðinn og hefur það haft víðtæk áhrif á færeyskt samfélag. Hillur standa tómar í matvöruverslunum og varla er neitt eldsneyti að fá. Ræstingarfólk hefur flestallt lagt niður störf og því hefur þurft að loka skólum, leikskólum og dagvistunarstofnunum. Terje Sigurðsson ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig ásteytingarstein viðræðnanna í samtali við Kringvarpið en segir engan grundvöll vera fyrir lausn á deilunni eins og staðan er. „Eins og staðan er núna er engin von á samkomulagi og alls enginn grundvöllur fyrir að vinna að því frekar,“ hefur Kringvarpið eftir honum. Félag færeyskra atvinnurekenda, Arbeiðsgevarafelagið, gaf út yfirlýsingu í kjölfar þess að viðræðum var lýst árangurslausum þar sem það segir verkalýðsfélögin þrjósk og að þau hafi ekki haft neinn samningsvilja. „Þegar formenn þessara fjögurra verkalýðsfélaga gerðu sér það ómak að gefa út yfirlýsingu um að þau vildu ná samkomulagi héldum við að þau meintu eitthvað með því,“ skrifar Félag færeyskra atvinnurekanda. Félagið segir verkalýðsfélögin ábyrgðarlaus og að þau hafi haft það að spotti. „Við vitum að það eru margir Færeyingar sem vonuðust til þess að samningafundurinn bæri árangur og við hörmum það að það hafi ekki heppnast. En það er skilyrði fyrir samningum að samningsaðilinn vilji einnig ná sáttum,“ segir í yfirlýsingunni. Verkalýðsfélögin hafa einnig tjáð sig í sameiginlegri yfirlýsingu. Þau segja að fyrst og fremst skuli aðgerðir þeirra koma höggi á félaga Félags færeyskra atvinnurekenda og til marks um viðleitni þeirra til að koma til móts við færeysku þjóðina hyggjast þau leyfa ræstingarfólki að snúa aftur til starfa á dagvistunarstofnunum og skólum landsins. „Svoleiðis að barnafjölskyldur komist aftur í vinnuna. Við vitum að við náum aðeins markmiðum okkar með því að setja enn meiri þrýsting á vinnuveitendur sem fá ekki útflutt vörur eða innflutt og sem fá ekki eldnseyti,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu verkalýðsfélaganna.
Færeyjar Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent