Utan vallar: Þeim er ekki sama núna Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júní 2024 15:09 Phil Foden var líkt og aðrir enskir niðurlútur í leikslok. Getty Englendingum gæti vart virst meira sama um æfingaleik liðsins við Ísland í aðdragandanum. Leikurinn var formsatriði og aðrir hlutir skiptu meira máli. Það er ekki svo í dag. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Rotterdam Einn eða tveir breskir blaðamenn mættu á blaðamannafund Íslands fyrir leik og allt snerist um EM-hóp enska liðsins. Það var troðið út úr dyrum á blaðamannafundi Gareth Southgate síðar sama dag og á hálftíma löngum fundi var ekki einu orði minnst á Ísland. Southgate og Rice sögðust að vísu meðvitaðir um hættur sem stafaði af íslenska liðinu. Þetta yrði erfiður leikur en ég viðurkenni að ég trúði þeim tæplega. Þeim bar skylda til að segja þetta og sigurvonin var hvorki mikil hjá mér né öðrum íslenskum blaðamönnum. Enskir stuðningsmenn voru gríðar sigurvissir fyrir leik, líkt og fram kom í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Ekkert annað en sigur, og stór sigur kom til greina, svo menn færu nú örugglega hressir á Evrópumótið. Það kom því skemmtilega á óvart þegar íslenska liðið komst yfir í gær og ekki síður að sjá spilamennskuna. Hversu öruggir menn voru, hvort sem er varnarlega eða sóknarlega. Spilandi út frá marki gegn enskri pressu með 90 þúsund manns á bakinu. Ég var í Nice fyrir átta árum þegar við unnum England í eina skiptið fram að gærkvöldinu og get vart komið í orð stressinu. Það fylgdi ef til vill stærð þess leiks, í 16-liða úrslitum á EM, en ég fann ekki sama stress á leiknum í gær. Þetta var allt svo öruggt, enskir stuðningsmenn yfirgáfu stúkuna snemma og uppgjafartónn í mönnum gegn vel skipulögðu íslensku liði sem leit út eins og það hefði aldrei gert neitt annað en að vinna England á Wembley. Þá sá maður enska blaðamenn, sem höfðu verið afar léttir fyrir leik, sökkva neðar í sæti sín og hamra sífellt fastar á lyklaborðin. Fyrsta skipti síðan 1968 sem England tapar síðasta leik fyrir stórmót og hefur mögulega áhrif á það mat veðbanka að Tjallarnir séu líklegastir allra til að vinna mótið. Versta mögulega leiðin til að enda undirbúning fyrir stórmót.Guardian Bresku pressunni er í það minnsta ekki sama um þennan leik við Ísland lengur, formsatriðið sem hann átti að vera. Íslenska liðið getur sannarlega borið höfuðið hátt og gat leyft sér að fagna í gær en það sló mann einnig hversu jarðbundnir menn voru í viðtölum eftir leik. Margir nefndu Úkraínuleikinn síðasta – þau vonbrigði eru ekki gleymd – og fóru strax að tala um næstu verkefni. Vegferðin heldur áfram og landsliðsmennirnir ætla sér ekki að dvelja við þetta. Flug yfir til Hollands í dag og annað geggjað verkefni fram undan. Holland – Ísland á De Kuip í Rotterdam á mánudagskvöldið kemur. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Utan vallar Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Rotterdam Einn eða tveir breskir blaðamenn mættu á blaðamannafund Íslands fyrir leik og allt snerist um EM-hóp enska liðsins. Það var troðið út úr dyrum á blaðamannafundi Gareth Southgate síðar sama dag og á hálftíma löngum fundi var ekki einu orði minnst á Ísland. Southgate og Rice sögðust að vísu meðvitaðir um hættur sem stafaði af íslenska liðinu. Þetta yrði erfiður leikur en ég viðurkenni að ég trúði þeim tæplega. Þeim bar skylda til að segja þetta og sigurvonin var hvorki mikil hjá mér né öðrum íslenskum blaðamönnum. Enskir stuðningsmenn voru gríðar sigurvissir fyrir leik, líkt og fram kom í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Ekkert annað en sigur, og stór sigur kom til greina, svo menn færu nú örugglega hressir á Evrópumótið. Það kom því skemmtilega á óvart þegar íslenska liðið komst yfir í gær og ekki síður að sjá spilamennskuna. Hversu öruggir menn voru, hvort sem er varnarlega eða sóknarlega. Spilandi út frá marki gegn enskri pressu með 90 þúsund manns á bakinu. Ég var í Nice fyrir átta árum þegar við unnum England í eina skiptið fram að gærkvöldinu og get vart komið í orð stressinu. Það fylgdi ef til vill stærð þess leiks, í 16-liða úrslitum á EM, en ég fann ekki sama stress á leiknum í gær. Þetta var allt svo öruggt, enskir stuðningsmenn yfirgáfu stúkuna snemma og uppgjafartónn í mönnum gegn vel skipulögðu íslensku liði sem leit út eins og það hefði aldrei gert neitt annað en að vinna England á Wembley. Þá sá maður enska blaðamenn, sem höfðu verið afar léttir fyrir leik, sökkva neðar í sæti sín og hamra sífellt fastar á lyklaborðin. Fyrsta skipti síðan 1968 sem England tapar síðasta leik fyrir stórmót og hefur mögulega áhrif á það mat veðbanka að Tjallarnir séu líklegastir allra til að vinna mótið. Versta mögulega leiðin til að enda undirbúning fyrir stórmót.Guardian Bresku pressunni er í það minnsta ekki sama um þennan leik við Ísland lengur, formsatriðið sem hann átti að vera. Íslenska liðið getur sannarlega borið höfuðið hátt og gat leyft sér að fagna í gær en það sló mann einnig hversu jarðbundnir menn voru í viðtölum eftir leik. Margir nefndu Úkraínuleikinn síðasta – þau vonbrigði eru ekki gleymd – og fóru strax að tala um næstu verkefni. Vegferðin heldur áfram og landsliðsmennirnir ætla sér ekki að dvelja við þetta. Flug yfir til Hollands í dag og annað geggjað verkefni fram undan. Holland – Ísland á De Kuip í Rotterdam á mánudagskvöldið kemur.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Utan vallar Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira