Utan vallar: Þeim er ekki sama núna Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júní 2024 15:09 Phil Foden var líkt og aðrir enskir niðurlútur í leikslok. Getty Englendingum gæti vart virst meira sama um æfingaleik liðsins við Ísland í aðdragandanum. Leikurinn var formsatriði og aðrir hlutir skiptu meira máli. Það er ekki svo í dag. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Rotterdam Einn eða tveir breskir blaðamenn mættu á blaðamannafund Íslands fyrir leik og allt snerist um EM-hóp enska liðsins. Það var troðið út úr dyrum á blaðamannafundi Gareth Southgate síðar sama dag og á hálftíma löngum fundi var ekki einu orði minnst á Ísland. Southgate og Rice sögðust að vísu meðvitaðir um hættur sem stafaði af íslenska liðinu. Þetta yrði erfiður leikur en ég viðurkenni að ég trúði þeim tæplega. Þeim bar skylda til að segja þetta og sigurvonin var hvorki mikil hjá mér né öðrum íslenskum blaðamönnum. Enskir stuðningsmenn voru gríðar sigurvissir fyrir leik, líkt og fram kom í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Ekkert annað en sigur, og stór sigur kom til greina, svo menn færu nú örugglega hressir á Evrópumótið. Það kom því skemmtilega á óvart þegar íslenska liðið komst yfir í gær og ekki síður að sjá spilamennskuna. Hversu öruggir menn voru, hvort sem er varnarlega eða sóknarlega. Spilandi út frá marki gegn enskri pressu með 90 þúsund manns á bakinu. Ég var í Nice fyrir átta árum þegar við unnum England í eina skiptið fram að gærkvöldinu og get vart komið í orð stressinu. Það fylgdi ef til vill stærð þess leiks, í 16-liða úrslitum á EM, en ég fann ekki sama stress á leiknum í gær. Þetta var allt svo öruggt, enskir stuðningsmenn yfirgáfu stúkuna snemma og uppgjafartónn í mönnum gegn vel skipulögðu íslensku liði sem leit út eins og það hefði aldrei gert neitt annað en að vinna England á Wembley. Þá sá maður enska blaðamenn, sem höfðu verið afar léttir fyrir leik, sökkva neðar í sæti sín og hamra sífellt fastar á lyklaborðin. Fyrsta skipti síðan 1968 sem England tapar síðasta leik fyrir stórmót og hefur mögulega áhrif á það mat veðbanka að Tjallarnir séu líklegastir allra til að vinna mótið. Versta mögulega leiðin til að enda undirbúning fyrir stórmót.Guardian Bresku pressunni er í það minnsta ekki sama um þennan leik við Ísland lengur, formsatriðið sem hann átti að vera. Íslenska liðið getur sannarlega borið höfuðið hátt og gat leyft sér að fagna í gær en það sló mann einnig hversu jarðbundnir menn voru í viðtölum eftir leik. Margir nefndu Úkraínuleikinn síðasta – þau vonbrigði eru ekki gleymd – og fóru strax að tala um næstu verkefni. Vegferðin heldur áfram og landsliðsmennirnir ætla sér ekki að dvelja við þetta. Flug yfir til Hollands í dag og annað geggjað verkefni fram undan. Holland – Ísland á De Kuip í Rotterdam á mánudagskvöldið kemur. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Utan vallar Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Rotterdam Einn eða tveir breskir blaðamenn mættu á blaðamannafund Íslands fyrir leik og allt snerist um EM-hóp enska liðsins. Það var troðið út úr dyrum á blaðamannafundi Gareth Southgate síðar sama dag og á hálftíma löngum fundi var ekki einu orði minnst á Ísland. Southgate og Rice sögðust að vísu meðvitaðir um hættur sem stafaði af íslenska liðinu. Þetta yrði erfiður leikur en ég viðurkenni að ég trúði þeim tæplega. Þeim bar skylda til að segja þetta og sigurvonin var hvorki mikil hjá mér né öðrum íslenskum blaðamönnum. Enskir stuðningsmenn voru gríðar sigurvissir fyrir leik, líkt og fram kom í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Ekkert annað en sigur, og stór sigur kom til greina, svo menn færu nú örugglega hressir á Evrópumótið. Það kom því skemmtilega á óvart þegar íslenska liðið komst yfir í gær og ekki síður að sjá spilamennskuna. Hversu öruggir menn voru, hvort sem er varnarlega eða sóknarlega. Spilandi út frá marki gegn enskri pressu með 90 þúsund manns á bakinu. Ég var í Nice fyrir átta árum þegar við unnum England í eina skiptið fram að gærkvöldinu og get vart komið í orð stressinu. Það fylgdi ef til vill stærð þess leiks, í 16-liða úrslitum á EM, en ég fann ekki sama stress á leiknum í gær. Þetta var allt svo öruggt, enskir stuðningsmenn yfirgáfu stúkuna snemma og uppgjafartónn í mönnum gegn vel skipulögðu íslensku liði sem leit út eins og það hefði aldrei gert neitt annað en að vinna England á Wembley. Þá sá maður enska blaðamenn, sem höfðu verið afar léttir fyrir leik, sökkva neðar í sæti sín og hamra sífellt fastar á lyklaborðin. Fyrsta skipti síðan 1968 sem England tapar síðasta leik fyrir stórmót og hefur mögulega áhrif á það mat veðbanka að Tjallarnir séu líklegastir allra til að vinna mótið. Versta mögulega leiðin til að enda undirbúning fyrir stórmót.Guardian Bresku pressunni er í það minnsta ekki sama um þennan leik við Ísland lengur, formsatriðið sem hann átti að vera. Íslenska liðið getur sannarlega borið höfuðið hátt og gat leyft sér að fagna í gær en það sló mann einnig hversu jarðbundnir menn voru í viðtölum eftir leik. Margir nefndu Úkraínuleikinn síðasta – þau vonbrigði eru ekki gleymd – og fóru strax að tala um næstu verkefni. Vegferðin heldur áfram og landsliðsmennirnir ætla sér ekki að dvelja við þetta. Flug yfir til Hollands í dag og annað geggjað verkefni fram undan. Holland – Ísland á De Kuip í Rotterdam á mánudagskvöldið kemur.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Utan vallar Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Sjá meira