Ungt burðardýr hlaut vægari dóm í Landsrétti Árni Sæberg skrifar 9. júní 2024 20:20 Maðurinn flutti fíkniefnin í ferðatösku. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur mildað dóm Edas Geraitis, 24 ára litáísks karlmanns, úr fimm ára fangelsisvist í fjögurra. Hann var sakfelldur fyrir að flytja inn ríflega fimm kíló af kókaíni til landsins árið 2022. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness frá 20. febrúar þessa árs segir að Geraitis hafi verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 30. nóvember 2023, staðið að innflutningi á samtals 5,068,64 g af kókaíni, með styrkleika 60 til 83 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Kókaínið hafi hann flutt til Íslands sem farþegi með flugi Icelandair, frá Brussel, Belgíu, til Keflavíkurflugvallar, falin í farangurstösku. Hann hafi játað brot sín skýlaust, fallist á upptökukröfu ákæruvaldsins og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Héraðsdómur dæmdi hann til fimm ára fangelsisvistar. Rétt rúmlega tvítugt burðardýr Í dómi héraðsdóms segir að Geraitis sé fæddur í mars árið 2001. Því var hann aðeins 22 ára þegar hann kom til landsins með fíknefnin meðferðis. Þá segir að af rannsóknargögnum málsins yrði ekki séð að Geraitis hefði verið eigandi fíkniefnanna eða að hann hefði tekið þátt í skipulagningu á innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu. Yrði litið til þessara atriða við ákvörðun refsingar, ungs aldurs hans og skýlausrar játningar hans á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Þá yrði einnig litið til þess að samkvæmt efnaskýrslu meðal gagna málsins hafi um þriðjungur efnanna verið með aðeins 60 til 63 prósent styrkleika. Á hinn bóginn yrði ekki fram hjá því litið að Geraitis hafi flutt umtalsvert magn af sterku kókaíni til landsins, ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni og að aðkoma hans væri ómissandi liður í því ferli. Að öllu framangreindu virtu og með vísan til tveggja dóma Hæstaréttar Ísland mat héraðsdómur refsingu Geraitis hæfilega ákveðna fimm ára fangelsi. Ákæruvaldið vildi þyngri refsingu Í dómi Landsréttar segir að Ríkissaksóknari hafi áfrýjað dómi héraðsdóms, í samræmi við yfirlýsingu Geraitis um áfrýjun. Ákæruvaldið hafi krafist þess að refsing hans yrði þyngd en Geraitis að refsingin yrði milduð. 2Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms og með hliðsjón af tveimur nýlegum dómum Landsréttar þætti refsing Geraitis réttilega ákveðin fangelsi í fjögur ár. Allur áfrýjunarkostnaður var felldur á ríkissjóð en ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað og upptöku fíkniefna staðfest. Geraitis var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað í héraði, tvær milljónir króna. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness frá 20. febrúar þessa árs segir að Geraitis hafi verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 30. nóvember 2023, staðið að innflutningi á samtals 5,068,64 g af kókaíni, með styrkleika 60 til 83 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Kókaínið hafi hann flutt til Íslands sem farþegi með flugi Icelandair, frá Brussel, Belgíu, til Keflavíkurflugvallar, falin í farangurstösku. Hann hafi játað brot sín skýlaust, fallist á upptökukröfu ákæruvaldsins og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Héraðsdómur dæmdi hann til fimm ára fangelsisvistar. Rétt rúmlega tvítugt burðardýr Í dómi héraðsdóms segir að Geraitis sé fæddur í mars árið 2001. Því var hann aðeins 22 ára þegar hann kom til landsins með fíknefnin meðferðis. Þá segir að af rannsóknargögnum málsins yrði ekki séð að Geraitis hefði verið eigandi fíkniefnanna eða að hann hefði tekið þátt í skipulagningu á innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu. Yrði litið til þessara atriða við ákvörðun refsingar, ungs aldurs hans og skýlausrar játningar hans á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Þá yrði einnig litið til þess að samkvæmt efnaskýrslu meðal gagna málsins hafi um þriðjungur efnanna verið með aðeins 60 til 63 prósent styrkleika. Á hinn bóginn yrði ekki fram hjá því litið að Geraitis hafi flutt umtalsvert magn af sterku kókaíni til landsins, ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni og að aðkoma hans væri ómissandi liður í því ferli. Að öllu framangreindu virtu og með vísan til tveggja dóma Hæstaréttar Ísland mat héraðsdómur refsingu Geraitis hæfilega ákveðna fimm ára fangelsi. Ákæruvaldið vildi þyngri refsingu Í dómi Landsréttar segir að Ríkissaksóknari hafi áfrýjað dómi héraðsdóms, í samræmi við yfirlýsingu Geraitis um áfrýjun. Ákæruvaldið hafi krafist þess að refsing hans yrði þyngd en Geraitis að refsingin yrði milduð. 2Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms og með hliðsjón af tveimur nýlegum dómum Landsréttar þætti refsing Geraitis réttilega ákveðin fangelsi í fjögur ár. Allur áfrýjunarkostnaður var felldur á ríkissjóð en ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað og upptöku fíkniefna staðfest. Geraitis var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað í héraði, tvær milljónir króna.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira